Fréttablaðið - 16.10.2010, Side 2

Fréttablaðið - 16.10.2010, Side 2
2 16. október 2010 LAUGARDAGUR FÓLK „Það er margt annað sem maður hefur áhuga á að gera áður en maður verður alveg ónýtur til alls. Fyrir mann sjálfan bara,“ segir Ásmundur Þórhallsson, sem verið hefur húsvörður á Eiðum á Héraði um árabil og lengur en hann kærir sig um. Sveitarfélagið Austur-Hérað (Fljótsdalshérað í dag) seldi Sig- urjóni Sighvats- syni og Sigurði Gísla Pálmasyni húsakostinn þar sem héraðsskóli var á Eiðum í umdeildum við- skiptum á árinu 2001. Edduhót- el er rekið á Eiðum á sumr- in en notkunin á veturna er mjög stopul og oftast er þar þá alls enginn maður. Ásmundur, sem býr á Orms- stöðum skammt frá Eiðum, hefur verið þar hús- vörður og sinnt bæði viðhaldi og eftirliti. Hann sagði upp um síðustu áramót en gengur illa að fá sig lausan. „Ég lofaði Sigurjóni þegar ég hætti að ég skyldi kíkja á þetta þang- að til það yrði búið að ráða annan mann. Hann ætlaði að vera búinn að því áður en vorið kæmi en það er nú ekki komið enn. Það er senni- lega vetur ennþá,“ segir Ásmund- ur og hlær. „En ég er hræddur um að það sé vegna þess að það vantar aura eins og víða,“ bætir hann við. Síðan sumarvertíðinni lauk hjá Hótel Eddu kveðst Ásmundur nú fara annan hvern dag til að líta eftir á Eiðum. „Ég hef farið og kíkt upp á það hvort allt sé í lagi. Það er ekki hægt annað því þetta liggur bara undir eyðileggingu ef enginn lítur eftir,“ segir hann. Margir heimamenn hafa áhyggj- ur af því að byggingunum á Eiðum hnigni ört. Að sögn Ásmundar liggur húsakosturinn þó ekki beint undir skemmdum. Þótt hann sjálfur sé hættur að sinna viðhaldi bygginganna séu verk- takar fengnir í það sem sé bráð- nauðsynlegt, þá fyrst og fremst tengt hótelrekstrinum. „En það er ómögulegt að hafa ekki mann þarna til að líta eftir, því það eru svo mikil verðmæti í húfi. Ef rafmagn og hiti fer af og það frýs er þarna orðið millj- ónatjón. Það getur alltaf eitt- hvað klikkað,“ minnir húsvörð- urinn nauðugi á. „Ég er kominn á aldur og meira en það, varð hálf- áttræður í haust, þannig að það er kominn tími á það að ég fái að hætta.“ Ekki náðist í Sigurjón Sighvats- son í gær. gar@frettabladid.is Anna, voru kysstir margir franskir kossar í Sóltúni? Já, það var mikið um kossa og gleði í hjörtum og franskur andi sveif yfir vötnum. Anna Birna Jensdóttir er hjúkrunarforstjóri á Sóltúni þar sem haldnir voru Franskir dagar í vikunni með rauðvínsdrykkju, franskri tónlist og öllu tilheyrandi. SIGURJÓN SIGHVATSSON Hálfáttræður fastur í starfi sem húsvörður Þótt Ásmundur Þórhallsson hafi sagt upp sem húsvörður á Eiðum um síðustu áramót getur hann ekki hætt því eigandinn ræður ekki eftirmann eins og lofað var. Ásmundur er hálfáttræður og vill nú fara að gera eitthvað fyrir sig sjálfan. EIÐAR Héraðsskólinn komst í eigu einkaaðila árið 2001 og hafa byggingarnar verið í lágmarksviðhaldi allar götur síðan þá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hann ætlaði að vera búinn að því áður en vorið kæmi en það er nú ekki komið enn. Það er sennilega vetur enn þá. ÁSMUNDUR ÞÓRHALLSSON HÚSVÖRÐUR Á EIÐUM. SIGURÐUR GÍSLI PÁLMASON FÉLAGSMÁL Dagur hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra, var í gær og stóð Blindrafélagið fyrir margvíslegri dagskrá í tilefni dagsins. Blindrafélagið veitti Alþingi Samfélagslampa félagsins sem veittur hefur verið á deginum undanfarin ár. Var hann veittur Alþingi í tilefni af gildistöku laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og dauf- blinda einstaklinga. Þá sendi Umferðarstofa frá sér áminningu til ökumanna um að taka tillit til þess að blindir og sjónskertir eru virkir þátttakend- ur í umferðinni eins og aðrir. Það á ekki síst við þegar ökumenn leggja bílum sínum en þá þarf að gæta þess að þeim sé ekki lagt þannig að þeir hindri för gangandi vegfar- enda eða skapi óþarfa hættu. - mþl Dagur hvíta stafsins var í gær og gafst fólki færi á að prófa sjónhermigleraugu: Upplifðu reynsluheim blindra BLINDIR GANGA Fólki gafst tækifæri til að upplifa reynsluheim blindra með því að setja upp sjónhermigleraugu í göngu Blindrafélagsins í gær. Meðal þeirra sem prófuðu gleraugun voru Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVISS, AP Borun lauk í gær á göng- um undir Gotthard Massif-fjall- garðinn í Ölpunum sem eru frá og með deginum í gær lengstu göng í heimi. Göngin sem nefnast Gotthard Base-göngin eru alls 57 kílómetr- ar að lengd og taka því metið frá hinum japönsku Seikan-göngum sem eru 53 kílómetrar. Háhraðajárnbraut mun liggja í gegnum göngin sem verða aðal- lega notuð til að flytja vörur í gegnum Alpana. - mþl Boruðu heila 57 kílómetra: Lengstu göng heims tilbúin SÍÐASTI SPÖLURINN Fagnaðarlæti brutust út í göngunum þegar borað var í gegnum síðasta haftið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKEMMTUN Tvö hundruð gjafamið- ar á fjölskyldusöngleikinn Dísu ljósálf ruku út á fimmtán mínút- um í Austurbæjarbíói í gær þegar Fréttablaðið gaf áhugasömum lesendum miða á sýninguna. Söngleikurinn er í leikstjórn Páls Baldvins Baldvinssonar og verður frumsýndur eftir viku. Í aðalhlutverkum eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Steinn Ármann Magnússon. Gunnar Þórðarson sér um tónlistarstjórn. - mþl Fréttablaðið gaf leikhúsmiða: Miðar á Dísu ljósálf ruku út ÁNÆGÐIR LESENDUR Nokkur fjöldi fólks beið í anddyri Austurbæjarbíós þegar miðasalan var opnuð í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Ísland og Kanada hafa samið um samstarf í varnarmál- um. Í því felst meðal annars að Kanadaher mun stunda æfingar á Íslandi. Að auki nær það til aukins samráðs, upplýsingasam- skipta og menntunar og starfs- þjálfunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra og Peter G. MacKay, varnarmálaráðherra Kanada, undirrituðu samkomulagið í Brussel þar sem ráðherrar aðild- arríkja NATÓ funduðu fyrir helgi. Áður hefur Ísland samið um samstarf í varnar- og öryggis- málum við Dani, Norðmenn, Breta og Bandaríkjamenn. - bþs Samið um varnarsamstarf: Kanadaher æfir sig á Íslandi VIÐSKIPTI Byr hf. fær fimm millj- arða víkjandi lán úr ríkissjóði sem ráðgert er að Byr greiði upp á fimm árum. Þetta er hluti af samkomulagi um stofnun hins nýja Byrs á rústum þess gamla. Slitastjórn sparisjóðsins, fjár- málaráðuneytið og Byr hf. sömdu um þetta 14. október síðastliðinn. Hlutur ríkisins í Byr hf. verður 5,2 prósent en afgangurinn verð- ur í eigu Byrs sparisjóðs, sem er í slitameðferð, en í vörslu og umsjón fjármálaráðuneytisins næstu tvö ár. - sh Samið um uppgjör Byrs: Byr fær fimm milljarða lán SAMFÉLAGSMÁL Þjóðfundur um stjórnarskrá Íslands, sem fram fer 6. nóvember næstkomandi, er fullmannaður en þúsundasti þátt- takandinn staðfesti komu sína á fundinn í gær. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir það ánægjulegt að þegar hafi tekist að manna Þjóðfundinn, þótt enn séu þrjár vikur til stefnu. Fjöldi fólks hafi einnig þegar ákveðið að bjóða sig fram til stjórnlagaþings- ins. „Við finnum að áhugi og skiln- ingur á þessu merka verkefni vex óðum,“ segir Guðrún. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá þar sem gætt var að skiptingu þeirra eftir búsetu og kyni. Á næstu dögum munu allir þátttakendur fá sent bréf ásamt stjórnarskrá lýðveldisins. Jafnmargar konur eru skráðar á fundinn og karlar. Elsti þátttak- andi á Þjóðfundi er fæddur 1921, en fjórtán eru fæddir fyrir árið 1930. Yngstu gestirnir eru fæddir 1992 og verða þeir 22 talsins. Fundurinn er undanfari stjórn- lagaþings, en kosningar til þess fara fram 27. nóvember. Fram- boðsfrestur rennur út á hádegi næstkomandi mánudag. - shá Þúsundasti þátttakandinn á Þjóðfundi um stjórnarskrána hefur staðfest þátttöku: Þjóðfundurinn fullmannaður VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Stjórnarskráin sem Kristján IX. færði þjóðinni á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar hefur lítið breyst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Tugir einstaklinga eru til rannsóknar hjá Fjármála- eftirlitinu vegna gruns um að þeir hafi nýtt sér upplýsingar um stöðu bankanna í aðdraganda hrunsins til að hagnast á hluta- bréfasölu. Þetta kom fram í frétt- um RÚV í gærkvöldi. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins sagði í fréttatímanum að erfitt væri að sanna sök í málum af þessu tagi. Sum hafi verið felld niður en önnur séu enn í rann- sókn. Hann býst þó við að einhver málanna endi með ákæru. - sh Nóg að gera hjá FME: Rannsaka tugi innherjasvika SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.