Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 32
32 16. október 2010 LAUGARDAGUR
Ó
markaðsdrifnar listgreinar
eru í mikilli samkeppni við
markaðsvænar skemmtan-
ir um allan heim en hefur
gengið illa að verja stöðu
sína og réttlæta opinberar
niðurgreiðslur.
Í opnunarfyrirlestri á sviðslistahátíð-
inni Keðju í Tjarnarbíói á dögunum ræddi
dr. Dragan Klaic vanda ómarkaðsdrifinna
listgreina á tímum niðurskurðar. Útgangs-
punktur hans var sá að menningarstofnan-
ir sem reknar væru fyrir opinbert fé bæru
ábyrgð þegar kæmi að lýðræði í samfélag-
inu og að þeim bæri að vera brautryðjend-
ur í listrænni nýsköpun en ekki eftirmynd
markaðsdrifinnar skemmtunar. Þetta hefði
hins vegar ekki tekist. Helsta ástæðan væri
sú að ríkjandi fyrirkomulag í opinberum
menningarrekstri væri staðnað og úrelt.
Fréttablaðið ræddi við dr. Klaic að loknum
fyrirlestri.
Úreltar stofnanir
Þú heldur því fram að hefðbundnar menn-
ingarstofnanir séu tímaskekkja. Hvað áttu
við?
„Aðstæður opinberrar menningar hafa
gjörbreyst á undanförnum áratugum. Hnatt-
væðing hefur gjörbreytt samhengi hennar,
það hefur orðið sprenging í menningargrein-
um, markaðsdrifin skemmtun hefur náð
ríkjum, stafræna byltingin kom til sögunn-
ar og lífsstíll fólks er orðinn miklu einstakl-
ingsmiðaðri. Það eru miklu fleiri listamenn
um hituna; gömlu stofnanaleikhúsin sitja
ekki lengur nánast ein að áhorfendahópn-
um. Þetta og fleira hefur gert að verkum að
rótgrónu menningarstofnanirnar eru orðnar
pólitískt ósjálfbærar.“
En má ekki halda því fram að þessar
stofnanir hafi ákveðið þjóðmenningarlegt
gildi?
„Út á það ganga þjóðernissinnuðu íhalds-
rökin – að menningarstofnanirnar endur-
spegli á einhvern hátt sjálfsmynd viðkom-
andi þjóðar, listasögu hennar og landlægar
hefðir. Þetta er úrelt viðhorf, hugtak á borð
við þjóðleikhús hefur afar litla merkingu nú
til dags.“
Hugmyndafræðileg eyðimörk
En andstæðingar opinberra styrkveitinga
myndu halda því fram að einmitt af þessum
ástæðum sem þú nefnir sé opinber menning-
arrekstur orðinn óþarfur.
„Já, það eru frjálshyggjurökin. Einkavæð-
um allt og látum markaðnum eftir menning-
una. Ég hafna því vegna þess að það stuðlar
að menningarlegri einsleitni; í markaðs-
drifnu leikhúsi verður engin listræn endur-
nýjun og nýsköpun, sem er hverju lýðræðis-
samfélagi nauðsynleg. Opinber menning og
opinber rými stuðla að samfélagslegri með-
vitund borgaranna.
Á hinn bóginn höfum við líka popúlista-
rökin gegn opinberri menningu, sem eru á
þá leið að menning og listir séu áhugamál
vinstraliðsins eða elítunnar, sem sé að láta
skattgreiðendur niðurgreiða tómstundagam-
anið sitt. Það þarf að svara þessum öflum
fullum hálsi. Það er til dæmis auðveldlega
hægt að sýna fram á að hópurinn sem sækir
tónleika og leikhús er frekar fjölbreyttur
og sú fjölbreytni helst í hendur við niður-
greiðslur. Því ódýrari sem miðinn er, því
fjölbreyttari er áhorfendahópurinn.
En þetta er ekki það eina sem stendur
opinberri menningu fyrir þrifum. Vand-
inn er líka sá að vinstriflokkarnir hafa ekk-
ert haft til málanna að leggja undanfarna
þrjá áratugi – hvorki sósíaldemókratar né
græningjar. Jú, þeir slá um sig með frös-
um um aukna þátttöku, aukið aðgengi, lágt
miðaverð og svo framvegis en vinstrið er
hugmyndafræðileg eyðimörk hvað opinbera
menningu varðar.“
En hvað er til ráða? Á að stokka menning-
arstofnanirnar rækilega upp?
„Kerfið þarfnast sannarlega allsherjar
endurskoðunar en ég mæli ekki með rót-
tækri uppstokkun. Hættan er sú að dæmið sé
ekki hugsað til enda og fyrir vikið geri það
meiri skaða en gagn. Þetta er það sem hefur
verið að gerast á Norðurlöndunum. Fram-
lög til stofnanaleikhúsa eru skorin niður í
litlum skömmtum og þeim er ýtt í áttina að
markaðnum.
Í stað þess að hleypa nýju lífi í opinbera
menningu stöndum við uppi með niðurgreidd
markaðsleikhús. Það er þversögn. Ef við lítum
á efnisskrána hjá flestum stofnanaleikhúsun-
um í Skandinavíu sjáum við að þorri sýning-
anna sem þau bjóða upp á er markaðsvænt
drasl. Framkvæmdastjórarnir segja: „En við
verðum að sýna allt þetta drasl til að geta boðið
af og til upp á góða sýningu.“ Ég segi: Hætt-
um að niðurgreiða markaðsdrifið drasl. Látum
markaðsöflunum eftir slíkar sýningar!“
En hvaða tökum á þá að taka opinberan
menningarrekstur?
„Útgangspunkturinn á ekki að vera sá að
spara pening eða hagræða, heldur að styrkja
og efla opinbera menningu. Landslagið er
ekki lengur bundið við gömlu menningar-
stofnanirnar; sjálfstæðum leikhópum fer
fjölgandi, einstökum verkefnum og menn-
ingarhátíðum.
Öll þessi ólíku form hafa sitthvað til síns
ágætis og verðskulda jafna möguleika á opin-
berum styrkjum, þar sem fyrri árangur og
áform eru höfð til hliðsjónar en ekki söguleg
hefð, þar sem styrkirnir renna sjálfkrafa til
sömu stofnana.
Auk þess að uppræta einokun ákveðinna
menningarstofnana á fjárveitingu er hægt
að dreifa ákvarðanatöku og auka eftir-
lit með tilliti til markmiða, gæðakrafna og
væntinga.“
Menningarhallir byggðar á órum
Þú minntist líka á rýmisvanda stofnana.
„Já. Flest opinber leikhús eru með 500 til
700 sæti. Það er ekki nóg til að vera gróða-
vænlegt og of mikið fyrir ómarkaðsdrifnar
sýningar. Húsið sem við erum í, Tjarnarbíó,
er mjög heppilegt rými; 150-450 manna hús
er góð stærð fyrir opinbera menningarstarf-
semi. Það er ekki of dýrt í rekstri og sætanýt-
ing er tiltölulega góð.
Það er eins og menn hafi ekki enn áttað sig
á því að menningarleg samkeppni hefur stór-
aukist á undanförnum áratugum. Í flestum
borgum með yfir 100 þúsund íbúa hefur fólk
úr mörgum uppákomum að velja. Það er ólík-
legt að góð sætanýting náist kvöld eftir kvöld
í 500 til 1000 sæta sal, sérstaklega ef verið er
að gera eitthvað flókið og krefjandi.“
Hvernig líst þér þá á tónlistarhúsið, Hörpu,
sem er að rísa við höfnina?
„Þetta er hættulegur staður. Svona menn-
ingarhallir byggja á þrjátíu ára gömlu úreltu
módeli. Kostnaðurinn við yfirbygginguna
á eftir að verða gríðarlegur, þetta verður
orkusvelgur og það verður erfitt að bjóða
upp á dagskrá sem laðar að nógu margt
fólk.
En þetta er ekkert einsdæmi. Víða í Aust-
ur-Evrópu er verið að byggja tröllaukin hús
í þessum dúr fyrir peninga úr framkvæmda-
sjóðum ESB. Það er útbreidd ranghugmynd að
í öllum Evrópuborgum sé hægt að bjóða upp á
200 tónleikadaga á ári. Þetta eru draumórar,
en alls ekki séríslenskir.“
Hvernig losnar opinberi menningargeir-
inn úr þessari pattstöðu sem þú telur hann
vera í?
„Það er ljóst að sú yfirhalning sem opinber
menning þarfnast mun ekki verða að frum-
kvæði stjórnmálamanna. Það stendur upp
á listamenn að mynda breiðfylkingu með
almenningi um að koma breytingum í gegn.
En ég sé satt best að segja lítil merki þess að
það sé að fara að gerast.“
Ábyrgð að sýsla með opinbert fé
Þú segir að opinber menning eigi ekki að vera
rekin á forsendum markaðarins en engu að
síður geti menningargeirinn tileinkað sér
margt úr viðskiptum. Hvað áttu við?
„Þótt markmiðið listamanna sé ekki að
græða peninga heldur búa til merkilega afurð
verða þeir engu að síður að gera fjárhags-
áætlun og halda sig við hana, vinna með það
fé sem þeir hafa á milli handanna, gera raun-
hæfar áætlanir um mögulega aðsókn og svo
framvegis.
Í því felst ábyrgð að sýsla með opinbert
fé. Mér finnst alltaf jafn sláandi að hugsa
til þess að á Ítalíu eru rekin að mig minnir
fjórtán opinber óperuhús, sem samanlagt
eru rekin með halla upp á um 460 milljón-
ir evra. Og enginn kippir sér upp við það! Í
stjórnum þessara húsa sitja stjórnmálamenn,
kaupsýslumenn, auðjöfrar. Þetta fólk hefur
enga ábyrgðartilfinningu gagnvart almenn-
ingi. Hvernig getur þetta lið horft á sjálft sig
í spegli?
Að hluta til helgast þetta af litlu gagnsæi.
Niðurgreiðslur eru sjaldnast veittar á grund-
velli afmarkaðs samnings, með ákvæðum um
markmið, væntingar og skyldur, heldur með
opinberri fyrirskipun. Mögulega fylgja ein-
hver almenn skilyrði en það er ekkert eftirlit
með því. Því fer sem fer.“
Í rannsóknum þínum blínir þú á menningar-
geirann í alþjóðlegu samhengi. Sumir myndu
halda því fram að margt af því ætti ekki við á
Íslandi, sökum fámennis og landfræðilegrar
einangrunar.
„Sérstaða Íslendinga er vissulega nokk-
ur; þið eruð fámennara ríki en gengur og
gerist. Á móti kemur að þátttökuhlutfall á
opinberum menningarviðburðum á Íslandi
er með því hæsta í heiminum. Þið eruð
með mjög góðar aðsóknartölur og ég komst
meðal annars að því að eftir hrun hefur tón-
leika- og leikhúsaðsókn aukist. Það er mjög
hughreystandi.
Það má heldur ekki gera of mikið úr þess-
ari sérstöðu; ýmislegt sem fólk hefur nefnt
við mig sem séríslenskt einkenni eða þróun
á sér hliðstæðu víða í Evrópu. Í stað þess að
líta á Reykjavík sem höfuðborg í litlu landi
eigið þið að líta á hana eins og hverja aðra 120
þúsund manna borg í Evrópu.“
Við eigum ekki að niðurgreiða drasl
Opinber menning er hverju lýðræðissamfélagi nauðsynleg að mati dr. Dragans Klaic en hið ríkjandi fyrirkomulag er staðnað og
úrelt. Hefðbundin stofnanaleikhús eru smám saman að breytast í niðurgreidd markaðsleikhús. Í samtali við Bergstein Sigurðsson
ræðir Klaic framtíð opinberrar menningar og hvers vegna hann telur tónleikahallir á borð við Hörpu vera hættulega staði.
DR. DRAGAN KLAIC „Framlög til stofnanaleikhúsa eru skorin niður í litlum skömmtum og þeim er ýtt í átt-
ina að markaðnum. Í stað þess að hleypa nýju lífi í opinbera menningu stöndum við uppi með niðurgreidd
markaðsleikhús. Það er þversögn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Dr. Dragan Klaic er fæddur í fyrrum Júgóslavíu en býr í Hollandi. Hann hlaut doktorsgráðu í leik-
húsfræðum frá Yale-háskóla árið 1977. Hann er fyrrverandi prófessor við Listaháskólann í Belgrad
og Amsterdamháskóla, stjórnaði Theater Instituut Nederland á árunum 1992-2001, var formaður
EFAH 2001-2004 og er stofnandi og formaður European Festivals Research Project. Í dag starfar
dr. Klaic sem rithöfundur, fræðimaður, menningarrýnir, fyrirlesari, ráðgjafi og kennari, þar sem
hann fjallar um sviðslistir í samtímanum, menningarstefnu og alþjóðlega menningarsamvinnu.
Hann hefur skrifað ýmis menningartengd rit og greinar og vinnur nú að bók um framtíð leikhúsa
í Evrópu. Dr. Dragan Klaic vinnur nú að nýrri bók um leikhús í Evrópu í dag og framtíð þeirra.
Nánari upplýsingar er að finna á www.draganklaic.eu
DR. DRAGAN KLAIC
Vandinn er líka sá að vinstri flokkarnir hafa
ekkert haft til málanna að leggja undanfarna
þrjá áratugi – hvorki sósíaldemókratar né
græningjar.