Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 24
JAFNRÉTTISDÖGUM HÁSKÓLA ÍSLANDS, SEM HAFA STAÐIÐ FRÁ ÞVÍ Á MÁNUDAG, LÝKUR Í DAG OG Í TIL- EFNI ÞESS EFNIR STARFSHÓPUR UM JAFNRÉTTISDAGA TIL UPPISTANDS Á SKEMMTISTAÐNUM FAKTORÝ. Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að vera ávallt í farar- broddi í jafnréttismálum og er þetta annað árið sem jafnréttis- dagar eru haldnir hátíðlegir. Á lokahófinu ætla nokkrir meðlim- ir Uppistöðufélagsins að standa upp og fara með gamanmál, eða þær Þórdís Nadia Semi- chat, Saga Garðarsdóttir, Íris Ellenberger og Elsa María. Kynnir er Eldar Ástþórsson, akt- ívísti og framkvæmdastjóri Kraums – Tónlistarsjóðs. Fakt- orý, sem stendur við Smiðju- stíg þar sem Grand Rokk var áður til húsa, opnar klukkan 21 og aðgangseyrir er enginn. - jbá Gamanmál á Faktorý Tilbo ðin e ru einn ig í v efve rslun www .lind esign .is Dúkaðu upp borðið 25-50% afsláttur af öllum borðdúkum fram á laugardag Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11—16 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUR –25% af öllum buxum um helgina Vorum að taka upp nýjar SOYA-vörur og nýja skokka. Súpa dagsins og fjórir réttir: Borðað á staðnum 1.590 kr. á mann Heimsending 1.590 kr. á mann Tekið með heim 1.450 kr. á mann s g Mjódd UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst í dag. „Lítill borðaði ég ekki nammi. Mig langaði hreinlega ekkert í það og vildi bara ávexti, en svo breyttist það og nú finnst mér sælgæti gott,“ segir Sigmar Snær Sigurðsson, tíu ára Hafnfirðingur, sem tekur sæti dómara þegar sjónvarpskokkarn- ir landsfrægu keppa innbyrðis á Matardögum í Smáralind í dag. Með Sigmari að dómarastörfum verða Anita Jacobsen tíu ára og matreiðslumeistarinn Siggi Hall, en keppendur eru Jói Fel frá Stöð 2, Hrefna Sætran af Skjá einum, Jóhanna Vigdís frá RÚV og Magnús Ingi af ÍNN. „Krökkum þykir alveg jafn gaman að koma í hollustuafmæli, en auðvitað verður að vera fullt af nammi líka. Ég er oftast með pitsur, kökur og ekk- ert hollt í mínu afmæli, en prófaði einu sinni að vera með græn- metisbakka og það var alveg smá vin- sælt,“ segir Anita og undir orð hennar tekur Sigmar heils hugar. „Það er jafn spennandi að koma í heilsuafmæli því gul- rætur og gúrkur eru allt í lagi. Við erum stundum með ávaxtapinna í mínu afmæli og það er dálítið vinsælt því eftir mikið súkkulaðiát fer mann að langa í eitthvað safaríkt og ferskt,“ segir Sigmar. Bæði börnin hlakka mjög til dómarastarfans í dag. „Ég varð hoppandi glaður þegar mamma sagði mér frá þessu og hélt hún væri að djóka. Ég hlakka til að smakka allt góðgætið og sjá hvern- ig Jói Fel leysir þetta því hann þekki ég best af þeim úr sjón- varpinu,“ segir Sigmar brosmild- ur. Anita tekur í sama streng: „Það gæti kannski orðið erfitt að velja sigurvegara ef þetta verður allt mjög gott,“ segir hún íhugul. Þau Anita og Sigmar eru sammála um að afmælisdagurinn sé besti dagur ársins, að meðtöldum jólunum. „Mér þykir allt- af jafn gaman að eiga afmæli því þá koma vinir manns til að hafa það gaman. Barnaaf- mæli verða samt að vera skipu- lögð og skemmtileg, og mikilvægt að opna gjafirnar þegar allir eru komnir svo þeir sjái hvað maður fær. Eftir það er best að fara í einn leik áður en maður borðar kökurn- ar og svo aftur í leiki á eftir,“ segir Anita sem dreymir um að halda afmæli sitt á Spáni þar sem gest- um hennar hefur verið boðið með. „Það er frábært að eiga afmæli og alltaf best að halda það heima því þá nær maður sambandi við gesti sína. Það er ekkert gaman að halda afmæli í til dæmis bíó, horfa á eina mynd og svo bara bæ og búið, en æðislegt að hafa fullt af kökum og nammi heima og fara í fataleik eða spennandi pakkaleik þar sem allir rétta pakkann ógeðs- lega hægt sín á milli til að halda honum hjá sér,“ segir Sigmar kátur, og stundum er pabbi hans með töfrabrögð, þótt hann vinni ekki við það. „En afmæli er alltaf nammidagur og oftast má ég ekki fá nammi þegar ég á líka afmæli því þá er ég búinn að fá svo mikið gotterí.“ thordis@frettabladid.is Langbesta barnaafmælið Það verður handagangur í öskjunni í Vetrargarðinum í dag þegar sjónvarpskokkar þjóðarinnar keppa sín á milli um besta heilsusamlega 10 ára afmælið en dómnefndina skipa tíu ára börn og sjálfur Siggi Hall. Hér eru þau Anita Jacobsen og Sigmar Snær Sigurðsson glaðhlakkaleg, enda í startholunum fyrir gómsæt og spennandi dómara- störf í Sjónvarpskokkakeppninni sem hefst klukkan 16 í Vetrargarðinum í Smáralind í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég prófaði einu sinni að vera með grænmetisbakka og það var alveg smá vinsælt.“ Sýnir nunnunnar Hildigerðar er dans- og tónverk sem verður frumflutt á Skriðu- klaustri á laugardag klukkan 15. Verkið er unnið af listamönnunum Megan Harrold og Charlie Rauh en þau hafa unnið að því í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri síðustu vikur. Bíó Paradís sýnir nýjar kvikmyndir frá öllum heimshorn- um auk eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsir kvik- myndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmynda- tengdum viðburðum. Hátíðin RIFF stendur þar yfir. www.bioparadis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.