Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 34
6 • GRÆJUR Strákarnir í upptökuteyminu Redd Lights, Ingi Már Úlfarsson og Jóhann Bjarkason, vöktu fyrst athygli fyrir samstarf sitt við tónlistarmanninn Friðrik Dór. „Það má kalla allt sem við gerðum fyrir árið 2009 eitthvað fikt. Ég gerði lög með Dóra DNA og félagi minn Jói gerði lög með hinum og þessum röppurum en þetta var í rauninni fikt,“ segir Ingi Már. Undanfarið hafa þeir félagar unnið með Erpi Eyvindarsyni vegna sólóplötu hans og eru nú að skila henni af sér. Þeir tóku upp um einn þriðja hluta af henni og hljóðblönduðu hana alla. „Það eru mjög skemmtilegar sveiflur í henni. Hún er mjög dramatísk og dimm á köflum en þeim mun hressari á öðrum köflum,“ segir Ingi Már Úlfarsson um plötuna, sem hefur verið lengi í bígerð. „Lögin sem við eigum eru í þyngri kaflanum og eru svolítið mikið drama. Hin lögin vinna mjög mikið upp á móti þessu elektróníska sándi af okkar hálfu.“ Eins og stendur eru lögin 21 talsins en það gæti breyst áður en platan kemur út. Þeir félagar eru einnig að vinna í fyrstu sólóplötu Friðriks Dórs, sem verður tilbúin á næstu vikum, auk þess sem þeir hafa endurhljóðblandað lög fyrir hljómsveitirnar Mammút og Sometime. „Mammút-verkefnið var að okkar frumkvæði en Sometime kom til okkar. Eins og staðan er núna erum við ekkert að fara að „remixa“ nema það sé komið til okkar með skemmtileg verkefni,“ segir Ingi Már. Þeir hafa einnig endurhljóðblandað eitt lag til viðbótar, eða með þeim Erpi og Sesari A. Upphaflega útgáfan er einmitt á sólóplötu Erps. Ingi og Jóhann eru metnaðarfullir strákar og vilja í framtíðinni prófa sig áfram erlendis. „Það hefur alltaf verið stefnan að komast að einhverju leyti út fyrir landsteinana og gera eitthvað almennilegt úr þessu því það er voða takmarkað um að vera á Íslandi. En við höfum ekki haft tíma til að pæla í því út af verkefnunum sem við höfum verið í.“ Til að vera í takt við tíðarandann UPPTÖKUTEYMIÐ REDD LIGHTS NOTAST VIÐ ALLS KONAR GRÆJUR Í VINNUNNI REDD LIGHTS Ingi Már Úlfarsson (til vinstri) og Jóhann Bjarkason skipa upptökuteymið Redd Lights. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VINNUSTÖÐIN „Við notum Korg M3 sem er miðpunkturinn í hljóðavalinu. Þetta er okkar vinnustöð og hér eru um það bil öll hljóð sem við þurfum. Þarna eru líka tveir synthar, enda uppfærðum við hljómborðið Korg Radias viðbót.“ þurfa þeir félagar að vera duglegir að uppfæra græjurnar sínar. Til dæmis nota þeir mikið af trommu- sömplum til að ná fram flottum trommuhljómi. „Við erum í rauninni með fleiri tugi þúsunda trommu- sampla. Við reynum að sanka að okkur vikulega meira af þeim til að vera með puttann á púlsinum í þeim málum. Það er mjög mikil- vægt,“ segir Ingi. Einnig notast þeir mikið við svokallað „autotune“ þar sem raddir eru bjagaðar. „Þetta er komið til að vera í þessari tegund af tónlist. Það er misjafnt hve mikið við notum það. Þetta er orðið svo mikið af þessu núorðið, sama hvort fólk heyrir það eða heyrir það ekki. Oft notum við ekki „autotune“ en fólk þykist samt heyra það.“ MEÐ TUGI ÞÚSUNDA TROMMUSAMPLA Á LAGER SYNTHAR „Við notum Yamaha Motif syntha (næstefst) og Nord Lead 2X gervi analog syntha (efst) sem er í rauninni stafrænn. Við notum hann aðallega fyrir sub-bassa og slíkt.“ ALGJÖR KLASSÍK „Korg X 50 er algjör klassík í þessum bransa. Þetta er synth- esizer og hljóðbanki sem inniheldur sömu hljóðvél og var í Korg Triton sem er klassískt tæki.“ nýtt í Tónastö ðinni Fullt af vöru m frá Vestax djay vinnur hnökralaust með iTunes og breytir Makkanum þínum í fullbúið DJ kerfi. búðu til tónlist á makkann þinn hugbúnaðarpakkinn fylgir með Spin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.