Fréttablaðið - 22.06.2010, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2010 15
Ég heyrði einu sinni bandarískan mann segja frá því, að í virtum
háskóla í Bandaríkjunum hefði á
sínum tíma komið upp umræða um
óvissuþáttinn í viðskiptum. Jafnvel
yfirgripsmikil þekking á lögmálum
viðskiptalífsins bæri ekki í sér vís-
dóm um það sem framundan væri á
hverjum tíma. Og spurningin var:
Á hverju byggja forstjórar öflugra
fyrirtækja ákvarðanir sínar þegar
þeir taka áhættu í viðskiptum?
Þegar fréttist af sérstöku þingi
helstu jöfra viðskiptalífsins í næsta
fylki, vaknaði sú hugmynd að fá
að rannsaka þetta með vísindaleg-
um hætti. Skólinn hafði samband
við stjórnendur þingsins sem tóku
þessu vel. Þetta var á bernskudög-
um tölvunnar, þegar hún var stór
klumpur en ekki nett fartölva á
hvers manns borði eða símtæki
í vasa. Talsvert mál var að flytja
hana og þegar komið var á áfanga-
stað virkaði hún ekki fyrst í stað.
Haft var samband við tölvusérfæð-
ing en óvissa hvort hann kæmist í
tíma. Málið leystist. Rætt var við
þingfulltrúa sem komu víða að úr
mörgum starfsgreinum.
Niðurstaðan kom á óvart
Í ljós kom, að traust og stöndug
fyrirtæki studdust við reynslu og
þekkingu á eigin markaðssvæði, en
forstjórar stærstu og öflugustu fyr-
irtækjanna studdust undantekning-
arlítið við eigið innsæi.
Höfðu á tilfinningunni hvað var í
farvatninu og þorðu að treysta því.
Nokkur dæmi voru nefnd um slík-
ar ákvarðanir sem virtust um tíma
hafa verið feigðarflan, en síðan
gerðist eitthvað sem kallaði á þörf
fyrir þessa vöru, og stjórnandinn
sat með pálmann í höndunum.
Ekki spurt um flokkskírteini
Árið 1981 var landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins haldinn undir yfir-
skriftinni: Fyrir framtíðina.
Auk hefðbundinna nefndarstarfa
og funda var sérstakur dagskrár-
liður undir þessu heiti. Fjórir ein-
staklingar,sem tengdust atvinnulífi
og vísindum, höfðu verið fengnir til
að flytja erindi, þar sem litið var
til framtíðar varðandi tækifæri í
atvinnulífi, velferð og menningar-
málum.
Ekki var litið til flokksskírteinis
þegar þetta fólk var valið, heldur
reynslu þess, og hverrar gerðar það
var. Þetta voru ólíkir einstaklingar
og afar áhugavert og upplýsandi að
hlusta á þá.
Ég hef oft vel fyrir mér síðan,
hver vegna svona dagskrá eða sam-
bærileg er ekki á hverjum lands-
fundi, til að rífa okkur upp úr hefð-
inni og koma með nýjan vinkil í
pólitíska umræðu.
Ekki bara í Sjálfstæðisflokknum,
heldur öllum stjórnmálaflokkum.
Ég hef líka verið að hugsa um hvaða
fjóra einstaklinga ég myndi sjálf
velja í dag í slíkan dagskrárlið, og
komist að þeirri niðurstöðu að það
væri um býsna marga að ræða, en
enginn af þeim sem koma í hugann
hafa starfað í stjórnmálum.
Ísland 2010
Árið 1987 kom úr prentun víðtæk
könnun á framtíðarhorfum Íslend-
inga næsta aldarfjórðunginn, til
þess að vekja umræður um lang-
tímasjónarmið í stjórnmálum og
auðvelda fólki, fyrirtækjum og
stjórnvöldum að móta stefnu til
langs tíma. Heftið er grænt og heit-
ir, Gróandi þjóðlíf. Yfirfyrirsögn á
forsíðu er: ÍSLAND 2010.
Í formála segir meðal annars:
„Hér á landi eru fyrirsjáanlegar
miklar breytingar á aldursskipt-
ingu mannfjöldans, sem hafa víð-
tæk áhrif á félagsmál og efna-
hagsmál, útgjöld hins opinbera og
þjóðfélagið allt,“ en fram kemur
jafnframt að það verði fyrst fund-
ið fyrir því árið 2010.
Margt er áhugavert í þessu hefti
og kunnuglegt. Til dæmis að lífs-
stíll og umhverfisáhrif verði veiga-
mestu áhrifavaldar um heilsufar í
framtíðinni, einstaklingar hafi
aldrei ráðið jafnmiklu um eigið
heilsufar, og að heilsufar jarðarbúa
verði innbyrðis tengdara en áður.
Þetta eru allt sjálfsagðir hlutir í
dag, en hafa ekki alltaf verið það.
Á öllum tímum velta menn fyrir
sér framtíðinni, og auðvitað ræðst
hún mest af því sem gert er í dag.
En það verður að segjast eins og er,
að ráðandi öfl í landinu eru nær því
að vera blaktandi tíra en bjart leið-
arljós fyrir fólkið í landinu.
Í öllum stjórnmálaflokkum er
viðvarandi ágreiningur. Og hver
hefur áhuga á fóstri hjá foreldr-
um sem rífast og slást á almanna-
færi og rægja hvort annað, meðan
leirinn er óþveginn í vaskinum og
þvotturinn liggur óhreinn út um
allt.
Fyrir framtíðina
Jónína
Michaelsdóttir
blaðamaður
Í DAG
Á öllum tímum velta menn fyrir sér
framtíðinni, og auðvitað ræðst hún mest
að því sem gert er í dag. En það verður að
segjast eins og er, að ráðandi öfl í land-
inu eru nær því að vera blaktandi tíra en
bjart leiðarljós fyrir fólkið í landinu.
Grein Helga Hjörvars alþingis-manns, sem birtist í Fréttablað-
inu 15. júní sl. snýst um skuldaleið-
réttingu húsnæðislána almennings.
Frá því snemma árið 2008 hefur
hagur hins almenna íbúðareiganda
versnað til muna eins og alþjóð veit.
Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun
2008 nemur tæpum 30 prósentum
með tilheyrandi hækkun íbúðar-
lána svo ekki sé minnst á rýrnun
kaupmáttar venjulegs fólks.
Helgi færir rök fyrir því að um
100 milljarða króna svigrúm hafi
skapast hjá stjórnvöldum til að
leiðrétta húsnæðisskuldir. Bendir
hann á aukið svigrúm bankanna til
afskrifta og ávinning ríkissjóðs og
lífeyrissjóðanna af sk. Avens-samn-
ingi sem nýlega var gerður milli
Seðlabanka Íslands og Seðlabanka
Lúxemborgar. Kjarninn í greininni
er sá að án almennra afskrifta er
aðallega komið til móts við þá sem
voru hvað duglegastir að skuldsetja
sig á undanförnum árum.
Viðbrögð forsætisráðherra við
greininni valda vonbrigðum. Hún
telur þörf á að koma [„…til móts
við þá verst stöddu og gætu sumir
fengið allt að 90 prósent niðurfell-
ingu skulda.“]
Vissulega þarf að koma til móts
við stórskuldara en hvað með þann
mikla fjölda fólks sem hefur sýnt
ráðdeild og tók lán af varfærni?
Skilaboð stjórnvalda til almenn-
ings eru þau að aðeins verði komið
til móts við allra skuldsettustu ein-
staklingana. Hinir geta átt sig.
Hversu lengi ber manni að borga
greiðsluseðlana án þess að sjáist
högg á vatni? Þótt höfuðstóllinn á
verðtryggðum lánum lækki hægt
og rólega hefur „skuld samtals með
verðbótum“ gert fátt annað en að
hækka undanfarin ár þökk sé verð-
bólgunni og verðtryggingunni. Það
virðist stoða lítt að greiða aukalega
inn á höfuðstólinn því lánin eru
eins og botnlaus hít í því árferði
sem nú er.
Að mínu mati snýst málið um
að stjórnvöld sýni viðleitni til að
leiðrétta stökkbreytt íbúðarlán.
Almennar afskriftir upp á 20 pró-
sent sem hafa verið viðraðar má
telja óraunhæfar en hvað með
10 prósent með 5 milljón króna
afsláttarþaki? Ekki yrði um nein-
ar töfralausnir að ræða en eins og
áður sagði snýst þetta um viðleitni
stjórnvalda til almennra afskrifta.
Svigrúmið telur Helgi Hjörvar vera
til staðar. Hvort nýgenginn dómur
Hæstaréttar um ólögmæti gengis-
tryggðra lána hefur áhrif á stöðu
þeirra sem eru með verðtryggð
húsnæðislán á bakinu skal ósagt
látið.
Hver eru skilaboð stjórnvalda?
Auglýsing um umsóknir um úthlutun
losunarheimilda skv. lögum um losun
gróðurhúsalofttegunda nr. 65/2007.
Úthlutunarnefnd losunarheimilda, sem skipuð er af
umhverfi sráðherra og starfar skv. lögum nr. 65/2007
um losun gróðurhúsalofttegunda auglýsir hér með eftir
umsóknum um losunarheimildir frá atvinnurekstri sem
uppfyllir ákvæði laganna og hyggjast hefja eða auka
starfsemi sína fyri árslok 2012.
Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um losun gróðurhúsa-
lofttegunda skal atvinnurekstur sem fellur undir 7. gr.
laganna sækja um úthlutun á losunarheimildum til
Umhverfi sstofnunar eigi síðar en 9 mánuðum áður en
fyrirhuguð starfsemi hefst.
Umsókn skal uppfylla kröfur 8. gr. laga um losun
gróðurhúsaloftegunda og skal m.a. staða undirbúnings
viðkomandi atvinnurekstrar koma fram með skýrum hætti.
Í þessu felst að gera skal grein fyrir hvort afl að hafa verið
leyfa fyrir atvinnurekstrinum og þá hvaða leyfa hafi verið
afl að og sem afl a þarf lögum samkvæmt, eða þeim áföngum
sem náðst hafa í öfl un þeirra, öfl un orku fyrir reksturinn og
öðrum þáttum sem skýrt geta stöðu undirbúningsins.
Samkvæmt ákvörðun 14/CP.7 við Kyoto bókunina
þarf að koma fram hvernig starfsemin uppfyllir skilyrði
hennar, einkum um notkun endurnýjanlegrar orku og bestu
fáanlegrar tækni vegna atvinnurekstursins.
Umsóknum og viðbótarupplýsingum skal skilað til
Umhverfi sstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykja-
vík, eigi síðar en 16. júlí 2010 og er umsóknargjald
kr. 250.000.
Úthlutunarnefnd losunarheimilda
21. júní 2010
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg
vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki.
Þannig á banki að vera.
Netgreiðsluþjónusta
Gjaldeyrisreikningar
Sparnaðarreikningar
Yfirdráttur
Debetkort
Launareikningur
Kreditkort
Netbanki
Viltu gerast viðskiptavinur
elsta starfandi banka á Íslandi?
Við sjáum um það fyrir þig.
Sigríður Einarsdóttir
útibússtjóri Ármúla
Skuldaleiðréttingar
Haukur
Claessen
stjórnmálafræðingur