Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 52

Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 52
36 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Tónlistarmaðurinn Kalli (Karl Henry úr Tenderfoot) hefur nýlok- ið við upptökur á annarri sólóplötu sinni. Upptökur fóru fram í Nash ville, Tennessee í Bandaríkjunum en á plötunni nýtur Kalli liðsinn- is reyndra tónlistarmanna frá Nashville. Þar ber helst að nefna bassaleikarann og goðsögnina Bob Moore. Hann er þekktastur fyrir að hafa verið bassaleikari hjá Elvis Presley í ellefu ár. Ásamt því að hafa spilað inn á plötur með Presley hefur hann leikið með tónlistarmönnum á borð við Jerry Lee Lewis, Bob Dylan, Johnny Cash, Roy Orbison og Patsy Cline. Moore var valinn besti bassaleik- ari í heimi af Life Magazine og var tekin inn í frægðarhöll tónlistar- manna árið 2007. Á plötunni leika einnig með Kalla pedal steel-gítarleikar- inn Lloyd Green sem hefur spil- að með mönnum eins og J.J. Cale og Paul McCartney, Jeff Taylor sem er harmonikkuleikari Elvis Costello og trommarinn J.D. Blair sem er sennilega þekktastur fyrir trommuleik sinn með Shania Twain. Lagið Nothing At All verður sett í spilun á útvarpsstöðvum í næstu viku. Það var sérstaklega samið fyrir íslensku kvikmyndina Óróa í leikstjórn Baldvins Z sem verður frumsýnd í lok ágúst. Platan kemur svo út á Íslandi í september og er það Smekkleysa sem gefur út. Upptökum lokið í Nashville KARL HENRY HÁKONARSON Fyrrum söngvari Tenderfoot gefur út sína aðra sólóplötu í september. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Um helgina eru tveir flottir tónlistarviðburðir í boði á landsbyggðinni. Annars vegar er stór raftónlistarhátíð, Extreme Chill Festival, sem fer fram á Hellissandi frá föstudegi til sunnudags og hins vegar Pönk á Patró sem verður á Patreksfirði á laugardaginn. Á Extreme Chill spila 16 af helstu raftónlistarmönnum landsins, auk gesta að utan. Mjúkt og slakandi í bland við hart og hratt. Þarna verða m.a. Biogen, Ruxpin, Futuregrapher, Frank Murder, Yagya, Steve Samp- ling og Stereo Hypnosis. Erlendu gestirnir eru hinn norski Xerxes og Moonlight Sonata frá Frakklandi. Rétt er að vekja athygli á því að hin goðsagna- kennda sveit Reptilicus kemur fram á hátíð- inni á laugardagskvöldið, en hún er komin á fullt aftur, vinnur að nýrri plötu og hefur verið að spila bæði hér heima og erlendis að undanförnu. Pönk á Patró verður haldið í annað skipti núna um helgina, en fyrsti viðburðurinn var seint í júní. Dagskráin fer fram Í Sjó- ræningjahúsinu bæði um daginn og kvöldið auk þess sem sérstök kvikmyndasýning verð- ur í Skjaldborgarbíói. Um daginn verður krakka- smiðja og tónleikar með Amiinu, en um kvöldið spila bæði Amiina (undir myndum Lotte Reiniger) og raftónlistarmaðurinn 7oi. Nafnið Pönk á Patró snýst ekki um tónlistarstefnuna pönk, heldur er það tilvísun í þá speki pönkaranna að láta hlutina gerast: Málið er ekki hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Ég var á fyrstu Pönk á Patró-hátíðinni og get staðfest að hún tókst frá- bærlega. Þá voru það strákarnir í Pollapönk sem báru hitann og þungann af dagskránni. Í krakkasmiðjunni lærðu börnin m.a. allt um hljóðfærin og græjurnar og um það hvernig maður hagar sér á rokktónleikum. Svo sömdu þau lag með hljómsveitinni og fluttu. Um kvöldið var svo hækk- að í græjunum og keyrt á fullu blasti fram á nótt. Það var fín mæting bæði um daginn og kvöldið og frábær stemning. Maður fann að það var eitthvað gott í fæðingu. Svipuð tilfinnning og þegar fyrsta Aldrei fór ég suður hátíðin fór fram þó að Pönkið sé auðvitað mun minna í sniðum. Vonandi verður framhald á, bæði á Patró og Hellissandi. Hellissandur eða Patró? > Plata vikunnar Moses Hightower - Búum til börn ★★★★ „Fín lög, flottur flutning- ur og framúrskarandi text- ar einkenna þessa fyrstu plötu Moses Hightower.“ -tj The Tallest Man on Earth hefur gefið út tvær vel heppnaðar hljóðversplöt- ur. Samanburður við Bob Dylan er óumflýjanlegur. Sænski trúbadorinn The Tallest Man on Earth hefur vakið athygli að undanförnu fyrir sérstæðan söng sinn, vandaða textagerð og þaulæft gítarplokkið. The Tallest Man on Earth heit- ir réttu nafni Kristian Matsson, fæddur 1983 í bænum Leksland í Dalarna-sýslu í Svíþjóð. Hann er fyrrverandi söngvari hljóm- sveitarinnar Montezumas, sem gaf út samnefnda plötu árið 2006. Í framhaldinu ákvað Matsson að reyna fyrir sér einn á báti og gaf út EP-plötu sem hét einfald- lega The Tallest Man on Earth á vegum sænska útgáfufyrirtækis- ins Graviation Records. Árið 2008 leit síðan fyrsta stóra platan dagsins ljós, Shall- ow Grave. Áhrif frá bandarískri þjóðlagatónlist voru áberandi og samanburðurinn við Bob Dylan á yngri árum óumflýjanlegur. Platan hefði ekki getað verið ein- faldari í gerð. Matsson stillti sér upp á heimili sínu í Leksland með kassagítar í hendi, eða banjó, og plokkaði eins og hann hefði aldrei gert annað um ævina. Sérstök röddin fékk að njóta sín í þessum einföldu útsetningum og þarna var orðið ljóst að mikill hæfi- leikamaður væri á ferðinni. Þrátt fyrir að platan hafi ekki fengið mikla dreifingu vakti hún smám saman athygli utan Sví- þjóðar og góðir dómar hjálpuðu þar til, meðal annars frá banda- rísku síðunni Pitchfork þar sem hún fékk 8,3 í einkunn af 10 mögulegum. Matsson eyddi því sem eftir var af árinu í tónleika- ferð og hitaði upp í Bandaríkjun- um fyrir Bon Iver og John Vand- erslice við góðar undirtektir. Í janúar á þessu ári steig The Tallest Man on Earth næsta skref og samdi við bandaríska útgáfu- fyrirtækið Dead Oceans, sem hefur á sínum snærum lista- menn á borð við Dirty Project- ors, Akron/Family og John Vand- erslice. Í apríl síðastliðnum kom síðan út önnur hljóðversplata hans, The Wild Hunt, sem hefur hlotið enn betri viðtökur en sú fyrsta. freyr@frettabladid.is Sérstæður sænskur trúbador THE TALLEST MAN ON EARTH The Tallest Man on Earth heitir réttu nafni Kristian Matsson og kemur frá Dalarna í Svíþjóð. NORDICPHOTOS/GETTY >Í SPILARANUM Mount Kimbie - Crooks and Lovers Skurken - Plakat Nóra - Er einhver að hlusta? Ýmsir - Pottþétt 53 NÓRA HJÁLMAR cm er hæð The Tallest Man on Earth. Tyrkinn Sultan Kösen er í raun hæsti maður heims, eða 247 cm. 175 ■ Lagið Macarena fór á topp bandaríska Billboard-listans 3. ágúst 1996 og sat þar sem fastast í þrjá mánuði. ■ Útgáfan sem sló í gegn var end- urgerð hljómsveitarinnar Baside Boys. ■ Lagið er í fyrsta sæti yfir merk- ustu „one hit wonders“ allra tíma á lista sjónvarpsstöðvarinn- ar VH1. ■ Lagið fór á toppinn í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Hollandi, Finn- landi,Þýskalandi og á Ítalíu. ■ Lagið kleif hátt á öðrum listum og náði til að mynda öðru sæti í Noregi og því þriðja á Írlandi. ■ Sérstakur dans fylgdi laginu sem varð vinsæll um allan heim og var meðal annars kenndur í innslögum í íslensku sjónvarpi. ■ Lagið komst aldrei á toppinn í Bretlandi enda höfðu stúlkurnar í Spice Girls nýlega gefið út ofur- smellinn Wannabe sem eignaði sér fyrsta sætið þar. ■ Árið 1996 var sett heimsmet þegar 50.000 manns dönsuðu Macarena-dansinn í Yankee-höllinni í New York. TÍMAVÉLIN LOS DEL RIO SLÆR Í GEGN 1996 Macarena sigrar heiminn HEIMSMET Þetta unga par er á slóðum heimsmets Macarena-dansins í New York. Sótthreinsandi virkni sem drepur 99.9% af bakteríum og vírusum meðal annars svínaflensu H1N1 vírusinn. Tea Tree ilmur nýtt REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK AKUREYRI REYKJAVÍK VORTILBOÐ FULLT VERÐ 12.995 9.995 Tea Tree hylki fylgir frítt með!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.