Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 26

Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 26
 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Ég tæki þetta ekki að mér nema mér litist vel á. Mér finnt mér sýndur mik- ill heiður og sómi að hafa verið boðið þetta starf og lít á það sem áskorun,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Hilmar Oddsson, sem hefur verið ráðinn rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Hilmar leysir þar með af hólmi Böðv- ar Bjarka Pétursson, sem hefur haldið um stjórnartaumana í skólanum und- anfarin ár, en Kristín Jóhannesdótt- ir og Ásdís Thoroddsen voru starfandi skólameistarar um tíma. „Þetta er gert í samræmi við niðurstöðu úttektar sem menntamála- og fjármálaráðuneytin létu gera á starfsemi skólans í samstarfi við eigendur hans, þar sem fram kom að skilja þyrfti á milli stjórnar skólans og eigendanna, eins og þeim var sjálfum orðið ljóst. Þannig að leit hófst að manni sem gæti tekið að sér starf rektors við skólann, hefði reynslu af kennslu í kvik- myndagerð og hefði starfað innan grein- arinnar án þess að vera mjög umdeildur. Sá maður reyndist á endanum vera ég,“ útskýrir Hilmar og hlær. Hilmar hefur þó áður komið að starf- semi Kvikmyndaskóla Íslands, þar sem hann hefur kennt einstaka nám- skeið með hléum síðastliðin fimmtán ár. „Ég hef bæði kennt þar og við Lista- háskóla Íslands og finnst kennslan mjög skemmtileg, bæði er hún gefandi og svo heldur það manni á tánum að starfa með ungu fólki,“ segir hann og bætir bros- andi við að staða rektors verði líklega fyrsta launþegastarfið sem hann taki að sér frá því hann lauk námi í leikstjórn árið 1985. „Stuttu eftir útskrift frum- sýndi ég mína fyrstu kvikmynd, Eins og skepnan deyr, og hef verið verktaki að heita má allar götur síðan. Þannig að ég er loks orðinn launþegi á gamalsaldri.“ En ætlar hinn nýráðni rektor að leggja kvikmyndagerðina á hilluna? „Nei, aldrei. Þessar tvær klukkustund- ir sem maður hefur á sólarhring til að hugsa mun ég áfram nota til að vinna að ýmsum verkefnum og er nú með þrjár myndir á teikniborðinu. Ein er upp úr handriti Ólafs Gunnarssonar og kallast Vetrarferðin, önnur byggist á nýju hand- riti Páls Kristins Pálssonar, sem skrif- aði handritið að Desember og um þá þriðju er ég ekki tilbúinn að ræða enn sem komið er. Þannig að ég mun reyna að finna leið til að settla málin milli leik- stjórans og rektors, sem er það mest spennandi starf sem hefði verið hægt að bjóða mér utan sjálfrar kvikmynda- gerðarinnar,“ segir hann. Hilmar segir ýmsar fyrirhugaðar breytingar á starfsemi skólans sem hann vonast til að ná að fylgja eftir. „Skólaum- hverfi er náttúrulega vettvangur sem er í stöðugri endurskoðun og kvikmynda- skólinn hefur tekið miklum framförum frá því að fyrsta námskeiðið var haldið 1992, tveggja mánaða kúrs er nú orðinn að tveggja ára metnaðarfullu námi. Það er ekkert launungarmál að við stefnum að því að bjóða upp á nám á háskólastigi, að breyta tveggja ára diplómanáminu í þriggja ára BA-nám í samstarfi við einn háskólanna og vonandi næst samstaða um slíkt samstarf. Í annan stað vilj- um við bæta alþjóðadeild við þær fimm deildir sem fyrir eru eins og tíðkast víða erlendis. Kennt yrði á ensku þannig að erlendir nemendur þyrftu ekki að setja kunnáttuleysi í íslensku fyrir sig.“ Að sögn Hilmars munu menn brátt sjá að nýr maður er í brúnni. „Ég ætla að láta til mín taka en læra af hinum sem fyrir eru, bæði Böðvari Bjarka sem verður mér innan handar fram að ára- mótum og öðru starfsfólki skólans, sem er allt fagfólk fram í fingurgóma. Svo mun ég leggja upp úr því að skapa gott samband við bransann, sem er mikil- vægt þar sem skólinn er auðvitað hluti af íslenskri kvikmyndagerð og ég vil að tengslin aukist og skerpist báðum til hagsbóta.“ roald@frettabladid.is HILMAR ODDSSON: RÁÐINN REKTOR KVIKMYNDASKÓLA ÍSLANDS Loksins orðinn launþegi Í NÝJU STARFI „Ég ætla að láta til mín taka en læra af hinum sem fyrir eru,“ segir Hilmar Odds- son, nýráðinn rektor við Kvikmyndaskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÓSA INGÓLFSDÓTTIR ER 63 ÁRA. „Þær [þulurnar] hafa verið vinir okkar í gegnum tíðina og bjargað ófáum mannslíf- um einmana fólks úti í bæ.“ Leikkonan Rósa Ingólfsdótt- ir hefur farið með hlutverk í myndum á borð við Skila- boð til Söndru og Veggfóð- ur – erótísk ástarsaga. Hún er jafnframt ein þekktasta og eftirminnilegasta þula sem hefur starfað á RÚV. Ævisaga Rósu, Rósumál, kom út 1992. Kertum var fleytt á Reykjavíkurtjörn á þessum degi árið 1985 til að minnast þess að fjörutíu ár voru þá liðin síðan kjarnorkusprengju var varpað á borgina Hiroshima. Harry S. Truman, þáverandi Banda- ríkjaforseti, fyrirskipaði kjarnorkuárás- irnar á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki til að binda enda á seinni heimsstyrjöldina árið 1945. Þjóðverjar, og Sovétmenn, höfðu gefist upp fyrir bandamönnum snemma í maí það ár. Þegar komið var fram í ágúst geisaði enn stríð í Kyrrahafinu milli Bandaríkjanna og Japana og sá Truman þá ekki annað í stöðunni en að fyrirskipa að kjarnorkusprengjum væri varpað á Hiroshima þann 6. ágúst, og á Nagasaki 9. ágúst. Spreningarnar og geislun frá þeim felldu 210.000 manns fyrir árslok. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 5. ÁGÚST 1985 Árásar á Hiroshima minnst Ástkær móðir mín og amma okkar, Sigríður Tómasdóttir (Góa) Grænuhlíð 26, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 28. júlí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju 6. ágúst kl. 13. Eva Sóley Sigurðardóttir Gígja Sigríður Guðjónsdóttir Karítas Sveina Guðjónsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fóstri, afi og langafi, Valgarður Lyngdal Jónsson, fyrrv. bóndi Eystra-Miðfelli, lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sunnudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðný Ingibjörg Þorvaldsdóttir Þorvaldur Valgarðsson Valgerður Gísladóttir Jón Valgarðsson Heiðrún Sveinbjörnsdóttir Jónína Erla Valgarðsdóttir Elín Valgarðsdóttir Bjarni Steinarsson Valdís Inga Valgarðsdóttir Sæmundur Víglundsson Jóhanna Guðrún Valgarðsdóttir Bragi Guðmundsson Kristmundur Valgarðsson Böðvar Þorvaldsson Þórunn Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Rósfríður Eiðsdóttir Helgamagrastræti 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi föstudaginn 30. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudag- inn 11. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Helgi Ásgrímsson Kristrún Þórhallsdóttir Þorvaldur Hallsson Valgeir Sverrisson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jónína Jónsdóttir frá Gemlufalli, áður til heimilis Safamýri 51, Reykjavík, lést þann 2. ágúst. Útför verður gerð frá Háteigskirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 13.00. Þökkum starfsfólki deildar 1 B á Eir fyrir góða umönnun undanfarin ár. Sigríður Pétursdóttir Jan Overmeer Jón Ágúst Pétursson Hólmfríður Helga Þórsdóttir Ólafur Pétursson Anna M.Þ. Ólafsdóttir Kristín Pétursdóttir Þröstur Harðarson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Sigtryggsdóttir Árskógum 6, Reykjavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 30. júlí verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. ágúst kl. 15. Lína Þórðardóttir Jonsson Sigurður Jónsson Jófríður Halldórsdóttir Áslaug Jónsdóttir Róbert Melax Ágústa Jónsdóttir Helgi Baldvinsson Steingrímur Jónsson Ásta Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Guðfinna Elentínusdóttir (Gógó) Kirkjubraut 19, Seltjarnarnesi, lést föstudaginn 30. júlí á Landspítalanum v/ Hringbraut. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 9. ágúst kl. 15. Lúðvík Jónsson Hörður Lúðvíksson Þórkatla Aðalsteinsdóttir Gunnar Lúðvíksson Gréta María Birgisdóttir Erna Lúðvíksdóttir Erwin Glauser Helga Lúðvíksdóttir Arnar H. Halldórsson ömmubörn og langömmubörn. Eiginmaður minn, Einar Einarsson vélstjóri, Stuðlaseli 31, 109 Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 29. júlí. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 9. ágúst kl. 15. Margrét Sigurðardóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.