Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2010, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 20.08.2010, Qupperneq 33
20. ágúst föstudagur 5 Besta pitsan? Pepperoni Special á Eldsmiðjunni. Ég er svo óheppinn að búa þar við hliðina og borða varla annað. Besti áfengi drykkurinn? Screwdriver. Vodki í appelsínusafa. Svalasti Íslendingurinn? Ómar Ragnarsson. Hann kemur mér sífellt á óvart. Besta liðið? Valur Reyðarfirði. Svo þykist ég halda með Chelsea í ensku knattspyrnunni. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Dýralæknir. Svo fékk mamma þá frá- bæru hugmynd að leyfa mér að sjá þegar köttur- inn okkar, Jósep, var geltur. Þá datt það upp fyrir. ✽ b ak v ið tj öl di nBÆBÆ ana. Þess vegna ákvað ég að búa til nýjan karakter, hækkaði röddina, var með læti og kallaði mig Freysa til að þekkjast ekki. Freysi kom heldur aldrei fram á ljósmyndum nema í dulargervi, með Phil Coll- ins-grímu framan í sér eða eitthvað slíkt,“ segir Andri Freyr. Önnur ástæða fyrir tilurð alter- egósins Freysa var sú að undir dul- nefni gat Andri Freyr sagt hvað sem honum sýndist í beinni útsendingu, og jafnvel hluti sem áttu ekki við rök að styðjast. „Freysi var mjög grófur og lét allt flakka, hringdi í hvern sem er í beinni og var alltaf með kjaftinn uppi. Mest urðu lætin þó í kringum dagskrárliðinn Slúður dagsins, þar sem hlustendur fengu tækifæri til að hringja inn og láta ljós sitt skína. Þá varð stundum allt vitlaust og ég var tekinn á teppið af yfirmönn- um mínum fyrir dónaskapinn. En það fyndna var að svo liðu nokkrar vikur og þá heimtuðu yfir mennirnir eitthvað dúndur, einhvern skandal sem myndi vekja áhuga á stöð- inni. Þá var ég skammaður aftur og svona gekk þetta koll af kolli,“ segir Andri Freyr. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Hann segir það vissulega hafa verið nokkur viðbrigði að hefja störf á Rás 2 eftir mörg ár hjá einkarekn- um útvarpsstöðvum á borð við X- ið, XFM og Reykjavík FM. „Þetta er á ýmsan hátt öðruvísi. Þegar ég var á litlu stöðvunum gat ég nánast alltaf gengið út frá því sem vísu að mamma væri sú eina sem væri að hlusta af fjölskyldumeðlimunum, því flestir hinna voru á Reyðarfirði. Núna er allt eins líklegt að afi og amma og í rauninni allir frá sjö ára og upp í sjötugt séu að hlusta. Auð- vitað verð ég að bera virðingu fyrir því og halda mér aðeins á mott- unni, passa mig á því að rífa ekki of mikinn kjaft, sletta ekki um of og þar fram eftir götunum. Sumir fá fyrir hjartað bara ef maður segir bæbæ,“ segir Andri Freyr. Í þáttum sínum leitast hann við að leika tónlist fyrir alla, en reynir þó að víkja ekki langt frá því sem honum sjálfum þykir skemmti- legt. „Mér finnst að persónuleiki dagskrárgerðarmannsins verði að skína dálítið í gegnum músíkina. Stærstan hluta þess tíma sem ég hef unnið í útvarpi hef ég verið á stöðvum þar sem tónlistinni er troðið ofan í mann. Þegar ég var að byrja var ég kannski að leita alls kyns leiða til að þurfa ekki að spila nýjasta lagið með Nickelback í fimmta skiptið þann daginn, og ef það tókst var ég bara tekinn á teppið. Á Rás 2 spila ég bara tónlist sem mig langar að spila, og auðvit- að líka Sálina, Nýdönsk, Todmobile og fleira sem fólkið vill heyra,“ segir Andri Freyr og glottir. Aðspurður segist hann kunna vel við sig í hlutverki útvarpsmannsins og er ekkert á leiðinni í önnur störf á næstunni. „Þetta er það eina sem ég kann. Mér þykir útvarp skemmti- legur miðill, þótt hann sé illa nýtt- ur að vissu leyti. Margir eru að gera góða hluti en það er allt of algengt að útvarpsmenn leiki bara lög af plötum í þrjá tíma og geri nánast ekkert annað. Það er gott og bless- að að spila tónlist en það má alveg vera smá kjöt á beinunum. En lík- lega ætti ég ekkert að vera að rífa kjaft varðandi þessi mál,“ segir Andri Freyr að lokum. P L Á N E T A N 2 0 0 7 Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is www.boksala.is Bóksala stúdenta opnar í Sólinni Bóksala stúdenta hefur opnað glæsilega nýja verslun í Sólinni, Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík. Við óskum starfsfólki og nemendum Háskólans í Reykjavík til hamingju með glæsileg húsakynni og bjóðum þá velkomna í búðina. Sem fyrr mun Bóksalan leitast við að útvega stúdentum kennslubækur og önnur námsgögn á sanngjörnu verði. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.