Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 28
4 föstudagur 24. september Hvað er að koma? Magnetic kemur til Íslands! Fylgist með........ Köflóttar skyrtur hafa verið vinsælar undanfarið ár bæði meðal sætra stráka og flottra kvenna. Skyrt- urnar hafa meira að segja ratað á sýningarpalla tískuhúsanna og ber þar helst að nefna bleiku flannelskyrtuna frá Opening Ceremony haustið 2009. Gamla „grunge“-tískan sem var svo vinsæl á tíunda áratugnum hefur einnig verið að vakna aftur til lífsins síðustu mánuði og líkt og margir muna voru stórar, víðar flannelskyrtur í aðalhlutverki þá. Skyrtur sem þessa má klæða upp og niður og passar hún því jafn fullkomlega í sveitina sem og á barinn á góðu föstudagskvöldi. Skyrturnar fást í verslunum víða en þessi flotta, rauðköflótta skyrta er þó úr versluninni Vero Moda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Áslaug María Friðriksdóttir 41 ÁRS FRAMKVÆMDASTJÓRI OG VARA- BORGARFULLTRÚI Lýstu þínum persónulega stíl. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér hverju ég klæðist en mér finn- ast einstök föt skemmtilegri en fjöldaframleidd. Best er að klæð- ast fallegum efnum og óhefðbundn- um sniðum. Myndir þú kaupa þér þessa flík sjálf? Kæmi til greina, sérstak- lega af því hún var mjög þægi- leg. Mér finnst samt meira virði að kaupa flíkur hjá lókal hönnuðum, sem margir framleiða sínar vörur af mikilli hugsjón. Af hvaða tilefni myndir þú klæð- ast þessari flík? Hún yrði auðvit- að alveg elegant í útilegu, annars gengur hún vel upp við margs konar tilefni. Hvernig gekk að blanda flíkinni saman við þinn persónulega stíl og af hverju varð þessi sam- setning fyrir valinu? Ég reyndi nokkrar samsetningar en fannst þessi skyrta njóta sín best við svart og þá getur maður stillt fínheitin eins og þarf og bætt við fylgi- hlutum, eins og þessu handgerða spænska hálskögri sem mér fannst gera þetta persónulegra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.