Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 70

Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 70
54 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FERÐALAGIÐ LÁRÉTT 2. lýð, 6. kraðak, 8. sægur, 9. matjurt, 11. hljóta, 12. dúlla, 14. húrra, 16. sjó, 17. eldsneyti, 18. til viðbótar, 20. tveir eins, 21. borg. LÓÐRÉTT 1. knattleiksknött, 3. hljóm, 4. barómet, 5. knæpa, 7. biðja inni- lega, 10. blund, 13. hald, 15. æsingur, 16. gras, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. fólk, 6. ös, 8. mor, 9. kál, 11. fá, 12. krútt, 14. bravó, 16. sæ, 17. kol, 18. enn, 20. gg, 21. faró. LÓÐRÉTT: 1. pökk, 3. óm, 4. loftvog, 5. krá, 7. sárbæna, 10. lúr, 13. tak, 15. ólga, 16. sef, 19. nr. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Langtímaatvinnuleysi. 2 Sex. 3 Tíu ára. Sigurður Sigurjónsson leikur í ein- leiknum Afinn sem verður frum- sýndur í Borgarleikhúsinu um miðjan janúar. Leikstjóri verð- ur Bjarni Haukur Þórsson, sem lék einmitt undir stjórn Sigurðar í hinum vinsæla einleik Pabbinn fyrir þremur árum og í Hellisbú- anum. „Ég held að hugmyndin hafi orðið til þegar við vorum að vinna Pabbann,“ segir Sigurður. „Ég var staddur þar í lífinu að ég var orðinn afi og hann var til þess að gera nýorðinn pabbi. Þá varð hug- myndin til og ekki hjá því komist að hann skrifaði þetta. Við gátum borið saman bækur okkar allhressi- lega.“ Þetta verður fyrsta sinn á löng- um og farsælum ferli sem Sig- urður kemur fram í einleik. „Ætli þetta sé ekki gott á mig því ég er svo mikið búinn að leikstýra öðrum í einleikjum. Það hlaut að koma röðin að mér. Efnið er líka þannig að ég hlakka til að takast á við það. Það stendur mér nærri,“ segir Sigurður, sem á þrjú afabörn. Hann bætir við að Afinn fjalli ekki bara um að vera afi heldur einn- ig hvernig það er að vera maður á miðjum aldri með öllu sem því fylgir. Um þrjátíu þúsund Íslending- ar sáu Pabbann á sínum tíma, þar sem Bjarni Haukur fjallaði á gam- ansaman hátt um föðurhlutverkið í nútímasamfélagi. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í Iðnó í langan tíma, var sýnd úti á landi og svo aftur í Reykjavík í Íslensku óperunni. Pabbinn var í framhaldinu seldur til Norðurlandanna, þar sem tólf mismunandi sýningar eru í gangi um þessar mundir, auk þess sem DVD-diskur var gefinn út. Með Afanum vill Bjarni Hauk- ur fylgja eftir vinsældum Pabb- ans. Hann samdi einleikinn alfar- ið með Sigurð Sigurjónsson í huga, enda hafa þeir átt gott samstarf á undanförnum árum. „Óumflýjan- legt framhald Pabbans er Afinn, sama hvernig á það er litið,“ segir Bjarni Haukur. „Pabbinn gekk vel. Rúmlega þrjátíu þúsund sáu hann, þannig að þetta er rökrétt framhald. Magnús Geir og félag- ar hjá Borgarleikhúsinu tóku því fagnandi að starfa með okkur og það er náttúrulega alveg frábært. Það er líka engum blöðum um það að fletta að Sigurður Sigurjónsson er einn ástsælasti leikari íslensku þjóðarinnar og gaman að hann verði loksins einn í svona sýn- ingu.“ freyr@frettabladid.is SIGURÐUR SIGURJÓNSSON: ÆTLI ÞETTA SÉ EKKI GOTT Á MIG Leikur Afann í sínum fyrsta einleik á ferlinum LEIKUR AFANN Sigurður fer með aðalhlutverkið í einleiknum Afinn sem verður frum- sýndur í Borgarleikhúsinu í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Íslendingar sáu einleikinn Pabbann á sínum tíma. 30.000 „Mér finnst skemmtilegast að vera með íslenska tónlist í spil- aranum þegar ég er á ferða- lagi og helst syngja hástöfum með. Lögin Ég og þú með Ellý og Villa og Þorparinn með Mannakornum eru í sérstöku uppáhaldi.“ Aldís Snorradóttir, nemi í listasögu. „Ég mæti í fyrsta skipti á Hins- egin daga sem Herra hinsegin. Ég held þetta verði algört ævin- týri,“ segir Vilhjálmur Þór Dav- íðsson, Herra hinsegin 2010. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu var Herra hins- egin krýndur í fyrsta skipti hér á landi í sumar og var það Vil- hjálmur sem vann titilinn. „Ég er mjög hógvær og feim- inn og vildi lítið blása þetta upp. Þar af leiðandi tók ég ekkert sér- staklega vel í þá hugmynd að ég myndi hafa minn eigin Herra hinsegin-pall í skrúðgöngunni. Ég vildi nú samt vera í göngunni og ákvað að vera á palli með vinum mínum í Íþróttafélaginu Styrmi. En ég verð nú samt með borðann minn utan um mig,“ segir Vilhjálmur spenntur. Þar sem þetta er fyrsta hátíð- in sem Vilhjálmur mætir á seg- ist hann vera jafn spenntur og barn á jólum. „Helgin er vel skipulögð. Ég ætla á opnunarhá- tíðina í kvöld, Haffa Haff-partí á Sódómu á morgun og síðan í gönguna og alla þá gleði á laug- ardaginn,“ segir Vilhjálmur sem segist ætla að taka þátt í sem flestu sem í boði er um helgina. Vilhjálmur keppir svo fyrir hönd Íslands í keppninni Mr. Gay Europe sem fer fram í okt- óber. „Keppnin frestaðist um mánuð þannig að ég græddi aukamánuð í undirbúning sem var vel þegið þar sem ég er í stífu æfingaprógrammi til að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Vilhjálmur að lokum. - ls Fyrsta Gay Pride Herra hinsegin HERRA HINSEGIN Vilhjálmur fer á sína fyrstu Gay Pride-hátíð og er spenntur líkt og barn á jólum. Leikkonan Lilja Nótt vinnur nú hörðum höndum að því boða fólk í prufur fyrir þættina Maka- laus, sem eru byggðir á samnefndri bók blaða- konunnar Tobbu Marinósdótt- ur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur landslið leikara verið boðað í prufur – en um hundrað manns bítast um aðalhlutverkin, sem eru nokkur ... Menn klóra sér í haus- num yfir hlutverki Lilju Nætur í ferlinu, en hún útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2009. Einhverjum myndi finnast við hæfi að hún tæki að sér hlutverk í þáttunum, enda afar fram- bærileg leikkona. Aðrir velta fyrir sér hvort hún komi að leikstjórninni, en ekki hefur verið tilkynnt hver leikstýrir þáttunum. Enn aðrir segja eðlilegt að fá færa leikkonu í að ráða í hlutverk í þættina ... Þættirnir Makalausu verða sýndir á Skjá einum í vetur, en þar sá Tobba áður um Djúpu laugina ásamt Ragnhildi Magnúsdóttur, sem starfaði einnig áður sem dagskrárgerðarkona á Bylgjunni. Ragnhildur er ekki væntanlega á skjáinn á Íslandi í bráð, enda stutt í að hún flytji vestur um haf ásamt kær- astanum sínum, rithöfundinum Mikael Torfasyni. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen og fylgd- arlið hans verður fyrsti hópurinn sem kafar að flaki bandaríska herskipsins Alexander Ham- ilton í Faxaflóa. Skipinu var sökkt árið 1942. Kafarinn og ljósmyndarinn Páll Sveinsson segir engan hafa kafað niður að flakinu. „Þegar ég og fleiri vorum að gera okkur klára í leið- angur fengum við boð frá Landhelgisgæslunni um að það væri bannað,“ segir hann. Landhelgisgæslan fann flakið af Alexander Hamilton í fyrra og bar kennsl á það. Paul Allen og félagar hafa fengið leyfi frá utanríkisráðu- neytinu til að kafa niður að flakinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom Allen ekki hingað til lands í glæsiskipinu sínu Octopus sem liggur í Reykjavíkurhöfn og vekur mikla athygli vegfaranda. Allen flaug til móts við 60 manna áhöfn skipsins ásamt kær- ustu sinni en samkvæmt heimildum hélt hún upp á 30 ára afmælið sitt hér á landi. Sömu heimildir herma að Allen hafi virkj- að fólk til að búa skipið gjöfum handa kær- ustunni, svo sem íslenskum varningi og ávaxtakörfum. Á óskalistanum var einn- ig forláta Louis Vuitton taska, en lúxus- merkið er ekki fáanlegt á landinu og þurftu menn því að leita ann- arra leiða til að verða við ósk Allens. Ekki er vitað hversu lengi parið ætlar að dvelja á landinu eða hvort þau sigla á glæsisnekkjunni eitthvert annað. - áp/afb Allen sá fyrsti sem kafar að Hamilton LEIÐANGUR Auðkýfingurinn Paul Allen og félagar ferðast þangað sem enginn hefur ferðast áður: að flaki herskipsins Alexander Hamilton. - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.