Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 68
36 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > ELSKAR SLÚÐRIÐ Orðrómur um að tónlistarkonan Lady Gaga sé tvítóla hefur lengi verið á sveimi. Söngkonan segist þó ekkert hafa á móti orðrómnum, ólíkt mörgum öðrum. „Ég hrífst mjög af þessum orðrómi og vegna hans elska ég aðdáendur mína aðeins enn meira. Þeir koma á tónleika mína sem sýnir mér bara það að þeir eru fordómalausir, þeim er alveg sama hvers kyns ég er og það er aðdáunar- vert því fordómar eru alls staðar í dag.“ Lee DeWyze frá Illinois í Chicago bar sigur úr býtum í níundu þáttaröð American Idol. DeWyze tókst að yfir- buga feimnina í lokaþætt- inum og skjóta hinni sig- urstranglegu Crystal Bowersox ref fyrir rass. „Ég hef aldrei verið jafnhamingju- samur,“ sagði DeWyse eftir að sig- urinn var í höfn. Hann fékk í sinn hlut plötusamning og fyrsta lagið með honum verður ný útgáfa af U2-laginu Beautiful Day. „Þetta snýst ekki um að mig langi að verða stjarna og hverfa síðan af sjónarsviðinu. Mig langar að gera þetta í langan tíma og það skipt- ir mig miklu máli. Að vera trúr sjálfum mér og semja góða tón- list,“ sagði hann. Hinn 24 ára DeWyze starfaði sem aðstoðarmaður í málning- arverslun þegar hann hóf þátt- töku sína í American Idol. Þrátt fyrir augljósa sönghæfileika var honum lengi vel legið á hálsi fyrir að hafa ekki nægilegt sjálfstraust og að hann hefði ekki nógu mikla trú á að hann gæti unnið keppnina. Annað kom á daginn og DeWyze sigraði hina kraftmiklu og blús- uðu söngkonu Crystal Bowersox á úrslitakvöldinu. Dómarinn Simon Cowell hreifst alla þáttaröðina af DeW- yze og vissi allan tímann að hann gæti náð alla leið. Barðist hann meira að segja fyrir áframhald- andi þátttöku hans. „Hann vann í málningarbúð. Hann er hæfi- leikaríkur. Það hefur ekki geng- ið mikið upp hjá honum í lífinu og þessi keppni hefur gefið honum tækifæri og það finnst mér frá- bært,“ sagði Cowell áður en DeW- yze tryggði sér sigurinn. Cowell sjálfur hverfur nú af sjónarsviðinu sem dómari eftir áralanga þjónustu og mun næsta vetur stjórna bandarísku útgáf- unni af X-Factor. Hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir sig í lokaþættinum. „Ég hélt að tilfinn- ingarnar myndu ekki bera mig ofurliði en það gerðist samt,“ sagði Cowell. „Allir hafa spurt mig hver kemur í staðinn fyrir mig sem dómari. Sannleikurinn er sá að þið eruð dómararnir í þessum þætti og þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel í gegnum árin.“ freyr@frettabladid.is Lee losaði sig við feimnina SIGURINN Í HÖFN Lee DeWyze er sigurvegari níundu söngvakeppninnar Amercian Idol. NORDICPHOTOS/GETTY Gunnar Reynir Þorsteinsson, trommari í Bermúda, hefur gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist hinu hógværa nafni Nýi þjóðsöngur- inn. Lagið fjallar um íslenska bankahrunið þar sem orðið „bananalýðveldi“ er sungið á grípandi hátt í viðlaginu. „Þetta er ársgam- alt lag. Ég spilaði það óvart í partíi í Mosfells- bæ um daginn fyrir Sálarball og þetta var að hitta þvílíkt í mark,“ segir Gunni. „Það var hringt mikið í mann eftir þetta og spurt hvort maður ætlaði ekki að drífa sig að taka þetta upp.“ Hann segir að lagið hafi fyrst og fremst verið gefið út í gamni, enda sé bráðnauðsynlegt að hafa gaman af lífinu. - fb GUNNAR Í BERMÚDA Fyrsta lag Gunnars, Nýi þjóðsöngurinn, er komið út. Hljómsveitir frá Bretlandi, Banda- ríkjunum og Finnlandi hafa bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Sömuleiðis hefur pönktríó- ið sögufræga S.H. Draumur ákveð- ið að spila á hátíðinni. Þetta verður í fyrsta skipti í sautján ár sem hljóm- sveitin stígur á svið og eru tíðindin því hvalreki á fjörur íslenskra rokk- áhugamanna. Frá Bretlandi kemur poppar- inn og plötusnúðurinn Alex Metric ásamt sérstökum gesti, ungstirninu Charli XCX. Metric endurhljóðbland- aði nýverið Gorillaz-lagið Stylo og er mikils metinn í heimalandi sínu. Einn- ig kemur hingað breska þjóðlagasveit- in Tunng, gítarpoppsveitin Every- thing Everything og elektródúóið Mount Kimbie. Frá Bandaríkjunum koma Tune-Yards, indí-rokkararnir The Antlers og stuðgjafarnir Her- cules and Love Affair. Frá Finnlandi kemur síðan hljómsveitin Jaakko and Jay. Áður höfðu hljómsveitir á borð við JJ, Efterklang, Junip, Joy Formid- able, Dikta, Hjálmar og Hjaltalín boðað komu sína á hátíðina. Miðasala á Airwaves er í fullum gangi og kosta miðar 11.900 kr. Þá má nálgast á síðunni Icelandairwaves.is. 1. júlí hækkar miðaverðið og svo aftur 1. september. Hátíðin sjálf fer síðan fram dagana 13. til 17. október. - fb S.H. Draumur spilar á Airwaves ALEX METRIC Popparinn og plötusnúðurinn Alex Metric spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. MYND/DAN WILTON Stórsveit Samúels J. Samúelsson- ar spilar í kvöld á Nattjazz-hátíð- inni í Bergen í Noregi. Á meðal annarra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni eru Maria Kannegaard, Roy Hargrove, Tony Allen, Bonnie Prince Billy og norski djassarinn Nils Petter Molvaer. Nattjazz er ein stærsta djasshátíðin í Norður-Evrópu. Hún stendur yfir í ellefu daga og lýkur 5. júní. Frá stofnun hennar árið 1972 hefur komið þar fram fjöldi frægra listamanna og má þar nefna Stan Getz, Herbie Han- cock, James Brown, Van Morri- son, The Band og Macy Gray. Sammi spilar í Noregi Í NOREGI Stórsveit Samma spilar í kvöld. Með nýjan þjóðsöng LAGERSALA VINNUFATNAÐUR Siðustu dagar í dag og á morgun w w w .6 6 no rt h. is Smekkbuxur 4.000 kr. Vinnubuxur 2.000 kr. Vinnujakki loðfóðraður 4.000 kr. Vinnubuxur 2.500 kr. Tindur jakki 6.500 kr. Bómullar samfestingur 2.000 kr. Flíspeysa m/ styrkingum 2.000 kr. Smíðavesti 2.500 kr. 7 0 - 9 0 % a fs lá tt u r af v ö ld u m v ö ru m 1 5 % a fs lá tt u r af ö ll u m ö ð ru m v in nu fa tn að i Faxafeni 12: Fös. 8 – 18 I Lau. 11 – 16 Glerárgata Akureyri: Fös. 10 – 18 I Lau. 11 – 16 Miðhraun 11: Fös. 8 – 18 I Lau. 11 – 15 Með góðum vösum Með góðum vösum Marine. Fellistóll. Harðviður. Verð 7.900,- Kingsbury. Felliborð. 93x93 cm. Harðviður. Verð 24.900,- SUMAR HÚSGÖGN FELLIBORÐ 93X93 CM 24.900,- FELLISTÓLL 7.900,- © IL V A Ís la n d 2 0 10 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 s: 522 4500 www.ILVA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.