Fréttablaðið - 24.09.2010, Page 21

Fréttablaðið - 24.09.2010, Page 21
 24. september 2010 FÖSTUDAGUR1 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 J óhannes Steinn Jóhannes- son, matreiðslumaður árs- ins 2008 og 2009 og kokk- ur á veitingastaðnum Vox, ætlar að eftirláta öðrum að keppa um titilinn í ár enda á hann fullt í fangi með að undirbúa sig undir heimsmeistarakeppnina í matreiðslu sem verður haldin í Lúxemburg í nóvember. Þangað stefnir hann með kokkalands- liði Íslands og eru stífar æfingar fram undan. Keppnin um matreiðslumann Íslands fer fram í Smáralind á sunnudag en hún er liður í Matar- dögum 2010 sem hófust í gær og standa fram á sunnudag. „Ég mun ekki láta mig vanta á keppn- ina og mun fylgjast spenntur með á hliðarlínunni enda verða þrír matreiðslumenna frá Vox að keppa,“ segir Jóhannes Steinn. Á Vox er norræn matarhefð í hávegum höfð og meðal hráefn- is sem Jóhannes Steinn notar eru íslenskir villisveppir úr Skorra- dal. „Stundum förum við sjálfir að tína en erum auk þess með hjálparkokka á staðnum.“ Jóhann- es Steinn gefur uppskrift að sveppaforrétti sem hann skerpir á með nautamerg. vera@frettabladid.is Jóhannes Steinn Jóhannesson, tvöfaldur matreiðslumaður ársins, mun krýna nýjan nýjan matreiðslu- mann Íslands á sunnudag enda sjálfur að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót. Eftirlætur öðrum titilinn Jóhannes Steinn notar aðallega norrænt hráefni. Hér er hann með alíslenskan sveppaforrétt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 box Flúðasveppir 250 g íslenskir kóngasveppir (má nota aðra villisveppi) 2 shallot-laukar 1 hvítlauksgeiri 1 l kjúklingasoð (má nota vatn og kraft) grænkál frá Eymundi Magnússyni bónda í Vallanesi mergur innan úr einum nautabeinlegg salt Kóngasveppasoð: Svitið laukinn og sveppina í potti, bætið soði við og sjóðið í 30 mínútur. Sigtið og smakkað til með salti. Steiktir sveppir: Steikið sveppina á snarpheitri pönnu í olíu og smá smjöri. Gott er að setja smátt saxaðan shallot-lauk út á sveppina eftir á. Kryddið með salti. Hér má nota hvaða villisveppi sem er. Jóhannes Steinn notar kantar- ellu, furusvepp, kóngasvepp og gulbrodda. Grænkál: Rífið kálið niður, skolið og dressið með olíu og salti. Nautamergur: Mergurinn er fenginn úr leggbeinum. Skerið hann niður og létteldið við vægan hita. Kryddið með salti. Færið sveppina og grænkálið upp á disk, setjið um það bil tvo mergbita á hvern disk og hellið soðinu yfir. ÍSLENSKIR VILLISVEPPIR, NAUTAMERGUR OG GRÆNKÁL forréttur fyrir fjóra Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is 4ra rétta Góð tækifæ risgjöf! Kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu Humarsúpa rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins það ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvenna með steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapioca með steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr. tilboðsseðill Auglýsingasími Fyrsta Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudagskvöldið 26. september klukkan 20. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tón- list, mikil áhersla er lögð á fyrirbænir og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.