Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 21
 24. september 2010 FÖSTUDAGUR1 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 J óhannes Steinn Jóhannes- son, matreiðslumaður árs- ins 2008 og 2009 og kokk- ur á veitingastaðnum Vox, ætlar að eftirláta öðrum að keppa um titilinn í ár enda á hann fullt í fangi með að undirbúa sig undir heimsmeistarakeppnina í matreiðslu sem verður haldin í Lúxemburg í nóvember. Þangað stefnir hann með kokkalands- liði Íslands og eru stífar æfingar fram undan. Keppnin um matreiðslumann Íslands fer fram í Smáralind á sunnudag en hún er liður í Matar- dögum 2010 sem hófust í gær og standa fram á sunnudag. „Ég mun ekki láta mig vanta á keppn- ina og mun fylgjast spenntur með á hliðarlínunni enda verða þrír matreiðslumenna frá Vox að keppa,“ segir Jóhannes Steinn. Á Vox er norræn matarhefð í hávegum höfð og meðal hráefn- is sem Jóhannes Steinn notar eru íslenskir villisveppir úr Skorra- dal. „Stundum förum við sjálfir að tína en erum auk þess með hjálparkokka á staðnum.“ Jóhann- es Steinn gefur uppskrift að sveppaforrétti sem hann skerpir á með nautamerg. vera@frettabladid.is Jóhannes Steinn Jóhannesson, tvöfaldur matreiðslumaður ársins, mun krýna nýjan nýjan matreiðslu- mann Íslands á sunnudag enda sjálfur að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót. Eftirlætur öðrum titilinn Jóhannes Steinn notar aðallega norrænt hráefni. Hér er hann með alíslenskan sveppaforrétt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 box Flúðasveppir 250 g íslenskir kóngasveppir (má nota aðra villisveppi) 2 shallot-laukar 1 hvítlauksgeiri 1 l kjúklingasoð (má nota vatn og kraft) grænkál frá Eymundi Magnússyni bónda í Vallanesi mergur innan úr einum nautabeinlegg salt Kóngasveppasoð: Svitið laukinn og sveppina í potti, bætið soði við og sjóðið í 30 mínútur. Sigtið og smakkað til með salti. Steiktir sveppir: Steikið sveppina á snarpheitri pönnu í olíu og smá smjöri. Gott er að setja smátt saxaðan shallot-lauk út á sveppina eftir á. Kryddið með salti. Hér má nota hvaða villisveppi sem er. Jóhannes Steinn notar kantar- ellu, furusvepp, kóngasvepp og gulbrodda. Grænkál: Rífið kálið niður, skolið og dressið með olíu og salti. Nautamergur: Mergurinn er fenginn úr leggbeinum. Skerið hann niður og létteldið við vægan hita. Kryddið með salti. Færið sveppina og grænkálið upp á disk, setjið um það bil tvo mergbita á hvern disk og hellið soðinu yfir. ÍSLENSKIR VILLISVEPPIR, NAUTAMERGUR OG GRÆNKÁL forréttur fyrir fjóra Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is 4ra rétta Góð tækifæ risgjöf! Kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu Humarsúpa rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins það ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvenna með steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapioca með steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr. tilboðsseðill Auglýsingasími Fyrsta Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudagskvöldið 26. september klukkan 20. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tón- list, mikil áhersla er lögð á fyrirbænir og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.