Fréttablaðið - 28.05.2010, Síða 68

Fréttablaðið - 28.05.2010, Síða 68
36 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > ELSKAR SLÚÐRIÐ Orðrómur um að tónlistarkonan Lady Gaga sé tvítóla hefur lengi verið á sveimi. Söngkonan segist þó ekkert hafa á móti orðrómnum, ólíkt mörgum öðrum. „Ég hrífst mjög af þessum orðrómi og vegna hans elska ég aðdáendur mína aðeins enn meira. Þeir koma á tónleika mína sem sýnir mér bara það að þeir eru fordómalausir, þeim er alveg sama hvers kyns ég er og það er aðdáunar- vert því fordómar eru alls staðar í dag.“ Lee DeWyze frá Illinois í Chicago bar sigur úr býtum í níundu þáttaröð American Idol. DeWyze tókst að yfir- buga feimnina í lokaþætt- inum og skjóta hinni sig- urstranglegu Crystal Bowersox ref fyrir rass. „Ég hef aldrei verið jafnhamingju- samur,“ sagði DeWyse eftir að sig- urinn var í höfn. Hann fékk í sinn hlut plötusamning og fyrsta lagið með honum verður ný útgáfa af U2-laginu Beautiful Day. „Þetta snýst ekki um að mig langi að verða stjarna og hverfa síðan af sjónarsviðinu. Mig langar að gera þetta í langan tíma og það skipt- ir mig miklu máli. Að vera trúr sjálfum mér og semja góða tón- list,“ sagði hann. Hinn 24 ára DeWyze starfaði sem aðstoðarmaður í málning- arverslun þegar hann hóf þátt- töku sína í American Idol. Þrátt fyrir augljósa sönghæfileika var honum lengi vel legið á hálsi fyrir að hafa ekki nægilegt sjálfstraust og að hann hefði ekki nógu mikla trú á að hann gæti unnið keppnina. Annað kom á daginn og DeWyze sigraði hina kraftmiklu og blús- uðu söngkonu Crystal Bowersox á úrslitakvöldinu. Dómarinn Simon Cowell hreifst alla þáttaröðina af DeW- yze og vissi allan tímann að hann gæti náð alla leið. Barðist hann meira að segja fyrir áframhald- andi þátttöku hans. „Hann vann í málningarbúð. Hann er hæfi- leikaríkur. Það hefur ekki geng- ið mikið upp hjá honum í lífinu og þessi keppni hefur gefið honum tækifæri og það finnst mér frá- bært,“ sagði Cowell áður en DeW- yze tryggði sér sigurinn. Cowell sjálfur hverfur nú af sjónarsviðinu sem dómari eftir áralanga þjónustu og mun næsta vetur stjórna bandarísku útgáf- unni af X-Factor. Hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir sig í lokaþættinum. „Ég hélt að tilfinn- ingarnar myndu ekki bera mig ofurliði en það gerðist samt,“ sagði Cowell. „Allir hafa spurt mig hver kemur í staðinn fyrir mig sem dómari. Sannleikurinn er sá að þið eruð dómararnir í þessum þætti og þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel í gegnum árin.“ freyr@frettabladid.is Lee losaði sig við feimnina SIGURINN Í HÖFN Lee DeWyze er sigurvegari níundu söngvakeppninnar Amercian Idol. NORDICPHOTOS/GETTY Gunnar Reynir Þorsteinsson, trommari í Bermúda, hefur gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist hinu hógværa nafni Nýi þjóðsöngur- inn. Lagið fjallar um íslenska bankahrunið þar sem orðið „bananalýðveldi“ er sungið á grípandi hátt í viðlaginu. „Þetta er ársgam- alt lag. Ég spilaði það óvart í partíi í Mosfells- bæ um daginn fyrir Sálarball og þetta var að hitta þvílíkt í mark,“ segir Gunni. „Það var hringt mikið í mann eftir þetta og spurt hvort maður ætlaði ekki að drífa sig að taka þetta upp.“ Hann segir að lagið hafi fyrst og fremst verið gefið út í gamni, enda sé bráðnauðsynlegt að hafa gaman af lífinu. - fb GUNNAR Í BERMÚDA Fyrsta lag Gunnars, Nýi þjóðsöngurinn, er komið út. Hljómsveitir frá Bretlandi, Banda- ríkjunum og Finnlandi hafa bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Sömuleiðis hefur pönktríó- ið sögufræga S.H. Draumur ákveð- ið að spila á hátíðinni. Þetta verður í fyrsta skipti í sautján ár sem hljóm- sveitin stígur á svið og eru tíðindin því hvalreki á fjörur íslenskra rokk- áhugamanna. Frá Bretlandi kemur poppar- inn og plötusnúðurinn Alex Metric ásamt sérstökum gesti, ungstirninu Charli XCX. Metric endurhljóðbland- aði nýverið Gorillaz-lagið Stylo og er mikils metinn í heimalandi sínu. Einn- ig kemur hingað breska þjóðlagasveit- in Tunng, gítarpoppsveitin Every- thing Everything og elektródúóið Mount Kimbie. Frá Bandaríkjunum koma Tune-Yards, indí-rokkararnir The Antlers og stuðgjafarnir Her- cules and Love Affair. Frá Finnlandi kemur síðan hljómsveitin Jaakko and Jay. Áður höfðu hljómsveitir á borð við JJ, Efterklang, Junip, Joy Formid- able, Dikta, Hjálmar og Hjaltalín boðað komu sína á hátíðina. Miðasala á Airwaves er í fullum gangi og kosta miðar 11.900 kr. Þá má nálgast á síðunni Icelandairwaves.is. 1. júlí hækkar miðaverðið og svo aftur 1. september. Hátíðin sjálf fer síðan fram dagana 13. til 17. október. - fb S.H. Draumur spilar á Airwaves ALEX METRIC Popparinn og plötusnúðurinn Alex Metric spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. MYND/DAN WILTON Stórsveit Samúels J. Samúelsson- ar spilar í kvöld á Nattjazz-hátíð- inni í Bergen í Noregi. Á meðal annarra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni eru Maria Kannegaard, Roy Hargrove, Tony Allen, Bonnie Prince Billy og norski djassarinn Nils Petter Molvaer. Nattjazz er ein stærsta djasshátíðin í Norður-Evrópu. Hún stendur yfir í ellefu daga og lýkur 5. júní. Frá stofnun hennar árið 1972 hefur komið þar fram fjöldi frægra listamanna og má þar nefna Stan Getz, Herbie Han- cock, James Brown, Van Morri- son, The Band og Macy Gray. Sammi spilar í Noregi Í NOREGI Stórsveit Samma spilar í kvöld. Með nýjan þjóðsöng LAGERSALA VINNUFATNAÐUR Siðustu dagar í dag og á morgun w w w .6 6 no rt h. is Smekkbuxur 4.000 kr. Vinnubuxur 2.000 kr. Vinnujakki loðfóðraður 4.000 kr. Vinnubuxur 2.500 kr. Tindur jakki 6.500 kr. Bómullar samfestingur 2.000 kr. Flíspeysa m/ styrkingum 2.000 kr. Smíðavesti 2.500 kr. 7 0 - 9 0 % a fs lá tt u r af v ö ld u m v ö ru m 1 5 % a fs lá tt u r af ö ll u m ö ð ru m v in nu fa tn að i Faxafeni 12: Fös. 8 – 18 I Lau. 11 – 16 Glerárgata Akureyri: Fös. 10 – 18 I Lau. 11 – 16 Miðhraun 11: Fös. 8 – 18 I Lau. 11 – 15 Með góðum vösum Með góðum vösum Marine. Fellistóll. Harðviður. Verð 7.900,- Kingsbury. Felliborð. 93x93 cm. Harðviður. Verð 24.900,- SUMAR HÚSGÖGN FELLIBORÐ 93X93 CM 24.900,- FELLISTÓLL 7.900,- © IL V A Ís la n d 2 0 10 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 s: 522 4500 www.ILVA.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.