Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 62
30 24. september 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Bandaríska tímaritið Star er ekki af baki dottið þótt leikarinn Ashton Kut- cher hafi hótað því öllu illu eftir síð- ustu frétt blaðsins sem snerist um meint framhjáhald hans. Kutcher er kvæntur Demi Moore en þau eiga fimm ára brúðkaupsafmæli á næstunni. Í gær birti blaðið textaskilaboð frá Kutcher sem hin 21 árs gamla Brittany Jones fékk frá honum en Kutcher og Jones eiga að hafa átt nokkrar inni- legar stundir á heimili Hollywood- hjónanna. People-tímaritið hefur eftir heimild- armanni sínum að þessar fréttir virð- ist hins vegar lítið bíta á hjónin. „Þau virðast allavega halda sínum vanda- málum fyrir sig,“ segir heimildarmað- urinn en Kutcher ku hafa heimsótt frúna á tökustað nýjustu myndar henn- ar og þar virtust skjötuhjúin svífa um á bleiku skýi. Kutcher hefur hótað Star málsókn en það verður fróðlegt að sjá hvort þetta nýjasta útspil tímaritsins verði til þess að einhverjar ormagryfj- ur opnist. Radaronline.com heldur því reyndar fram að meintur hjónadjöfull- inn hafi verið með Kutcher á heilanum í dágóðan tíma. Star herjar á Ashton BRESTIR Ef sögurnar um Ashton Kutcher reynast réttar má telja fullvíst að erfiðir tíma fara í hönd hjá Kutcher og Demi Moore. NORDIC/PHOTOS/GETTY Bandaríska tímaritið In Touch birti í gær forsíðu- frétt um að David Beckham hefði átt næturgaman með tveimur vændiskonum, borgað þeim háar summur fyrir kynlífsleiki og hitt aðra þeirra aftur. Bretar segja málið lykta af ofsókn- um og telja það samsæri gegn þjóðinni. Samkvæmt In Touch á David Beckham að hafa hitt vændis- konuna Irmu Nichi í ágúst 2007 á Le Parker Meridien-hótelinu í New York. Samkvæmt heimildum blaðsins á Beckham að hafa greitt henni 3.200 pund, eða tæpa hálfa milljón, fyrir þjónustu sína. Önnur vændiskona hafi síðan bæst í hóp- inn en henni er lýst sem lögulegri og brúnhærðri snót. Beckham á að hafa greitt Irmu aðra eins fjár- hæð fyrir að gista um nóttina og svo hafi þau hist aftur í London á Claridge-hótelinu mánuði seinna. Breska blaðið The Sun greinir frá því að Irma þessi hafi verið einn af skjólstæðingum hórumömm- unnar Kristin Davis sem gerði allt brjálað í New York þegar upp komst um svörtu bókina henn- ar en í henni voru geymd öll nöfn heimsfrægra viðskiptavina á borð við Eliot Spitzer, þáverandi ríkis- stjóra New York-ríkis. Samkvæmt The Sun logar nú allt í Bretlandi en þeir hafa tekið upp hanskann fyrir Beckham. Sumar samsæriskenningar á spjallborð- um í Bretlandi ganga svo langt að þetta sé vopn Þjóðverja gegn því að England fái að halda HM í knattspyrnu 2018. En Beckham er talsmaður þess verkefnis fyrir hönd Englands. Á það hefur nefni- lega verið bent að útgáfufélag In Touch, Bauer, sé þýskt en Þjóð- verjar hafa líka sóst eftir því að fá að halda umrætt mót. The Sun hefur eftir nánum vini Beckham-hjónanna að þau séu merkilega róleg yfir málinu, þau séu meira undrandi á því að blað- ið skuli hafi birt fréttina án þess að hafa nokkrar sannanir. Blað- ið greinir frá því að Bert Deixler, bandarískur lögfræðingur og sér- fræðingur í meiðyrðamálum, hafi verið fenginn til að höfða mál á hendur In Touch. Lögfræðingaher undir stjórn Gerrard Tyrrell mun stjórna málinu á Bretlandi og svo hefur verið safnað saman öllum helstu lögfræðingum Þýskalands til að sækja mál gegn útgefand- anum. Hvað sannleiksgildi frétta- rinnar varðar bendir vinur Beck- ham-hjónanna á að leikmaðurinn hafi vissulega verið í New York á umræddum tíma, hann hefði gist á Waldorf-hótelinu. freyrgigja@frettabladid.is Bretar standa með Beckham BERJAST MEÐ KJAFTI OG KLÓM Beckham-hjónin ætla ekki að láta frétt In Touch yfir sig ganga heldur ætla í mál við útgefandann á öllum vígstöðvum. NORDICPHOTOS/GETTY > OF KYNÞOKKAFULL Stjórnendur barnaþáttarins Sesame Street hafa hætt við að leyfa söngkon- unni Katy Perry að koma fram í gesta- hlutverki í þáttunum. Búið var að taka upp atriði með henni þar sem hún söng með Elmo og var bútur úr því sýndur á Youtube. Þar þótti notendum of mikið sjást í brjóstaskoru söng- konunnar og því var ákveð- ið að hætta við allt saman. Hafðu það notalegt um helgina! Kiljan í þættinum var mælt með... „…ein frægasta og áhrifamesta bók seinni tíma. Ranghugmyndin um Guð er eftir Richard Dawkins, sem er náttúrufræðingur, darwinisti, heim- spekingur eða hugsuður, og maður sem á ótrúlega gott með að koma til skila sinni fræðimennsku svo að almenningur lesi og hlusti“. Egill Helgason 2.490 kr. 2.790 kr. H an db æ ku r/ fræ ði bæ ku r/ æ vi sö gu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.