Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 72
40 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is 14 DAGAR Í HM GOLF Golfvertíðin fer formlega af stað um helgina en í gær voru und- irritaðir styrktarsamningar þeirra fyrirtækja sem koma að starfi Golfssambands Íslands í sumar. Keppnismótaröðin sem hefst um helgina mun bera nafn Eimskips en fjöldi annarra fyrirtækja kemur að starfi GSÍ í sumar. „Það var ekki erfitt að safna styrkjum,“ sagði Hörður Þor- steinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Það er jákvæður tónn í þeim fyrirtækj- um sem við reyndum að fá til liðs við okkur. Kröfurnar eru aðrar nú en þær hafa verið og menn hóf- stilltari. Samstarfssamningarnir eru því öðruvísi en áður. En þrátt fyrir allt hefur golfíþróttin verið að vaxa og dafna og margir vilja taka þátt í uppvextinum,“ sagði hann. Samkvæmt tölum frá 2008 eru næstflestir iðkendur skráðir hjá GSÍ af öllum sérsamböndum ÍSÍ. Knattspyrnan hefur flesta iðkend- ur, tæplega tuttugu þúsund en golfið kemur næst með tæplega fimmtán þúsund iðkendur. Hörður segir að þessi mikli golfáhugi hafi ekki minnkað þrátt fyrir fjármálakreppuna. „Síður en svo. Sumir golfklúbbar hafa til að mynda reynt að koma til móts við sína félaga sem hafa orðið fyrir tekjumissi með ýmsum leiðum. Svo höfum við séð að það hefur verið gríðarleg aukning í notkun vallanna og oft eru rástímar full- bókaðir frá klukkan sjö á morgn- ana. Það er nú strax byrjað í upp- hafi sumars,“ sagði Hörður. Keppni á Eimskipsmótaröðinni hefst svo um helgina en fyrsta mót ársins fer fram í Vestmannaeyj- um. - esá Styrktarsamningar undirritaðir hjá Golfsambandi Íslands í gær: Kreppan ekki dregið úr áhuga SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Fjölmörg fyrirtæki styrkja starf Golfsambandsins. Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri er fyrir miðju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBOLTI Haukur Baldvinsson, leik- maður Breiðabliks, er leikmaður 4. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann var val- inn maður leiksins þegar Breiða- blik vann sannfærandi 2-0 sigur á Íslandsmeisturum FH á mánu- dagskvöldið. „Það sem var skemmtilegast við þetta var að þetta var okkar annar sigur í röð og við náðum að afsanna að við kunnum ekki að halda forskoti,“ sagði hann í létt- um dúr. Breiðablik missti niður 2- 0 forystu gegn Fram í 2. umferð en komst einnig í 2-0 gegn FH í þriðju umferð mótsins í fyrra. FH vann hins vegar leikinn á dramatískan máta, 3-2. „Sá leikur var ekkert sérstak- lega rifjaður upp fyrir leikinn gegn FH nú,“ sagði Haukur. „Við vorum smá taugaóstyrkir í leikn- um gegn Fram en við vissum sjálf- ir að við getum vel haldið forystu í leikjum enda höfum við klárað síð- ustu tvo leiki mjög sannfærandi.“ Hann segir það þó vissulega hafa verið ljúft að hafa náð að hefna ófaranna frá því í fyrra. „Það er alltaf ljúft að vinna FH,“ sagði hann og hló. Sóknarlína Breiðabliks er óárennileg með þá Hauk, Kristin Steindórsson og Alfreð Finnboga- son framarlega á miðjunni og Guð- mund Pétursson á toppnum. „Okkur líður mjög vel saman. Ég, Kiddi og Alfreð spiluðum allir saman í yngri flokkunum og Gummi bættist svo við síðasta sumar og spilaði frábærlega. Það er því ekki hægt að kvarta mikið undan þessu. Við erum allir frek- ar ólíkir leikmenn en við náum vel saman inni á vellinum og þetta hefur gengið mjög smurt fyrir sig,“ sagði Haukur. Honum líst því vel á sumarið og Blikarnir hafa greinilega sett sér háleit markmið fyrir tímabil- ið. „Ég er mjög ánægður með það sem komið er. Við ætlum að vinna næstu leiki og halda einfaldlega áfram.“ Breiðablik mætir næst ÍBV á útivelli en Eyjamenn hafa einn- ig unnið tvo leiki í röð. Bæði lið eru með sjö stig en þetta verður þó fyrsti leikur sumarsins í Vest- mannaeyjum. Hann fer fram á sunnudaginn. „Þeir hafa verið mjög heitir og ég á von á hörkuleik. Það er alltaf gaman að koma til Eyja og mikil og góð stemning þar. Síðast unnum við þar í miklum rokleik og von- andi verður veðrið betra núna,“ sagði hann. Þess má svo geta að Haukur útskrifaðist úr Verslunarskólan- um en fór ekki með í útskriftarferð samnemenda sinna. „Þau fóru til Costa del Sol á þriðjudaginn og ég er búinn að fá nokkrar hringingar þaðan síðan þá. En maður verður að fórna ýmsu fyrir boltann og ég sé ekki eftir þessu vali.“ eirikur@frettabladid.is Ólíkir en náum vel saman Haukur Baldvinsson er leikmaður 4. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Blikar unnu í umferðinni góðan 2-0 sigur á Íslandsmeisturum FH þar sem að stórhættuleg sóknarlína Breiðabliks var í aðalhlutverki. HAUKUR BALDVINSSON Átti stórleik gegn FH eins og fleiri í liði Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ítalinn Paolo Rossi varð markakóngur HM 1982 á Spáni þrátt fyrir að vera ekki enn búinn að skora þegar Ítalir voru búnir að spila 365 mínútur í keppninni. Rossi skor- aði aftur á móti sex mörk í síðustu þremur leikjum liðsins, þrennu á móti Brasilíu í leik sem tryggði liðinu sæti í undanúrslitunum (3-2 sigur), bæði mörk liðsins í undan- úrslitunum (2-0 sigur á Póllandi) og síðan fyrsta markið í 3-1 sigri á Vestur- Þjóðverjum í úrslitaleiknum. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is * Lið 4. umferðarinnar Liðið spilar leikkerfið 3-5-2 Albert Sævarsson ÍBV James Hurst ÍBV Daníel Laxdal Stjarnan Haraldur Freyr Guðmundsson Keflavík Haukur Baldvinsson Breiðablik Bjarni Guðjónsson KR Andri ÓIafsson ÍBV Kristinn Steindórsson Breiðabliki Alfreð Finnbogason Breiðabliki Hjálmar Þórarinsson Fram Danni König Val ANDRI ÓLAFSSON Skoraði tvö mörk í 3-0 sigri ÍBV á Val. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking í Noregi eru einu nýliðarnir í íslenska landsliðinu sem mætir Andorra á Laugardalsvelli á laugardaginn. Þeir Gylfi og Birkir þekkjast vel úr yngri landsliðum og eiga það sameiginlegt að hafa verið sjóðheitir með liðum sínum það sem af árinu 2010. Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í landsliðshóp- inn og eru margir búnir að bíða lengi eftir því „Ég er einn af þeim,” segir Gylfi. „Það er fínt að vera kominn í hópinn núna og það verður gott tækifæri á móti Andorra til að sýna hvað maður getur,“ segir Gylfi. „Ég hef ekkert spjallað við Ólaf um hvar hann vill að ég spili. Svo lengi sem ég spila ekki í vörninni þá er ég sáttur. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort ég er á kantinum, á miðjunni eða frammi. Ég er bara ánægður svo lengi sem ég fæ að spila,” sagði Gylfi. Birkir Bjarnason hefur aðeins meiri reynslu af landsliðinu. „Ég var í einum hóp í Skotlandi í fyrra en ég vona að ég fái eitthvað að spreyta mig núna,“ segir Birkir sem hefur spilað vel með Viking. Hann er þekktur fyrir að skora stór- glæsileg mörk. „Ég skora ekki bara frábær mörk því ég pota honum inn einstaka sinnum líka,“ segir Birkir. „Ég vona að ég fái tækifæri til að sýna mig aðeins og spila þá stöðu sem mér finnst best. Ég er að spila í þriggja manna miðju hjá Viking og það er sú staða sem mér finnst best,” segir Birkir. „Það verður spennandi að sjá hvernig þetta verður enda bíða margir ungir leikmenn eftir tækifærinu.“ Faðir Birkis er Bjarni Sveinbjörnsson sem gerði garðinn frægan með Þór og ÍBV á sínum tíma. „Ég held hann hafi spilað einn landsleik og svo meiddist hann í næsta leik. Ég vona að ég nái að spila lengur en pabbi.“ GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON OG BIRKIR BJARNASON: NÝLIÐARNIR Í LANDSLIÐSHÓPNUM Á MÓTI ANDORRA Svo lengi sem ég spila ekki í vörninni þá er ég sáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.