Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 16
16 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR Sveitarstjórnarmenn í stærstu sveitarfélögum landsins geta haft nokkur hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín. Misjafnt er hvernig sveitar- félög haga greiðslum til kjörinna fulltrúa. Bæjar- stjórar geta haft ýmsar aukagreiðslur ofan á hefð- bundin laun. Mörg dæmi eru um að sveitar- stjórnarmenn hafi nokkur hundr- uð þúsund krónur í laun fyrir störf í þágu sveitarfélaga. Slík laun fást með greiðslum fyrir formennsku og setu í veigamestu ráðum og nefndum bæjarfélaganna sem leggjast ofan á hefðbundin bæjar- fulltrúalaun. Launagreiðslum til sveitar- stjórnarmanna er háttað með margvíslegum hætti. Sums staðar eru föst laun bæjarfulltrúa tiltölu- lega lág en á móti koma greiðslur fyrir hvern setinn fund. Annars staðar eru launin hærri og ekki er greitt sérstaklega fyrir fundi. Að sama skapi er misjafnt hvort greidd eru tiltölulega há laun fyrir setu í nefndum og ekkert fyrir hvern fund eða tiltölulega lág nefndarlaun og þeim mun hærra fyrir fundi. Almennt má segja að launa- greiðslur til sveitarstjórnarmanna séu í nokkru samræmi við umsvif sveitarfélaganna. Þar sem íbúarn- ir eru flestir eru launin hæst. Fréttablaðið óskaði upplýsinga um kjör frá tíu sveitarfélögum. Í flestum tilvikum veittu upplýs- ingafulltrúar eða embættismenn þær. Hér að neðan eru helstu upp- lýsingar samandregnar. Í sumum tilvikum eru launakerfin flókin. Borgarfulltrúar í Reykjavík eru sér á parti hvað varðar föst laun. Þeir fá rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði. Hafn- firskir bæjarfulltrúar koma næstir með tæplega 150 þúsund á mánuði í föst laun. Til marks um hve ólíkt fyrirkomulagið er milli sveitarfé- laga má benda á að í Hafnarfirði fá bæjarráðsmenn 81 þúsund krónur á mánuði en í Kópavogi þar sem bæjarfulltrúarnir hafa 143 þús- und eru greiddar tæpar 150 þús- und krónur fyrir setu í bæjarráði. Í Reykjavík hafa flestir borgar- fulltrúar lifibrauð sitt af stjórn- málastörfum. Í öðrum sveitarfélög- um sinna fulltrúar bæjarmálunum samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjórar flestra sveitarfélaganna sem athugunin náði til eru jafnframt kjörnir full- trúar. Misjafnt er hvort þeir þiggja laun sem slíkir ofan á bæjarstjóra- launin. Einnig er misjafnt, eftir því sem athugunin leiddi í ljós, hvort þeir fá aðrar aukagreiðslur. Ekki hefur borið mikið á því að fólk bjóði sig fram til sveitar- stjórna launanna vegna. Ljóst er þó að það getur verið ágætt upp úr því að hafa. Starfsöryggið er hins vegar lítið. FRÉTTASKÝRING: Kjör kjörinna fulltrúa Ágætt upp úr því að hafa Betur borgað í Reykjanesbæ heldur en í Reykjavík Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Reykjavík 118 þúsund íbúar ■ Föst mánaðarlaun borgarfulltrúa eru rúmlega 404 þúsund krónur. Forseti borgarstjórnar fær rúmlega 505 þúsund krónur á mánuði. Fyrir setu í borgarráði greiðast hundrað þúsund krónur á mánuði. Formaður borgarráðs fær 162 þúsund krónur. Formenn fagráða og borgarstjórnarflokka fá hundrað þúsund krónur á mánuði. ■ Heildarlaun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra í Reykjavík, eru 1.001.400 krónur á mánuði. Til við- bótar fær hún 106 þúsund krónur fyrir formennsku í stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Kópavogur 30 þúsund íbúar ■ Föst mánaðarlaun bæjarfulltrúa eru 134 þúsund krónur. Forseti bæjarstjórnar fær 208 þúsund. Fyrir setu í bæjarráði eru greiddar tæplega 150 þúsund krónur á mánuði. Formaður bæjarráðs fær 218 þús- und. Fyrir aukafundi í bæjarstjórn eða bæjarráði eru greiddar 35 þúsund krónur. ■ Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, er með samtals 1.122.398 krónur á mánuði. Föst mánaðarlaun hans eru rúmar 700 þúsund og föst yfirvinna er 114 þúsund. Gunnsteinn fær 133 þúsund krónur fyrir setu í bæjarstjórn, 17 þúsund fyrir setu í hafnarstjórn og 26 þúsund krónur fyrir að vera í stjórn Tónlistarhúss Kópavogs. Þá fær hann mánaðarlegan bifreiðastyrk upp á 123 þúsund krónur. Hafnarfjörður 26 þúsund íbúar ■ Föst laun bæjarfulltrúa eru tæpar 148 þúsund krónur á mánuði. Bæjarráðsmenn fá aukalega 81 þúsund á mánuði og formaður bæjarráðs 121 þúsund. Fyrir setu í öðrum ráðum eru greiddar 67 þúsund krónur. Ráðs- formenn fá rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði. Sitji bæjarfulltrúar í starfsnefndum fá þeir rúmlega 13 þúsund krónur á fund. Formenn starfsnefnda fá 20 þúsund krónur á fund. ■ Föst laun Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra eru 1.009.167 krónur. Seltjarnarnes 4.400 íbúar ■ Bæjarfulltrúar fá tæplega 138 þúsund krónur á mán- uði. Í sparnaðarskyni fá bæjarfulltrúar ekki greitt fyrir nefndasetu á árinu eftir sérstaka ákvörðun þar um. ■ Ásgerður Halldórsdóttir er með 1.050.000 á mánuði fyrir bæjarstjórastarfið. Til viðbótar fær hún greidd- ar 138 þúsund krónur sem bæjarfulltrúi; samtals 1.187.904 krónur. Reykjanesbær 14 þúsund íbúar ■ Föst laun bæjarfulltrúa eru 50 þúsund krónur en þeir fá greiddar 30 þúsund krónur fyrir hvern bæjarstjórnarfund. Slíkir fundir eru haldnir aðra hverja viku. Forseti bæjarstjórnar fær 75 þúsund á mánuði og 50 þúsund á fund. Fyrir setu í bæjarráði eru greiddar rúmlega 100 þúsund krónur auk 20 þúsund króna fyrir hvern fund. Formaður bæjarráðs fær 151 þúsund í fasta mánaðargreiðslu. Tíu þúsund krónur eru greiddar fyrir nefndasetu auk fjórtán þúsunda fyrir hvern fund. Formenn nefnda fá tuttugu þúsund á mánuði. ■ Árni Sigfússon fær samtals 1.292.810 í laun á mánuði. Föst laun eru 1.044.626 krónur, bifreiðastyrkur nemur 169.916 krónur, önnur hlunnindi 58.035 krónur og fyrir formennsku í eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar fær hann 20.233 krónur. Akranes 6.500 íbúar ■ Föst laun bæjarfulltrúa eru 90 þúsund krónur. Forseti bæjarstjórnar fær 264 þúsund. Fyrir setu í ráði eru greiddar 147 þúsund og formennsku 181 þúsund. Fyrir setu í tveimur ráðum fá bæjarfulltrúar rúmar 200 þúsund krónur. Greiddar eru níu þúsund krónur fyrir hvern fund í nefndum bæjarins. ■ Gísli Einarsson bæjarstjóri er með 700 þúsund krónur á mánuði. Hann fær akstursgreiðslur samkvæmt akstursdagbók. Gísli á ekki sæti í bæjarstjórn. Ísafjörður 3.900 íbúar ■ Föst laun bæjarfulltrúa eru 37.500 krónur og greiddar eru rúmar 20 þúsund krónur á hvern fund. Forseti bæjarstjórnar fær 41.600 á fund. Fyrir bæjarráðsfundi eru greiddar 21 þúsund krónur og formaður bæjar- ráðs fær 41.600. Fyrir fundi í öðrum nefndum eru greiddar rúmar tíu þúsund krónur og nefndarformenn fá rúmlega tuttugu þúsund. ■ Heildarlaun Halldórs Halldórssonar eru 968.050 á mánuði. Föst laun og yfirvinna nema 805.750 krón- um, sem bæjarfulltrúi fær hann 37.500 og samtals rúmar fjörutíu þúsund fyrir bæjarstjórnarfundi. Hall- dór fær greitt fyrir notkun eigin bifreiða í starfi. Akureyri 17.500 íbúar ■ Föst laun bæjarfulltrúa eru 110 þúsund krónur. Forseti bæjarstjórnar hefur 186 þúsund. Fyrir setu í bæjarráði eru greiddar 135 þúsund krónur og formaður bæj- arráðs fær 212 þúsund. Fyrir setinn fund í nefndum bæjarins eru greiddar rúmar þrettán þúsund krónur. Formenn „stærri“ nefnda fá sextíu þúsund krónur á mánuði. ■ Heildarlaun Hermanns Jóns Tómassonar eru 1.064.642 krónur. Hann er með 634.380 krónur í mánaðalaun og fær auk þess greiddar 380.628 krónur í stjórnendaálag sem er greiðsla fyrir allt vinnuframlag sem fellur til utan dagvinnumarka. Orlof á stjórnendaálag er 49.634 þúsund. Fjarðabyggð 4.600 íbúar ■ Föst mánaðarlaun bæjarfulltrúa eru rúmar 50 þúsund krónur og greiddar eru 15 þúsund krónur fyrir hvern bæjarstjórnarfund. Forseti bæjarstjórnar fær 95 þús- und á mánuði og 31 þúsund á fund. Bæjarráðsmenn fá 15 þúsund krónur fyrir fund en formaður bæjarráðs fær tvöfalda greiðslu. Tíu þúsund krónur eru greiddar fyrir hvern fund í ráðum bæjarins. ■ Heildalaun Helgu Jónsdóttur bæjarstýru í Fjarðabyggð eru 1.004.482 krónur. Hún er ekki kjörinn fulltrúi. Árborg 7.800 íbúar ■ Fastar mánaðargreiðslur bæjarfulltrúa eru 114 þúsund krónur. Forseti bæjarstjórnar fær 191 þúsund. Fyrir setu í bæjarráði eru greiddar 38 þúsund krónur og fær formaður tvöfalda þá fjárhæð. Fyrir að sitja í „stærri“ nefndum bæjarins eru greiddar rúmar tólf þúsund krónur og 22 þúsund fyrir formennsku. ■ Heildarlaun Ragnheiðar Hergeirsdóttur eru 1.159.709 krónur. Bæjarstjóralaunin nema 969.765 krónum á mánuði og bifreiðahlunnindi eru 75.292 krónur. Ragnheiður fær að auki 114 þúsund fyrir setu í bæjar- stjórn og 31 þúsund krónur fyrir hvern bæjarstjórnar- fund. Byggt á upplýsingum frá sveitarfélögunum. LEIKJADAGUR IGI OG HR Háskólinn í Reykjavík og samtök fyrirtækja í leikjaiðnaði á Íslandi (IGI) bjóða til Leikjadags í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, Bellatrix, laugardaginn 29. maí frá kl. 14:00 – 17:00 14:00 – 14:10 Setning Erla Bjarney Árnadóttir, Gogogic, stjórnarformaður IGI 14:10 – 14:40 Umhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi Staðan í dag – Ingi Bogi Bogason, Samtökum iðnaðarins Horft til framtíðar – Ari Kristinn Jónsson, rektor HR 14:40 – 15.20 Samstarf HR og IGI Leikjaþróunarlína HR – Björn Þór Jónsson, HR Samstarfssamningur HR og IGI – Ólafur Andri Ragnarsson, Betware og HR Gervigreind í leikjum – Yngvi Björnsson, HR Vitverur í sýndarheimum – Hannes Högni Vilhjálmsson, HR 15:20 – 15:40 Hlé 15:40 – 16:40 Skemmtisögur úr leikjaiðnaði Alice og börnin í undralandi tölvuleikjanna – Rakel Sölvadóttir og Laufey Dís Ragnarsdóttir sálfræðinemar við HR Hvað er með þennan tölvuleikjaheim? – Örn Haraldsson, Mindgames Þegar piparkökur bakast – Jónas Björgvin Antonsson, Gogogic Leikjaiðnaðurinn á Íslandi – Eyjólfur Guðmundsson, CCP 16:40 – 17:00 IGI Awards – Tölvuleikjasamkeppni IGI Afhending verðlauna – Dómnefnd IGI Awards Léttar veitingar og kynningar á leikjum og fyrirtækjum Kynnir: Svana Gunnarsdóttir, Frumtaki Allir velkomnir! Aðgangur ókeypis Kynntu þér dagskrána á: www.hr.is/td SAMAN OG SUNDUR Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafa báðir setið í borgarstjórn Reykjavíkur. Björn stutt en Vilhjálmur lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.