Fréttablaðið - 05.08.2010, Side 38

Fréttablaðið - 05.08.2010, Side 38
 5. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR HEKLA hf. tók við Piaggio umboðinu fyrir skömmu og segir Sigurður Kr. Björnsson markaðsstjóri HEKLU það skemmtilega viðbót við starfsemina, en HEKLA hf. er eitt af elstu og stærstu bílaum- boðum landsins. „Við bjóðum nú aðallega Vespu í stærðarflokk- unum 50cc til 250cc og hjólin eru til sýnis og sölu að Laugavegi 172. Ég vil hvetja áhugsama kaupend- ur til að kíkja við í sýningarsalnum, reynsluaka og kynnast af eigin raun þessu skemmtilega farar- tæki.“ Enn fremur vill Sigurður benda á að í samtölum hans við núverandi Vespueigendur komi í ljós að þeir eru að nota hjólin sín næstum því allt árið um kring og því alls ekki hægt að segja að eingöngu sé hægt að nota hjólin að sumarlagi. „Sumir Vespueigend- anna eru að nota hjólin sín allt að tíu til ellefu mán- uði á ári og eru afskaplega ánægðir með þau.“ Á þeim sextíu árum frá því að Vespa kom á mark- að hefur hún orðið ein þekktasta hönnun og vöru- merki heims. Það eru ekki bara fallegar línur og tæmandi skemmtanagildi sem gera Vespu að spenn- andi fararskjóta, því Vespa er sérlega eyðslugrönn og uppfyllir ítrustu umhverfisstaðla og því mjög umhverfisvænn fararskjóti. Má til gamans geta þess að ef tíu prósent Banda- ríkjamanna myndu skipta úr bíl yfir á Vespu, myndu þeir eyða um sextíu milljón bensínlítrum minna á dag. Hekla tekur við Piaggio „Ég vil hvetja áhugasama kaupendur til að kíkja við í sýningar- salnum, reynsluaka og kynnast af eigin raun þessu skemmti- lega farartæki.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vespa á sér langa sögu og er eitt þekktasta vörumerki heimsins. Piaggio-fyrirtækið sem var stofn- að 1884, er eitt af leiðandi fyrir- tækjum í heiminum í dag í fram- leiðslu og sölu á tveggja hjóla mót- orhjólum. Í Evrópu er fyrirtækið leiðandi og stærst á þeim mörkuð- um sem fyrirtækið framleiðir fyrir og selur sína framleiðslu. Hún sam- anstendur af litlum (scooters) og léttum (mopeds) vélhjólum og mót- orhjólum með slagrými frá 50cc og upp í 1200cc. Fyrirtækið selur og framleiðir undir nöfnunum Piagg- io, Vespa, sem er eitt þeirra þekkt- asta, Gilera, Aprilla, Moto Guzzi, Derbi og Scarabeo. Þegar flóra léttra vélhjóla (scooters) er skoðuð kemur í ljós að það er aðeins til ein Vespa. Pi- aggio framleiddi sína fyrstu Vespu árið 1946. Létt vélhjól frá öðrum framleiðendum höfðu verið áður á markaðnum, en Vespa var hið fyrsta sem sló í gegn og það ræki- lega. Nafnið mun þannig til komið að þegar forstjóri fyrirtækis- ins, Enrico Piaggio, heyrði malið í mótor fyrstu frumgerðarinnar varð honum að orði: „Sembra una vespa!“ sem útleggst svo: „hljóm- ar eins og vespa“ og hefur nafnið loðað við hjólið allar götur síðan. Vespa þótti fljótlega hinn álit- legasti farkostur fyrir vinnandi fólk í stórborgum. Ekki einasta var hún talsvert liprari í snúning- um en bílarnir heldur áttaði fólk sig fljótlega á því að þar sem vél- búnaðurinn var allur hulinn þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að olía, smurning og annar óþrifn- aður slettist í föt þess sem hjólið sat. Á rúmum sex áratugum hefur mikið vatn runnið til sjávar, og fleiri gerðir Vespunnar hafa litið dagsins ljós með ýmsum aukabún- aði og öflugri vélum. Hönnuðir Vespunnar hafa þó alla tíð gætt þess að svipta farar- skjótann ekki frumsjarma sínum og retró-svipurinn heillar nú sem fyrr. Stjórnendur Piaggio hafa þess í stað lagt áherslu á að minna al- menning á að það sé aðeins til ein „Vespa“, og að varast beri eftirlík- ingar. Meðal frægra einstaklinga sem hafa átt Vespu má nefna Sal- vador Dalí, Jean-Paul Belmondo, Bond-leikkonuna Ursulu Andr- ess, leikarann, kappakstursmann- inn og ofurtöffarann Steve McQu- een og loks tískuhönnuðinn Stefa- no Gabbana. Það er aðeins til ein Vespa Stjórnendur Piaggio hafa lagt áherslu á að minna almenning á að það sé aðeins til ein „Vespa“, og að varast beri eftirlíkingar. MYND/ÚR EINKASAFNI Vespa LX 50 c.c. Verð kr. 489.000.- Vespa LX 125 c.c. Verð kr. 599.000.- Laugavegi 172-174 Rvk. S. 590 5000 / 825 5622 www.vespur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.