Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 74
42 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR
FÓTBOLTI Knattspyrnufélög á
Íslandi geta sótt um undanþágu
frá félagaskiptareglum til að fá til
sín markmann utan félagaskipta-
glugga lendi þau í markmanns-
vandræðum. Keflvíkingar sóttu
um slíka undanþágu í gær vegna
meiðsla Ómars Jóhannssonar.
Samkvæmt reglugerð 10.2 um
um félagaskipti, samninga og stöðu
leikmanna og félaga geta félög-
in fengið undanþáguna frá fram-
kvæmdastjóra KSÍ „ef rík ástæða
er til“. En hvað þýðir það?
„Það eru fordæmi fyrir þess-
um málum. Þetta gildir yfirleitt
ef báðir eða jafnvel fleiri mark-
menn eru meiddir eða í banni,“
segir framkvæmdastjórinn Þórir
Hákonarson.
Samkvæmt reglugerðinni skal
félagið „leggja fram rök-
studda greinargerð ásamt
fylgigögnum“ þegar það
sækir um undanþág-
una. En Þórir segir að
það sé alls ekki allt-
af sem félög fái und-
anþáguna, og að það sé
ekki sjálfgefið.
„Félögin leggja af
stað inn í mótið með sína
leikmannahópa sem þjálf-
arinn velur. Reglan er
aðeins til undantekninga,
menn geta ekki reiknað
með henni nema ríkar
ástæður séu til,“ segir
Þórir.
Árið 2006 kom upp
umdeilt mál þegar ÍBV
sótti um undanþágu.
Hrafn Davíðsson fór
utan í nám þegar fjór-
ar umferðir voru eftir.
Varamarkmaður var
Guðjón Magnússon,
þá 23 ára, en ÍBV fékk
ekki undanþáguna.
Viðar Elíasson,
þáverandi formaður knattspyrnu-
deildar ÍBV, sagði að KSÍ væri að
reyna að koma ÍBV úr deildinni
með því að hafna beiðni félagsins
um undanþágu. Hann fékk 30 þús-
und krónur í sekt fyrir ummælin.
Birkir Kristinsson tók fram
skóna og lék einn leik með ÍBV,
meiddist svo á æfingu og lék ekk-
ert meira það sumarið.
ÍBV vann einn leik, gerði eitt
jafntefli og tapaði tveimur leikj-
um án Hrafns en féll úr deildinni,
þremur stigum frá öruggu sæti.
Guðjón lék einn leik, gegn FH í 1-
1 jafntefli en Elías Fannar Stefn-
isson, þá sextán ára, tvo. Það var
í 4-2 tapi gegn ÍA og 2-0 sigri
á Fylki.
Síðasta sumar fékk Stjarn-
an svo Kjartan Ólafsson
að láni frá Víkingi þegar
Bjarni Þórður Halldórs-
son fór í leikbann og
Baldvin Guðmunds-
son, hinn 45 ára gamli
markmannsþjálfari,
meiddist.
„Við létum tvo af okkar
læknum skoða Baldvin til
að sannreyna meiðslin. Þá
vantaði Stjörnuna tvo af
sínum aðalmarkmönn-
um og þá fengu þeir lán-
aðan mann,“ sagði Þórir
en Kjartan fékk reynd-
ar rautt spjald í leiknum
sem hann spilaði, strax á
tíundu mínútu. Í markið
í hans stað fór hinn 16 ára
gamli Davíð Guðjónsson
sem hélt hreinu í 80. mín-
útur og var meðal annars
valinn leikmaður umferð-
arinnar af Fréttablað-
inu. - hþh
KSÍ sannreynir meiðsli með sínum eigin læknum:
Ekki sjálfgefið að
fá undanþágu
MEIDDUR Ómar er meiddur
og Keflvíkingar vilja fá annan
markmann að láni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIX
AUDDI OG SVEPPI
SAFNA MILLJÓN FYRIR
MÆÐRASTYRKSNEFND
Í KVÖLD KL. 19:35 Í OPINNI DAGSKRÁ
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR: AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
HILMIR SNÆR
Í FREYÐIBAÐI
RIKKA Í
BÍLAÞVOTTI
INGÓ TEKINN
Í GEGN
GILLZENEGGER
TUSKAÐUR TIL
FÓTBOLTI Heil umferð fór fram
í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í
gærkvöldi. Stórleikur kvöldsins
fór fram þegar efstu liðin mætt-
ust fyrir norðan en óvæntustu
úrslit kvöldsins voru í Garðabæn-
um þar sem nýliðar Hauka unnu
1-0 sigur á Stjörnunni og fögnuðu
fyrstu stigum tímabilsins. Blikar
nýttu sér líka tap Þórs/KA á móti
Íslandsmeisturum Vals og komust
upp í annað sætið með 1-0 sigri í
Vesturbænum.
Valskonur fengu á sig sitt fyrsta
mark á tímabilinu og lentu 2-1
undir á móti Þór/KA fyrir norðan
en náðu að tryggja sér 4-2 sigur og
þriggja stiga forskot á toppnum í
Pepsi-deild kvenna í fótbolta með
því að skora tvö mörk á lokamínút-
um leiksins.
Strax dró til tíðinda á 6. mínútu
leiksins þegar Dóra María Lárus-
dóttir fékk boltann fyrir utan víta-
teig eftir krafs í teig heimamanna.
Hún renndi boltanum út til hægri
á Rakel Logadóttur sem gerði sér
lítið fyrir og hamraði boltann upp
í hornið fjær, óverjandi fyrir Berg-
lindi Magnúsdóttur í marki Þórs/
KA. Valskonur voru mun sterkari
í fyrri hálfleik og réðu lögum og
lofum á vellinum.
Heimamenn komust þó betur
inn í leikinn síðustu tíu mínútur
hálfleiksins og á síðustu tveim
mínútum snéru þær leiknum.
Rakel Hönnudóttir var fyrst að
átta sig og fylgdi eftir stangar-
skoti og jafnaði metin á 43 mín-
útu. Danka Padovac átti svo ekki
í erfiðleikum með að rúlla boltan-
um í netið eftir sendingu Rakelar
Hönnudóttur.
Seinni hálfleikurinn hófst eins og
sá fyrri og á 51. mínútu náðu Vals-
konur að jafna metin þegar Kristín
Ýr Bjarnadóttir reyndist sterkust í
loftinu eftir hornspyrnu.
Síðustu 25 mínúturnar voru
síðan að mestu háðar á vallarhelm-
ingi Þórs/KA þar sem Valskonur
óðu í færum. Sóknarþungi Vals-
kvenna bar árangur á 88. mínútu
þegar Dagný Brynjarsdóttir skor-
aði eftir eina af fjölmörgum horn-
spyrnum þeirra í leiknum. Hall-
bera Guðný innsiglaði sigurinn svo
í uppbótartíma. Lokastaðan 4-2.
Dragan Stojanovic, þjálfari
Þórs var að vonum súr eftir leik-
inn: „Lokastaðan gefur ekki rétta
mynd af leiknum. Í stöðunni 2-
2 hefðum við getað skorað og þá
hefðum við kannski unnið leikinn.
Svona er fótboltinn, fáum dauða-
færi og klúðrum og fáum svo mark
í bakið.“
Freyr Alexandersson, þjálfari
Vals var hins vegar á öðru máli:
„Leikurinn spilaðist nákvæmlega
eftir leikskipulaginu. Mörkin sem
Þór/KA skorar má skrifa á ein-
beitingarleysi og óheppni. Þær eru
stórhættulegar og refsa grimmi-
lega,“ sagði Freyr sem lét marka-
hæsta leikmann deildarinna, Björk
Gunnarsdóttur, byrja á bekknum
þrátt fyrir að hún hefði skoraði í
öllum leikjum liðsins og tryggt lið-
inu 1-0 sigur á Fylki í leiknum á
undan.
Jóna Kristín Hauksdóttir tryggði
Blikum 1-0 útisigur á KR en systir
hennar hafði tryggt Blikum þrjú
stig í leiknum á undan. Þessir tveir
sigrar hafa komið Breiðabliki upp
í annað sæti deildarinnar.
Afturelding vann 1-0 sigur á
Grindavík þar sem Telma Þrast-
ardóttir skoraði sigurmarkið sex
mínútum fyrir leikslok. Þetta var
annar sigur Aftureldingar í röð en
Telma skoraði tvö mörk í 4-1 sigri
á FH í síðustu umferð.
Ashley Myers tryggði Haukum
óvæntan 1-0 útisigur á Stjörnunni
en þetta voru fyrstu stig nýliða
Hauka á þessu tímabili eftir að
þær höfðu tapað þremur fyrstu
leikjum sínum með markatölunni
1-11.
Anna Björg Björnsdóttir skoraði
tvö mörk og þær Laufey Björns-
dóttir og Rúna Sif Stefánsdóttir
voru með eitt mark hvor í 4-2 sigri
Fylkis á FH í Kaplakrika. Sigríður
Guðmundsdóttir og Guðrún Björg
Eggertsdóttir minnkuðu muninn
fyrir FH. ooj@frettabladid.is, - sa
Valskonur skoruðu tvö mörk í lokin
Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram með 4-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í gær. Jóna Kristín
Hauksdóttir tryggði Blikum 1-0 sigur á KR og þar með annað sætið en þrír leikir í umferðinni unnust 1-0.
BLIKAR Í ANNAÐ SÆTIÐ Blikinn Sandra Sif Magnúsdóttir sést hér í baráttunni við KR-
inginn Rebekku Sverrisdóttur á KR-vellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Pepsi-deild kvenna
Þór/KA-Valur 2-4
0-1 Rakel Logadóttir (6.), 1-1 Rakel Hönnudóttir
(43.), 2-1 Danka Podovac (45.), 2-2 Kristín Ýr
Bjarnadóttir (50.), 2-3 Dagný Brynjarsdóttir (88.),
2-4 Hallbera Guðný Gísladóttir (91.).
FH-Fylkir 2-4
0-1 Anna Björg Björnsdóttir (12.), 0-2 Laufey
Björnsdóttir (36.), 1-2 Sigríður Guðmundsdóttir,
víti (40.), 1-3 Rúna Sif Stefánsdóttir (64.), 2-3
Guðrún Björg Eggertsdóttir (80.), 2-4 Anna Björg
Björnsdóttir (83.)
Afturelding-Grindavík 1-0
1-0 Telma Þrastardóttir (84.)
KR-Breiðablik 0-1
0-1 Jóna Kristín Hauksdóttir (81.)
Stjarnan-Haukar 0-1
0-1 Ashley Myers.
STAÐAN Í DEILDINNI:
Valur 4 4 0 0 19-2 12
Breiðablik 4 3 0 1 7-5 9
Þór/KA 4 2 1 1 10-7 7
KR 4 2 0 2 6-3 6
Stjarnan 4 2 0 2 6-3 6
Fylkir 4 2 0 2 8-7 6
Afturelding 4 2 0 2 6-9 6
Grindavík 4 1 1 2 3-4 4
Haukar 4 1 0 3 2-11 3
FH 4 0 0 4 3-19 0
Upplýsingar um marka-
skorun eru fengnar frá
vefsíðunni fótbolti.net.
ÚRSLITIN Í GÆR
HALLBERA GÍSLA-
DÓTTIR Innsiglaði
sigur Valsliðsins í
gær og lagði upp
jöfnunarmarkið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI