Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 10

Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 10
10 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FÓLK Yfir hundrað nemendur frá Evrópu, Norður-Ameríku og Hong Kong læra nú íslensku hjá Háskóla- setrinu á Vestfjörðum. Þetta er í þriðja skiptið sem námskeiðið er haldið. Flestir nemendanna eru á leið í háskólanám hér á landi í haust og eru hér á Erasmus eða Nordplus skiptinemastyrkjum. Aðrir eru hér á eigin vegum, og nokkrir eru að hefja nám í haf- og strandsvæða- stjórnun við Háskólasetrið í haust. Frá þessu er greint á heimasíðu Háskólasetursins. Stærstur hluti nemendanna gistir á Núpi í Dýra- firði meðan námskeiðið stendur yfir, í þrjár vikur. Á námskeiðinu fá nemendurn- ir alhliða þjálfun í íslensku með fjölbreyttum og nútímalegum kennsluaðferðum. Mikil áhersla er lögð á samskiptafærni, svo nem- endurnir geti notað tungumálið í daglegu lífi, að sögn Heiðrúnar Tryggvadóttur, verkefnastjóra hjá Háskólasetrinu. Þess vegna er bekkjarvinna, hópavinna og vett- vangsvinna sameinuð í kennsl- unni. Til þess að nemendurnir kynnist íslenskri menningu og samfélagi er einnig boðið upp á valnámskeið, allt frá dansi og kórsöng og yfir í málfræði og sögu. - þeb Erlendir stúdentar á námskeiði sem Háskólasetur Vestfjarða heldur í þriðja sinn: Yfir eitt hundrað læra íslensku VERSLUN Verslunarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu stækkaði um tæpa sextíu þúsund fermetra frá árinu 2008 til 2009, sem jafngild- ir 7,9 prósenta stækkun. Þetta kemur fram í nýútkominni Árbók verslunarinnar. Heildarfermetrafjöldinn á höf- uðborgarsvæðinu var 816.408 fermetrar í fyrra. Því voru fjór- ir fermetrar af verslunarhúsnæði fyrir hvern íbúa svæðisins. Með- alverðið á fermetrann var rúmar 212 þúsund krónur. Á landinu öllu voru 1.157.922 fermetrar verslunarhúsnæðis í lok síðasta árs, sem var 6,6 pró- senta aukning frá árinu 2008. Meðalverðið á fermetra utan höf- uðborgarsvæðisins var rúmar 70 þúsund krónur. Verslunarrými hefur aukist mun hraðar á höfuðborgarsvæð- inu en annars staðar undanfarin ár. Frá árinu 1999 til ársins 2009 jókst rými á höfuðborgarsvæðinu um 78,3 prósent. Á öllu landinu hefur það aukist um 71,8 prósent á þessum áratug. Þá er töluvert um óklárað versl- unarhúsnæði, sem ekki er búist við að klárist og fari í notkun á næstunni. Á síðasta ári var 120 þúsund fermetra verslunarrými ýmist skráð í byggingu eða með byggingaleyfi. - þeb Fermetrafjöldi verslunarhúsnæðis eykst langhraðast á höfuðborgarsvæðinu: Sextíu þúsund nýir fermetrar í fyrra HÁSKÓLASETRIÐ Yfir hundrað manns læra íslensku í setrinu næstu þrjár vikurnar. GLERÁRTORG Verslunarrými jókst minna á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN, AP Frá 23. apríl fram í ágústbyrjun láku nærri fimm milljónir tunna af olíu út í Mexíkó- flóa. Í gær gáfu bandarísk stjórn- völd út þá tilkynningu að fjórðung- ur þeirrar olíu væri enn í hafinu, en 75 prósent hafi ýmist verið hreinsuð upp, brennd, gufað upp í andrúmsloftið eða brotnað niður í hafinu. Heildarmagn lekans er tuttugu sinnum meira en það sem lak út í hafið út af strönd Alaska þegar olíuskipið Exxon Valdez strand- aði þar árið 1989. Enn er í hafinu fimmfalt það magn sem lak úr Exxon Valdez á sínum tíma. Það var ekki fyrr en nú í byrj- un vikunnar sem breska olíufyr- irtækið BP taldi sig hafa komist fyrir lekann að fullu. Tjónið er gríðarlegt, þótt vissulega hafi tek- ist að koma í veg fyrir að það yrði enn verra. Bæði yfirmenn olíufélagsins BP og Bandaríkjastjórn hafa orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir hæga- gang og vandræðagang í glímunni við þennan mesta olíuleka sögunn- ar. Framan af var minna gert úr vandanum en efni stóðu til, auk þess sem sigri var oftar en einu sinni fagnað áður en ástæða var til. Enn er ekki útséð um hvort tek- ist hefur að stöðva lekann endan- lega. Það verður ekki ljóst fyrr en eftir nokkrar vikur, þegar leðju verður dælt niður í olíubrunninn og síðan steypt yfir allt saman. Þá verður einnig lokið við að bora nýjan brunn niður í gömlu borhol- una, svo hægt verði að ganga úr skugga um hvernig til hefur tek- ist. Engin leið er heldur til að segja hvenær lokið verður við að hreinsa olíuna úr hafinu eða hve miklu tjóni hún á eftir að valda meðan hún er þar enn á sveimi. „Enn eru bátar þarna úti á hverj- um degi með fólk að störfum. Skjaldbökur finnast þaktar olíu og gras finnst á ströndinni með olíu,“ segir Randy Boggs, skipstjóri á ferju. Hann segist eiga erfitt með að trúa yfirlýsingum BP um að lek- inn hafi verið stöðvaður. „Enn eru milljónir punda af tjörukleprum og olíu á hafsbotni.“ Lekinn hófst þegar olíuborpall- urinn Deepwater Horizon sökk þann 23. apríl síðastliðinn. Þrem- ur dögum fyrr hafði orðið spreng- ing í pallinum með þeim afleiðing- um að ellefu starfsmenn létu lífið. gudsteinn@frettabladid.is Bera ábyrgð á mesta olíuleka sögunnar Breska olíufyrirtækið BP segist loks hafa náð að stöðva olíulekann í Mexíkó- flóa, meira en þremur mánuðum eftir að hann hófst. Nærri fimm milljónir tunna af olíu hafa lekið út í hafið. Fjórðungur þess magns veldur enn tjóni. OLÍUBORPALLURINN Í MEXÍKÓFLÓA Bæði yfirmenn BP og Bandaríkjastjórn hafa orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir hægagang í glímunni við olíulekann. NORDICPHOTOS/AFP HAITI, AP Hip hop-tónlistarmað- urinn Wyclef Jean hyggst bjóða sig fram til forseta Haítí. Haft er eftir bróður Jean að honum sé full alvara með framboðinu og að hann geri sér fullkomlega grein fyrir því hve erfitt hlutskipti næsta forseta verður. Jean er fæddur í Port-au- Prince á Haítí en ólst upp í Brooklyn í New York í Bandaríkj- unum. Hann er þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Fugees sem var einkar vinsæl á 10. áratug síðustu aldar. Nýr forseti Haítí verður kjör- inn í nóvember en aðstæður í landinu eru mjög erfiðar eftir að jarðskjálfti reið yfir í janúar og varð 300.000 manns að bana. - mþl Kjósa forseta á Haíti í haust: Hip Hoppari í forsetaframboð WYCLEF JEAN Búist er við að Jean til- kynni framboð sitt formlega á fimmtu- dag en vafi er á því hvort hann hafi kjörgengi þar sem hann hefur lengst af búið í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lögðu hald á ólöglegt net Lögreglan á Vestfjörðum og Fiskistofa lögðu hald á ólöglegt net í eftirlitsferð sinni um Ísafjarðardjúp í síðustu viku. Stofnanirnar hafa eftirlit með ólögleg- um netalögnum í sjó. LÖGREGLUFRÉTTIR ÞÝSKALAND, AP Þjóðverjar ráðgera að fimmtungur af allri orkunotk- un þeirra verði frá endurnýjan- legum orkugjöfum árið 2020. Með því myndi hlutdeild endurnýj- anlegra orkugjafa tvöfaldast á næsta áratug. Norbert Roettgen umhverfis- ráðherra upplýsti á fundi í gær að vöxtur „hreinnar tækni“ í orkuiðnaði, svo sem vind- og sól- arorku, auk lífræns eldsneytis, verði meiri en spár hafa gert ráð fyrir þannig að farið verði fram úr áætlunum stjórnvalda um að 18 prósent orkunnar verði endurnýt- anleg árið 2020. - óká Orkuspá Þjóðverja breytist: Tvöfalda hreina orku á áratug RISAVINDMYLLA Skip siglir fram hjá vindmyllu í Norðursjó. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÆNLAND Ísbjörn réðst á danskan fornleifafræðing sem var að störf- um á Norðaustur-Grænlandi um helgina. Björninn náði að bíta manninn á nokkrum stöðum áður en félaga mannsins tókst að fella björninn. Björninn var kominn allnærri vís- indamönnunum þegar þeir reyndu að fæla hann frá sér. Það tókst ekki heldur réðst björninn til atlögu við annan manninn. Vísindamennirn- ir prísa sig sæla að um var að ræða ungt dýr og ekki fullvaxið. Bannað er að skjóta hvítabirni á Grænlandi svo vísindamennirnir hafa þurft að færa sönnur á að um nauðvörn hafi verið að ræða. - ss Hvítabjörn beit vísindamann: Skutu ísbjörn í nauðvörn FÉLAGSMÁL „Áfram veginn 2010“, upplýsingarit fyrir eldri borgara um almannatryggingar, er komið á vef Tryggingastofnunar, www.tr.is og vef Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is. Í tilkynningu Tryggingastofnun- ar kemur fram að í ritinu sé leitast við að svara helstu spurningum um lífeyristryggingar og sjúkra- tryggingar, sem upp koma við upphaf töku ellilífeyris og þegar sækja þarf heilbrigðisþjónustu. Áfram veginn hefur komið út árlega frá árinu 1999. - óká Eldri borgarar upplýstir: Áfram veginn komið á vefinn BRÚÐHJÓN Í GOSBRUNNI Hitabylgjan í Rússlandi framkallar stundum óvenju- lega hegðun. Þessi brúðhjón tóku til dæmis upp á því að vaða í gosbrunni í Moskvu þegar hitinn var hvað mestur. NORDICPHOTOS/AFP DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN? Ef þú kaupir Homeblest 300 g kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 6 x 50.000 kr. úttektir 30 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Er glaðningur í pakkanum þínum? E N N E M M / S IA / N M 4 0 4 8 1 Útivistarleikur Homeblest

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.