Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 28. maí 2010 19
Ímyndum okkur að skyndilega kæmu á yfirborðið upplýsingar
sem myndu draga í efa eitthvað af
þeim röksemdarfærslum sem sér-
stakur saksóknari beitti fyrir sig
þegar hann handtók á dögunum
nokkra háttsetta bankamenn og
fékk staðfest gæsluvarðhald yfir
þeim. Hvað svo sem það gæti verið –
myndband, tölvupóstur, minnisblað
eða eitthvað annað. Upplýsingarnar
gæfu ekkert endilega til kynna að
ástæður frelsissviptinganna væru
algjörlega úr lausu lofti gripnar en
sýndu fram á vankanta og misræmi
í því ferli sem leiddi til þeirra.
Ímyndum okkur fjölmiðlaumfjöll-
unina í kjölfarið. Sjáum fyrir okkur
leiðara stærstu fréttablaðanna. Við
vitum það öll að slíkar upplýsing-
ar myndu ekki mæta þögninni einni
saman, heldur yrðu þær ræddar í
þaula – ekki síst af þeim sem stýra
fjölmiðla- og almannaumræðunni.
Misræmi í gögnum ákæruvaldsins
Fimmtudaginn 20. maí, birti Kast-
ljós fréttaskýringu um dómsmálið
gegn nímenningunum svokölluðu,
sem ákærðir eru fyrir meinta árás
á Alþingi í desember 2008. Kast-
ljósið birti m.a. myndband úr eftir-
litsmyndavél sem staðsett er í bak-
anddyri Alþingishússins, sem sýnir
þegar nímenningarnir fóru ásamt
tuttugu öðrum inn í þinghúsið.
Þingverðir brugðust við með því að
reyna að hindra inngöngu fólks, til
stympinga kom og einn þingvörð-
ur féll á ofn með þeim afleiðingum
að hún meiddist á baki. Hún hefur
nú krafist tæplega milljón króna
skaðabóta frá einum nímenning-
anna.
Í málsgögnunum öllum er mikið
misræmi, til að mynda þegar
kemur að þessu umrædda atviki. Í
atvikalýsingu þeirri sem á að rök-
styðja ákærurnar er fullyrt að hinn
ákærði hafi ýtt með hægri hendi
sinni í þingvörðinn og þannig hafi
hún dottið. Í skaðabótakröfunni
er því hins vegar haldið fram að
hinn ákærði hafi snúið sér við og
ýtt af öllu afli, með báðum hönd-
um í þingvörðinn. Sú lýsing kemur
frá þingverðinum sjálfum, eftir að
lögreglumenn þeir sem stóðu að
rannsókn málsins yfirheyrðu hana
um miðjan janúar 2009.
Myndbandið sem sýnt var í
Kastljósi sýnir hins vegar að hinn
ákærði notar hvorki hægri né báðar
hendur, snýr sér ekki við og ýtir
engum af öllu afli, heldur er hann
dreginn til af öðrum þingverði svo
hann lendir á fyrrnefnda þingverð-
inum, þeirri sem krefst skaðabóta.
Fram kemur í gögnum frá lögregl-
unni að síðarnefndi þingvörðurinn
hafi, eftir að hafa lýst atburðun-
um og svo séð myndbandsupptök-
una, lýst yfir að hún hafi upplifað
atburðinn öðruvísi en sést á mynd-
bandinu. Lögreglumennirnir virð-
ast þó enga ástæðu sjá til að spyrja
hana nánar út í það sem var „öðru-
vísi“ í minningunni, né heldur
hvetja þeir hana til að draga mál-
flutning sinn til baka. Þvert á móti
standa orð hennar og eru notuð í
skaðabótakröfunni – þó þau stang-
ist ekki einungis á við myndbandið,
heldur einnig fyrrnefnda atvikalýs-
ingu ákærunnar.
Þetta er sérstaklega athugavert
í því ljósi að í upphafi yfirheyrsl-
unnar tilkynna lögreglumennirn-
ir þingverðinum að hún hafi stöðu
vitnis í málinu og að henni beri að
segja satt og rétt frá atburðum –
annað geti varðað við lög.
Hver eru viðbrögðin?
Þetta er eitt dæmi af mörgum um
upplýsingar í ákærugögnunum
frá settum ríkissaksóknara í mál-
inu, sem einfaldlega grafa undan
stoðum ákærunnar sjálfrar og
þeim röksemdum sem hún byggir
á. Tæpt var á einhverjum af þeim
upplýsingum í Kastljósþættinum
þann 20. maí.
Og hver eru viðbrögð annarra
fjölmiðla? Hver eru viðbrögð rit-
stjóra Fréttablaðsins og Morgun-
blaðsins, sem hafa ekki hikað við að
kalla okkur nímenningana ofbeldis-
menn og fullyrt bæði og alhæft um
atvikið sem við erum kærð fyrir –
á sama tíma og þeir hafa hamrað á
nauðsyn þess að vel sé komið fram
við fyrrnefnda handtekna banka-
menn og verið tíðrætt um að það sé
grunnur réttarríkisins að sakborn-
ingar séu saklausir þar til sekt er
sönnuð?
Viðbrögð þeirra er þögnin ein.
Rétt eins og viðbrögð Láru V. Júlí-
usdóttur, setts saksóknara í máli
okkar, og Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis, við beiðni
Helga Seljan um að ræða við þau
við vinnslu á Kastljósþættinum.
Eins og viðbrögð Egils Helgasonar,
sem hingað til hefur ekki hikað við
að fjalla um okkur níu sem ofbeldis-
menn. Eins og viðbrögð hægri vef-
miðlanna AMX og T24, sem reynd-
ar hafa lýst yfir andúð á umfjöllun
Kastljóssins en ekki gefið neinar
skýringar á því.
Nú þegar óþægilegar upplýsing-
ar um ákærurnar hafa komið fram
– upplýsingar sem draga í efa rétt-
mæti dómsmálsins og sýna fram á
léleg og hlutdræg vinnubrögð lög-
reglunnar – virðist þögnin ein vera
eftir.
Þegar þögnin ein er eftir
Dómsmál
Snorri Páll Jónsson
Úlfhildarson
listamaður og einn níu
ákærðra fyrir árás á
Alþingi
Tími til athafna
Nú eru tæplega 1.600 einstakl-ingar atvinnulausir í Kópa-
vogi. Hálfbyggð hús í nýrri hverf-
um bæjarins eru glöggt merki
þeirrar lægðar sem íslenskt efna-
hagslíf er nú í.
Nú er tími til athafna, það
þýðir ekki að bíða eftir að ástand-
ið batni af sjálfu sér. Það þýðir
ekki að bíða eftir því að aftur
verði hægt að úthluta lóðum. Það
þarf að koma verkefnum í gang
nú þegar. Við þessar aðstæður er
mikilvægt að snúa sér fyrst að
því sem tekur skamman tíma að
koma af stað. Slíkt verkefni er t.d.
að bærinn hafi milligöngu um að
ljúka byggingu hálfkláraðs hús-
næðis í bænum og koma í leigu.
Slá tvær flugur í einu höggi,
skapa störf um leið og grunnur er
lagður að traustum leigumarkaði
líkt og þekkist á hinum Norður-
löndunum. Bjóða upp á raunveru-
legan valkost við eignarformið og
tryggja að þeir sem ekki hafa bol-
magn eða áhuga á að leggja háar
upphæðir í fasteignakaup hafi
annan möguleika. Stór hópur
ungs fólks bíður nú í foreldra-
húsum eftir því að geta stofnað
heimili. Ef ekkert er að gert mun
skapast hér skortur á fasteigna-
markaði innan fárra ára.
Þegar uppgangur var sem
mestur í íslensku samfélagi stóð
hið opinbera í stórfelldum fram-
kvæmdum. Kópavogur safnaði
skuldum á tímum þegar skyn-
samlegra hefði verið að greiða
niður skuldir. Það er kunn hag-
fræði að á tímum þenslu eigi ríki
og sveitarfélög að halda að sér
höndum og greiða niður skuldir.
Þegar harðnar á dalnum á aftur
á móti að ráðast í framkvæmd-
ir sem skapa störf þótt það feli í
sér skuldaaukningu. Við megum
ekki stöðva allar framkvæmd-
ir á tímum samdráttar og niður-
sveiflu.
Í stað þess að sitja með hendur
í skauti og bíða eftir að ástand-
ið lagist þarf að taka til höndum.
Verkefnin eru mörg, það þarf að
sá í opin sár þar sem tómar lóðir
standa á milli nýbyggðar húsa.
Það þarf að ganga frá slysa-
gildrum og fegra umhverfið, það
þarf að fegra bæinn okkar með
skjólbeltum, fegra grámygluleg-
ar stéttir og torg með runnum
og blómum. Við eigum að grípa
allar góðar hugmyndir og gera að
veruleika, styðja við nýsköpun og
frumkvöðlastarfsemi og byggja
upp nýjar atvinnugreinar. Tæki-
færin eru víða. Atvinnumál eru
forgangsmál Samfylkingarinnar
í Kópavogi. Við ætlum að sækja
fram í stað þess að bíða þess sem
verða vill.
Sveitastjórnarkosningar
Guðríður
Arnardóttir
oddviti
Samfylkingarinnar í
Kópavogi
Stór hópur ungs fólks bíður nú í for-
eldrahúsum eftir því að geta stofnað
heimili.
Dalshrauni 13 og Grensásvegi 48, sími 578-9700
Hamborgarar með sérbökuðum hamborgarabrauðum
Grísalundir með sælkerafyllingu
Helgardesertinn: Sælkeradraumur
TILBOÐ HELGARINNAR
Höfum opnað nýja
glæsilega verslun á
Grensásvegi 48