Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 40

Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 40
 5. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR8 ● bifhjól Vespur eru fínleg bifhjól sem ökumaður getur setið á með fæt- urna samhliða. Farangursrými er undir sæti og framhlíf. Þær al- gengustu mega fara á 50 kílómetra hraða á klukkustund og fimmtán ára unglingar geta tekið próf á þær en annars gildir bílpróf. Skellinaðra er 50 cubica hjól sem sömu lög og reglur gilda um og vespurnar en á þeim er setið klofvega. Upphaflega voru tví- gengisvélar í þeim og nafnið er trúlega komið af skellunum í þeim. Skellinöðrum hefur farið fækkandi á götunum síðustu ár. Mótorhjól geta verið allt frá 80 cubic upp í 2.300 og þar eru marg- ir undirflokkar. Reiserar líta út sem keppnishjól, full af hlífum og eru mjög kraftmikil og hraðskreið. Önnur eru með miklu krómi og leðri og enn önnur eru af gamla skólanum, með engum hlífum. Torfæruhjól eru bæði til sem svo- kölluð endurohjól, það eru sam- bland af ferða-og keppnishjólum sem komast sömu leiðir og vel búnir jeppar og einnig eru í þeim flokki enn öflugri keppnishjól sem farið er á um fyrirfram ákveðnar brautir, stokkið, spólað og tætt. Mismunandi gerðir bifhjóla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.