Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 40
12 • POPPDÓMNEFNDIN MAMMA „Ég vil ekki að þú farir á þessa mynd. Þú manst hvernig þú svafst eftir að þú stalst í að horfa á hryllingsmynd- irnar í gamla daga. Hvers vegna ferðu ekki á einhverja fallega mynd og tekur einhverja af vinkonum þínum með þér? Ég ól þig ekki upp til að horfa á svona ofbeldi.“ VINURINN „Við erum að fara á þessa mynd. Það er alveg bókað. Við vissum náttúr- lega að hún yrði góð þegar við sáum myndirnar af Kelly Brook af tökustaðnum þarna fyrir nokkrum mánuðum. Loksins komin al- mennileg þrívíddarmynd sem er með brjóst í staðinn fyrir leikföng og strumpa.“ BÍÓNÖRDINN „Þetta er myndin sem ég vonaðist til að sjá þegar ég fór á Snakes on a Plane og varð fyrir vonbrigðum. Ekki búast við djúpum söguþræði og framúrskarandi leik. Þetta er mynd til að skemmta sér yfir blóðinu og ruglinu. Svo er hún líka bráðfyndin, hröð og skemmtilega klikkuð.“ STELPAN „Mér finnst reyndar frekar klisjukennt að fara með strákum á einhverjar hrollvekjur, en þessi mynd á að vera mjög fyndin og skemmtileg. Hún er auðvitað líka mjög ógeðsleg svo ég tali nú ekki um ef hryllingurinn er í þrívídd. En svo er reyndar einum of mikið af berum gellum í henni.“ BÍÓ Rétt fyrir vorfríið al- ræmda í Bandaríkjunum, þar sem graðir unglingar koma saman á sólar- ströndum, verður neðan- jarðar jarðskjálfti til þess að forsögulegir og morð- óðir píranafiskar komast úr neðansjávarprísund sem þeir hafa dvalið í síð- ustu aldir. Það getur ekki endað vel og blóð, brjóst og hryllingur er það sem fylgir í kjölfarið. Myndinni leikstýrir Alexandre Aja, en hann er ekki óvanur hryllingnum og leikstýrði meðal annars endur- gerðinni af The Hills Have Eyes. FRUMSÝND Í KVÖLD: PIRANHA 3D GELLUR, BÁTAR OG MORÐÓÐIR FISKAR Aðdáendur Piran- ha 3D geta sent inn beiðni um hvaða leikara þeir vilja sjá í fram- haldinu, sem er nú í framleiðslu. Leikarinn Joaquin Phoenix sneri aftur í spjall- þátt Davids Letterman fyrir skömmu og baðst afsökunar á hegðun sinni síðast þegar hann var þar gestur. Phoenix virkaði ringlaður og út úr heiminum er hann mætti til Lettermans í fyrra en núna hefur hann viðurkennt að hegðunin var hluti af grínheimildarmynd hans sem var nýlega frumsýnd. „Vonandi móðgaði ég þig ekki,“ sagði Phoenix. „Þú hefur tekið viðtöl við svo rosalega marga og ég gerði ráð fyrir því að þú myndir átta þig á muninum á leikinni per- sónu og alvöru persónu en ég vil bara biðjast afsökunar.“ Letterman sagði að Phoenix hefði hegðað sér eins og hann hefði runnið til og rekið haus- inn í baðkarið. Leikarinn útskýrði mál sitt frek- ar: „Innst inni langaði mig að þakka þér fyrir þetta tækifæri og ég vildi allan tímann losna úr viðtalinu sem allra fyrst.“ Heimildarmynd hans var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir skömmu við góðar undirtektir. BAÐ DAVID LETTERMAN AFSÖKUNAR JOAQUIN PHOENIX Leikarinn bað David Letterman afsökunar á hegð- un sinni. LEIKUR BOMBU Kelly Brook er með allt á sínum stað. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 95% lesenda blaðanna Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 67% 5% 27% Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán.-lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent maí - júlí 2010. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.