Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 24. september 2010 17 Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Í gegnum borgarkerfið mjakast, á hraða snigilsins, feitlaginn flóðhestur sem heitir Samgöngu- miðstöð. Það veit eiginlega enginn hver kom með hann og fáir í borg- inni vilja hafa hann. Menn kunna samt ekki alveg að við að reka hann í sjóinn, eftir allan þennan tíma, en virðast ekki vita í hvern þeir eigi að hringja til að skila honum. „Kannski væri það dónaskap- ur?“ hugsa menn. „Við vorum, jú, búin að segjast ætla að hafa hann.“ Flestir hafa það þó á til- finningunni að flóðhesturinn, sem átti raunar fyrst að vera stóðhest- ur, sé búinn að vera hjá okkur í nokkra vetur, hafi misst nokk- ur kíló og sé orðinn illa pirrað- ur á biðinni. En hann staulast þó áfram. Tramp tramp. Fullyrðingin „Reykjavík þarf auðvitað samgöngumiðstöð“ verð- ur ekki sannari þótt menn segi hana oftar og jafnvel þótt hún væri sönn þá er samgöngumiðstöð ekki það sem Reykjavík er að fá. Menn töluðu eitt sinn sem þangað ætti að flytja strætó, rútur, leigu- bíla og flug. Strætó telur staðsetn- inguna úr leið fyrir sig, og ætlar að flytja sig á BSÍ. Rútufyrirtækin ætla mörg hver að verða eftir á BSÍ. Leigu- bílarnir verða náttúrulega bara þar sem fólkið er og fólkið verður ekki þarna. Eftir situr að helst flugaðilar munu flytja sig á þessa nýju flugstöð. Já, flugstöð, því þetta verður ekki samgöngumiðstöð frekar en lestarstöð, þó svo það væri evr- ópsk og rómantískt að kalla hana það líka. Sú farþegaaðstaða sem nú er notuð í innanlandsflugi er í eigu Flugfélags Íslands. Þetta hefur skapað árekstra þegar önnur flug- félög hafa ætlað sér að nota hana í einhvers konar samkeppni við Flugfélag Íslands. Slíkt eiga menn að leysa í samningum sín á milli og ef þær leiðir þrýtur, frammi fyrir dómsstólum. Hið opinbera á ekki að stíga inn og ausa fé í byggingu einhverrar „hlutlausr- ar flugstöðvar“ svo allir geti nú verið sáttir. Þeir fáu sem reyna að réttlæta tilveru þessarar nýju flugstöðv- ar benda stundum á velheppnað- ar „samgöngumiðstöðvar“ annars staðar, eins og í Kaupmannahöfn. Þau dæmi eru yfirleitt einfaldlega aðaljárnbrautarstöðvar sem liggja í hjörtum miðborga, í göngu- færi við allt, með strætisvagna og neðanjarðarlestir í allar áttir. Ekkert af þessu á við samgöngu- miðstöðina rangnefndu enda á hún að liggja vel utan við miðbæinn og samgöngurnar kæra sig ekkert um að búa þar. Í nýlegri skýrslu Strætó bs. er þannig ekki gert ráð fyrir að stöðin hafi nein áhrif á leiðarkerfi Strætó heldur muni henni einfald- lega þjónað af þeim leiðum sem nú þjóna Háskólanum í Reykja- vík og Nauthólsvík. Þetta þýðir að samgöngu„miðstöðin“ verður eilítið verr tengd við strætókerfið en verslunarmiðstöðin Spöngin í Grafarvogi og aðeins betur en miðbærinn í Mosó. Engin smá miðstöð sem þetta verður. En er ekki búið að eyða of mikl- um tíma í þetta til að hætta við núna? Auðvitað ekki. Það hefur ein- faldlega þurft að endurteikna fyrir- bærið í nokkur skipti því færri vilja flytja þangað en byggingarað- ilar vonuðust eftir. Önnur ástæða tafarinnar er að borgin hefur mjög hóflegan áhuga á að troða þess- ari miðstöð í Vatnsmýrina. Hins vegar er Reykjavíkurborg ekki ólík öðrum sveitarfélögum að því leyti að henni þykir erfitt og asna- legt að afþakka risastór opinber verkefni innan sinna landamæra. Þess vegna láta menn flytja Hring- brautir og annað. Allt er fínt sem er nýtt og frítt. Einhver í borgarstjórn þarf að hafa hugrekki til að segja að þessi nýja flugstöð sé rugl. Hennar helsti tilgangur er auð- vitað enginn annar en að planta í Vatnsmýri nýjum rökum gegn flutningi flugvallarins sem sam- kvæmt aðalskipulagi Reykjavík- ur á að hefjast eftir sex ár og vera lokið eftir fjórtán. „Á nú að flytja völlinn, þegar búið er að byggja þessa fínu nýju flugstöð?“ munu menn spyrja og hafa töluvert til síns máls. Réttnefnd samgöngumiðstöð Reykjavíkur mun verða til þegar Strætó flytur á BSÍ. Annað þurf- um við ekki. Innanlandsflug hefur dregist saman um 15% frá því að framkvæmdir fyrir austan stóðu sem hæst. Skúrinn í Skerjafirðinum sem dugði fínt árið 2007 ætti að geta þjónað sínu hlutverki í kreppunni árið 2010. Samgöngumiztök Kveikjan að greininni er vegna skýrslunnar um vistheimilin að Jaðri, Silungapolli og Reykja- hlíð. Brynja, fréttakona Kast- ljóssins, ræddi við Rósu Ólöfu um dvöl hennar í Reykjahlíð og spurði hvernig hún telji stöðuna í dag. Rósa Ólöf svaraði að vegna fátæktar eru börn enn í dag látin axla ábyrgð langt umfram getu sína. Enn má spyrja hvort ofbeldi, kynferðislegt sem andlegt sé enn við lýði í dag. Sagan segir að ákveðin brotalöm hefur verið í samfélaginu sem veld- ur skelfilegum hörmungum aftur og aftur. Samnefnarinn er agaleysi og ófullnægjandi eftirlit. Undanfarið má nefna nokkur atriði sem bera þennan samnefnara eins og örlög drengjanna á Breiðavíkurheimil- inu, efnahagshrunið, aðdragandi og afleiðingar þess þar sem lykil- stofnanir hafi brugðizt skyldum sínum eins og Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn. Þingmenn flýja örlög landsdómsins. Ætla þeir þá að nýta hefðbundna ákæruleið í staðinn? Samnefnarinn þarf að vera opin- bert regluverk sem skilgreinir hin nauðsynlegu úrræði til að afstýra mistökum og hörmungum af mann- legu eðli. Augljóst er að þar sem börn eru án nægilegs eftirlits, þar er aukin hætta á misnotkun. Einn af rómversku keisurunum laugaði sig oft með litlum drengjum sem hann kallaði „fiskana“ sína. Sama gild- ir um fé sem er án hirðis þar eru freistingarnar miklar, fáar regl- ur, ójafnvægi í valdahlutföllum stofnana sem eiga að gæta og vera gætt. Það hafa verið gerðar nokkrar skýrslur nýlega um misþyrmingar og vanrækslu á börnum og misbeit- ingu valds í stjórnun efnahags- mála. Hér verður ljóst að hið raun- verulega og virka eftirlit vantar en hvenær kemur það? Skilgreina þarf hvaða áhættuþættir hindra að börn á vistheimilum og eigin heimilum njóti alltaf fullrar verndar og fylgja þeim eftir með virku eftirliti. Til samanburðar um virkt eftirlit má nefna hið alþjóða flugöryggi og þá vinnu sem er lögð í það. Hér hafa yfirvöld valið að leggja þrotlausa vinnu í að auka öryggi á öllum svið- um allt frá flugvélaframleiðslu til daglegs flugrekstrar. Í Bandaríkj- unum einum eru yfir nítján þúsund farþegaflug daglega og líkurnar á að lenda í flugslysi þarf viðkom- andi að vera yfir 90 ár samfleytt á flugi. Væri farþegaflug við lýði ef íslenzka fjármálaöryggið og vernd barna gilti? Kjarninn er sá að þeir sem bera ábyrgð í hvaða máli sem er verða að hafa siðferðilegt þrek til að axla hana og koma á fullkomnu eftirliti með áhættuþáttum. Þannig myndi svarið til Brynju fréttakonu vera að ef skýrt, opið og fullkomið eftirlit sé með högum barna þá séu málin komin í lag en annars ekki. Höfum við þrek til að gera betur? „Þegar eftirlitið vantar“ Eftirlit Lúðvíg Lárusson sálfræðingur og MBA Samnefnarinn er agaleysi og ófullnægj- andi eftirlit. Matardagar2010 í Vetrargarðinum í Smáralind 23.-26. september Föstudagur 24. september Íslandsmót nema í matreiðslu og framreiðslu 8.00-15.00 Sjónvarpskokkakeppni 16.00-17.30 Íslandsmeistaramót í hamborgaraáti 17.00-17.15 Úrslit dagsins kynnt, verðlaunaafhending 18.00-18.30 Laugardagur 25. september Súpukeppni Knorr 11.00-13.30 Kokkalandsliðið sýnir „Kalt keppnisborð“ 12.00-18.00 Eftirréttur ársins 14.00-17.30 Úrslit dagsins kynnt, verðlaunafhending 18.00-18.30 Sunnudagur 26. september Úrslitakeppni: Matreiðslumaður ársins 8.00-15.30 Horn á höfði, brot úr Barnasýningu ársins 2010 12.00 Klakaútskurður, sýning og kennsla 12.00-18.00 Kokteilkeppni 14.00-16.00 Úrslit dagsins kynnt, verðlaunafhending 17.00-17.30 Dagskrá: Komdu í Vetrargarðinn í Smáralind um helgina og upplifðu það besta í íslenskri matargerð. Borgarleikhúsið sýnir brot úr Barnasýningu ársins 2010, Horn á höfði. Öll börn sem koma í Veröldina okkar á Matardögum 2010 fá frían ís frá Emmess ís! Sýnendur kynna matartengda vöru og þjónustu á sýningarsvæði. Klúbbur matreiðslumeistara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.