Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 37

Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 37
bifhjól ●FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 5 ● ÖRYGGIÐ SKIPT- IR MÁLI Baksýnisspegl- ar eru nauðsynleg öryggistól á vesp um, þó vissulega megi of- gera þeim líkt og maðurinn á meðfylgjandi mynd. Hjálmurinn er vissulega ómissandi öryggisbúnaður en einnig þarf að passa að klæða sig rétt enda ekki gott að detta á malbik í þunnum buxum. ● KEMST ÚT UM ALLT Einn af stærstu kostum vesp unnar er smæð hennar. Hún kemst um öll skúmaskot, getur skotist á milli bíla, í þröng- um húsasundum og mjóa stíga. Þá er lítið sem ekkert mál að finna stæði fyrir slíka smápísl. Hentar það sérlega vel í mið- bænum þar sem bílastæði eru af skornum skammti. ● SKEMMTILEGUR FERÐAMÁTI Víða í Evrópu má leigja sér bifhjól og vespur. Slíkt er ljómandi kostur fyrir þá sem vilja skoða sitt nánasta um- hverfi á þægilegan máta. Bif- hjólin komast víða þar sem bílar komast ekki, auk þess sem það er hressandi að finna vindinn leika um andlitið á ferð um sól- ríkar borgir og sveitir. ● ÓLÍKAR BIRTINGARMYNDIR VESP UNN- AR Vespur hafa orðið mönnum uppspretta snið- ugra hugmynda. Þannig hafa menn leik- ið sér að því að búa til leikföng á borð við rugguhesta í líki vespu. Einnig hafa verið smíðaðar vespur úr viði sem þó fer ekki sögum af hvort hægt sé að nota á götum úti. Lengd- ar vesp ur með sæti fyrir tvo eru einnig skemmtileg útfærsla af hinu klassíska farartæki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.