Fréttablaðið - 05.08.2010, Síða 31

Fréttablaðið - 05.08.2010, Síða 31
FIMMTUDAGUR 5. ágúst 2010 Á hverju einasta ári þegar sumar nálgast fyllast frönsku „kvennablöðin“ af megrunarkúrum og ýmsum fegrunarleiðbeiningum sem eiga að gjörbreyta líkam- anum fyrir sumarfríið á strönd- inni. Einkennilegt en minna fer af sögum um árangur af kúrunum. Í sumar er þó nýtt umfjöllunarefni í tímaritunum heldur áhugaverð- ara, tengt ávöxtum og áhrifum þeirra almennt á líkamann. Suðrænir, litríkir ávextir eru sem sælgæti fyrir okkur Íslend- inga vana því norður á hjara ver- aldar að lítið vaxi. En litur ávaxt- anna hefur tilgang, til dæmis þeir rauðu, bleiku eða gulrauðu. Litn- um og jafnvel ilminum er nefni- lega ætlað að draga að fugla og dýr sem borða ávextina og dreifa þannig fræjunum svo ný tré vaxi. Ávextirnir innihalda bæði nátt- úrulega sólarvörn og andoxun- arefni þar sem þeir þurfa bæði að þola sól og veðrabreytingar svo þeir haldist ferskir fram að fullum þroska. Þessir eiginleik- ar geta nýst mannskepnunni. Auðvitað í daglegri fæðu okkar en nú reyna snyrtivöruframleið- endur að nýta þessa eiginleika ávaxtanna í ýmsar snyrtivörur eins og rakakrem fyrir andlitið, krem fyrir líkamann og alls kyns maska og svo einnig hársnyrti- vörur. Þessir mismunandi eig- inleikar ávaxtanna og reyndar grænmetis líka eiga með þessum snyrtivörum að hafa hin ýmsu jákvæðu áhrif á líkamann, svo sem á hrukkumyndum, sólarvörn og fleira. Eplatré inniheldur ýmis andox- unarefni sem einnig er að finna í sjálfu eplinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að eplavörur og krem eru ofarlega á blaði hjá þeim sem framleiða snyrtivör- ur úr ávöxtum og er t.d. notað af frönsku snyrtivöruframleiðend- unum Yves Rocher og l´Occitane. Oft hefur verið talað um að gul- rætur séu góðar fyrir húðina og eigi að búa hana undir sólböð en nú segja fræðingar að tómatar séu miklu betri og allt að tíu sinn- um öflugri en gulrætur. Nú er því hægt að taka inn tómatatöfl- ur (Innéov) áður en farið er í frí en einnig hefur Garania nú tekist að varðveita viðkæma eiginleika tómatanna í kremi. Ólífuolía er einstaklega rík af ómegafitusýr- um, 3, 6 og 9 sem bæta litaraft húðarinnar. Vínber vinna gegn ellimörkum og áfram mætti telja. Auðvitað eru allar þessar vörur enn betri ef þær eru unnar úr lífrænt ræktuðum afurðum sem hafa vaxið í ómenguðum jarð- vegi og það sama á sjálfsagt við þá ávexti sem við leggjum okkur til munns. Ávaxtasnyrtivörurnar hafa þann kost að auki að nánast eng- inn fær af þeim ofnæmi sem er þó sífellt algengara með hefbundn- ar snyrtivörur. Hins vegar fer engum sögum af vísindalegum rannsóknum á ávaxtayngingar- meðulunum en það sakar kannski ekki að reyna. bergb75@free.fr Paradískir ávextir, tómatar með sólarvörn og eilífur æskublómi ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Frægðin gerir það að verkum að stjörnur þurfa að standast kröfur um ytra útlit. Leik- og söngkonan Jennifer Hudson er þekkt fyrir sínar ávölu línur og íturvaxinn barm en hefur á síðustu mánuðum lagt mikið af eins og greint er frá í tímaritinu InStyle. Þar segir að Hudson hafi farið úr fatastærðinni 16 niður í 6. Mikið hefur verið að gera hjá Hud- son undanfar- ið. Hún hefur hlotið mikl- ar vinsæld- ir bæði fyrir leik og söng en auk þess er hún nýlega orðin móðir og hyggur nú á brúðkaup. Jennifer segist þó aldrei ætla að vera horuð auk þess sem unnusti hennar David reyni að freista henn- ar með kræsing- um þar sem honum þyki barmurinn hafa minnkað fram úr hófi. Hudson aðeins hálf JENNIFER HUDSON HEFUR HRIST AF SÉR FJÖLDAMÖRG KÍLÓ Á SÍÐUSTU MÁNUÐUM. Hudson í júní í fyrra. Kung Fu fyrir krakka á þriðjud. og fi mmtud. kl. 13.00 Frábært úrval Allt það nýjasta frá London, París, Amsterdam og Milano. Haustvörurnar komnar Lín Design - gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 - Sími 533 2220 - www.lindesign.is ÚTSALAN ER HAFIN 10-50% afsláttur Útsalan er einnig í vefverslun www.lindesign.is Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.