Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 66
34 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 í kvöld Breski gamanleikurinn 39 þrep verður sýndur í Íslensku óperunni í kvöld og gefst því Faxaflóabúum tækifæri til að sjá þennan sprett- harða gamanleik sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og vakið óskiptan fögnuð þúsunda leikhús- gesta norðan heiða. Sýningar verða fáar sunnan heiða á þessu vori. > Ekki missa af … Árlegum vortónleikum kvenna- kórsins Emblu í Glerárkirkju á Akureyri og Laugarneskirkju í Reykjavík um helgina. Tónleik- arnir í Glerárkirkju verða í kvöld kl. 20 og í Laugarneskirkju á sunnudaginn kl. 16. Einsöngv- ari með kórnum er Elín Ósk Óskarsdóttir sópran. Hljóðfæra- leikarar eru Helga Kvam, harm- onium, Richard Simm, píanó og Sophie Marie Schoonjans, harpa. Sýningin Lýðveldið á eyrinni verður opnuð á morgun kl. 14 í húsnæði Gamla kaupfélagsins á Þingeyri, en það er eitt af elstu verslunarhúsum landsins, byggt árið 1874. Sýningin er hluti af stórum sýningargjörningi hóps átta myndlistar- manna. Listamennirnir sem sýna eru: Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Umfjöllunarefni sýningarinnar er sótt í ólíka afkima hins íslenska lýðveldis, tengsl okkar við menningu, náttúru og ólíkt rými sýningarstaðanna, sem gjarnan tengjast atvinnusögu þjóðarinnar. Hópurinn hefur gert víðreist og sýnt í óhefðbundnu sýningarhúsnæði svo sem í hlöðu við Mývatn, í yfirgefnum verbúðum í Ingólfsfirði á Ströndum og í húsnæði gömlu ullarverk- smiðjunnar að Álafossi. Sýningarnar standa í flestum tilfellum aðeins yfir eina helgi og hafa því yfir sér blæ gjörnings og því má líkja listamönn- unum við farandverkamenn sem stoppa stutt á hverjum stað í stöðugri leit að nýjum verkefnum. Upphaf samstarfs listamannanna má rekja til sýningarinnar Lýðveldið Ísland sem haldin var í Þrúð- vangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Á laugardaginn verður boðið upp á léttar veiting- ar og harmonikkuleik og á sunnudag verður hægt að fylgjast með listamönnunum við vinnu sína. Allir eru boðnir velkomnir. Þess má geta að sýningar- verkefnið hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða. Lýðveldið á eyrinni ANNA JÓA BÓKSÖLULISTINN Bóksölulistinn er birtur á tveggja vikna fresti og mælir sölu íslenskra bóka. Listinn er byggður á upplýsingum frá flestum bóksölum landsins, dagvöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur. Rannsóknarsetur verslunarinnnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Eftirfarandi verslanir taka þátt í gerð listans: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðin Eskja, Bókabúðin Hamraborg, Bókabúðin Iða, Bókabúð- in við höfnina (Stykkishólmi), Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup, Kaupás, N1, Office 1, Penninn - Eymundsson, Samkaup Metsölulisti 10.05.10 - 23.05.10 nr. Titill Höfundur Forlag/útgefandi 1. Hrunadans og horfið fé Styrmir Gunnarsson Veröld 2. Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Alþingi 3. Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson JPV útgáfa 4. Fyrirsætumorðin James Patterson JPV útgáfa 5. Hafmeyjan Camilla Läckberg Undirheimar 6. Sítrónur og saffran Kajsa Ingemarsson Mál og menning 7. Hálendishandbókin 2010 Páll Ásgeir Ásgeirsson Útgáfufélagið Heimur 8. Missir Guðbergur Bergsson JPV útgáfa 9. Nemesis Jo Nesbø Uppheimar 10. Friðlaus Lee Child JPV útgáfa Á morgun verður nýtt leik- og tónverk fyrir börn, Herra Pottur og ungfrú Lok, frumsýnt í Kúlunni, barnaleiksviði Þjóðleik- hússins. Sýningin er bræðingur tónlistar eftir Bohuslav Martinu frá 1927 og sögu Christhophe Garda frá 2007 sem í fyrsta sinn er sögð í sviðsuppfærslu á Íslandi fyrir tilstilli Óper- arctic félagsins. Veröld herra Potts og ungfrú- ar Loks er allt í senn spennandi, undursamleg og heillandi fyrir öll börn allt frá fjögurra ára til hundrað og fjögurra. Með hjálp sex hljóðfæraleikara, að minnsta kosti jafnmargra brúða og einn- ar sögukonu, Sólveigar Simha, er áhorfendum fylgt hönd í hönd í ævintýralegt ferðalag um hið fagra draumaland Bohuslavs litla Martinus, drengs sem sér áhöldin í eldhúsinu lifna við. Ástir herra Potts og ungfrúar Loks fara nán- ast út um þúfur vegna afbrýði- semi daðurdrósarinnar Kvarn- ar. Pörupilturinn Klútur og hinn reglufasti herra Sópur dragast inn í atburðarás sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Tónlistin segir einnig sögu, en það er saga djass, tangó, charleston og foxtrott. Leikstjóri að verkinu er Ágústa Skúladóttir, en búninga, brúður og sviðsmynd skóp Katrín Þorvalds- dóttir. Sögumaður og leikari er Sólveig Simha. Sýningardagar eru á morgun, 30. maí, 5. og 6. júní kl. 13 og 15. Ein sýning á frönsku 3. júní kl. 17. Sýningin er á dagskrá Listahátíð- ar í Reykjavík 2010 og er sam- starfsverkefni Óperarctic félags- ins og Þjóðleikhússins studd af Alliance française, Reykjavíkur- borg, Tónlistarsjóði, Barnamenn- ingarsjóði og Barnavinafélaginu Sumargjöf. Herra Pottur og ungfrú Lok er listrænt og fræðandi verk- efni fyrir börn. Það miðar að því að kynna fyrir þeim töfraheim sígildrar tónlistar og leihússins í senn. Óperarctic félagið, sem hefur það að markmiði að setja upp óhefðbundnar tónlistarsýn- ingar, vill með þessari sýningu vekja áhuga ungra hlustenda á þessu einstaka listformi sem reynir á allt í senn, rödd, líkama og hljóðfæraleik. Herra Pottur og ungfrú Lok er annað leikverk félagsins en kammeróperan Hugs- tolinn var sett upp á Listahátíð í Reykjavík 2004 og fór í leikför um Norður-Evrópu. Fyrir nokkrum árum samdi franski leikhúslistamaðurinn Christophe Garda sögu, ævin- týri fyrir börn, út frá raddskrá Bohuslavs Martinus og var verk- ið frumflutt í tónleikauppfærslu ásamt sögumanni við enduropn- un Salle Pleyel-leikhússins í París árið 2007. Sama ár tók Sólveig Simha þátt í upptökum á vegum franska útgefandans Intrada á tónaævintýrinu. Hlöðver Ellerts- son þýddi söguna á íslensku og í framhaldi af því ákvað Óperarc- tic félagið að setja verkið upp hér á landi. Sviðsuppfærsla Óperarc- tic félagsins í Þjóðleikhúsinu á sögu Garda við tónlist Martinus er sú fyrsta sinnar tegundar. Með hjálp sex hljóðfæraleik- ara, að minnsta kosti jafnmargra brúða og einnar sögukonu, Sól- veigar Simha, er áhorfandinn leiddur hönd í hönd í ævintýralegt ferðalag um hið fagra draumaland Bohuslavs litla Martinus. pbb@frettabladid.is Passar sem lok á pott LEIKLIST Brúður, saga og tónlist skapa draumaheim í Kúlunni þessa dagana. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 28. maí 2010 ➜ Tónleikar 19.00 og 22.00 Eivør Pálsdóttir heldur tvenna útgáfutónleika í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti. Einnig koma fram á tón- leikunum kvennakórinn Graduale Nobili, auk karlaradda úr kór Lang- holtskirkju og nokkrir meðlimir úr Caput- hópnum. 22.00 Hvannadals- bræður halda útgáfutón- leika á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akur- eyri. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Opnanir 20.00 Una Björk Sigurðardóttir, Katrín I. Jónsd. Hjördísard. og Greg Barret sýna málverk, skúlptúra og leirmuni á sýningu sem opnar í gall- ery Crymo að Laugavegi 41a. Opið þri-sun kl. 13-18. ➜ Sýningar Í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushús- um við Duusgötu hefur verið opnuð sýning á verkum fimm mynd- listarkvenna: Önnu Líndal, Guðrúnar Gunnarsdóttur, Hildar Bjarna- dóttur, Hrafn- hildar Arnar- dóttur og Rósu Sigrúnar Jóns- dóttur. Opið virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-17. ➜ Uppistand 20.00 Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon flytja uppistands- sýninguna Villidýr og Pólitík eftir Ricky Gervais hjá Leikfélagi Akureyrar við Hafnarstræti á Akureyri. ➜ Leikrit 20.00 Leikhópurinn CommonNon- sense sýnir verkið Af ástum manns og hrærivélar í Kassanum, sýningarrými Þjóðleikhússins við Lindagötu. Nánari upplýsingar á www.leikhusid.is. ➜ Dans 20.00 Ragnheiður S. Bjarnarson sýnir dansverkið Kyrrja í Norðurpólnum við Norðurslóð á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar á www.midi.is. 20.00 Dansverkið Bræður eftir Ástrósu Gunnarsdóttur og Láru Stef- ánsdóttur verður sýnt í Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu. Nánari upplýsingar á www.listahatid.is. DEILDARBUNGU- BRÆÐUR Á STÓRDANSLEIK Í IÐNÓ Í KVÖLD Föstudagskvöldið 28. maí. Hin goðsagnakennda hljómsveit Staðaruppbótin hitar upp ásamt háleynilegum gestum! Húsið opnar kl. 21. Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.