Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 36

Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 36
36 16. október 2010 LAUGARDAGUR K arlmenn eru fús- ari en nokkru sinni fyrr að axla ábyrgð í málefnum fjölskyld- unnar, til að mynda með því að fara í ófrjósemisaðgerð, hafi par ákveð- ið að eignast ekki fleiri börn. Þetta segir Guðjón Haraldsson þvag- færaskurðlæknir. Í fyrra fóru 358 karlar í ófrjósemisaðgerðir en tíu árum fyrr voru þeir 202, árið 1995 voru þeir 87. „Karlmenn eru miklu fúsari til þess að axla ábyrgð á stærð fjöl- skyldunnar en var,“ segir Guðjón Haraldsson þvagfæraskurðlækn- ir. Hann segir ófrjósemisaðgerð- ir ekki lengur feimnismál, sem sé afar gott. „Menn ræða þetta sín á milli sem góða og varanlega getn- aðarvörn. Það hefur orðið mjög heilbrigð, opin og vandræðalaus umræða um þessar aðgerðir,“ segir Guðjón sem segir mikið hafa breyst þegar horft sé tíu til fimmt- án ár aftur í tímann. „Þátttaka karla í umönnun er orðin meiri og þeir eru virkari í fjölskyldulífinu sem hefur örugglega sitt að segja. Fólk er almennt gríðarlega vel upplýst og veit að þessi aðgerð er ekki mikið mál og dregur ekki úr kynhvötinni nema síður sé.“ Fullkomin getnaðarvörn Guðjón segir þó afar mikilvægt að menn velti vel fyrir sér aðgerðinni áður en þeir láti til skarar skríða. Þeir fari til að mynda alltaf fyrst í viðtal hjá þvagfæraskurðlækni þar sem farið er yfir aðgerð- ina og hvernig hún fer fram og eftirmál. Í stuttu máli eru sáðleiðarar í eistum karlmanns rofnir, stykki tekið úr þeim og lokað fyrir báða enda. Aðgerðin er minni hátt- ar og nægir staðdeyfing. Guðjón segir þó suma karlmenn kjósa að vera svæfðir, sumir vilji ekki vera vakandi í aðgerðinni. Karl- menn séu almennt fljótir að jafna sig eftir aðgerðina og fari heim að henni lokinni. Til samanburð- ar sé ófrjósemisaðgerð á konum mun meira mál en fara þarf inn í kviðarhol kvenna til að loka eggjaleiðurum með klemmum eða plasthringjum. Eftir að sáðleiðarar hafa verið rofnir komast sáðfrumurnar ekki leiðar sinnar og að átta vikum loknum eru þeir búnir að tæma sig og getnaðarvörnin er fullkom- in. Sæðisvökvi heldur hins vegar áfram að myndast, hann á að mestu leyti upphaf sitt í blöðruhálskirtli og sáðblöðrum og karlmenn sjá því vart mun á sæðismagni eftir aðgerð. Eini munurinn er sá að engar sæðisfrumur eru í sæðinu. Eftir átta vikur er karlmönnum ráðlagt að skila inn sæðisprufu til að athuga hvort aðgerðin hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Aðgerðin er varanleg getnaðar- vörn og þeir sem í hana fara verða að gera sér grein fyrir því. Árang- ur af endurtengingu sáðleiðara er til að mynda ekki sérlega góður eða innan við 30 prósent. Sá möguleiki er reyndar einnig fyrir hendi að sækja sæðisfrumur í eistun og nota til tæknifrjóvgunar. Af því er betri árangur eða yfir 50 prósent.“ Biðja um herraklippingu „Hópurinn sem hingað kemur er að langstærstum hluta karlmenn eldri en 35 ára sem eru í sambandi og eiga á bilinu tvö til fjögur börn og eru sáttir við það hlutskipti. Þeir gantast gjarnan með það strákarn- ir þegar þeir koma hingað að þeir séu að fara í herraklippingu og þá er öllum hér ljóst hvað um er að ræða,“ segir Guðjón. Axla ábyrgð með ófrjósemisaðgerð Sífellt fleiri karlar fara í ófrjósemisaðgerð. Langflestir eru í sambandi og hafa eignast tvö börn eða fleiri þegar þeir ákveða að eignast ekki fleiri börn. Sigríður Björg Tómasdóttir komst að því að fjölgun aðgerða er ein birtingar- mynd þess að karlar taka meiri ábyrgð í fjölskyldulífinu. „Ég fór í ófrjósemisaðgerð þegar ég var þrítugur. Hjá mér atvikaðist þetta þannig að við hjónin settumst niður og skoðuðum stöðuna okkar. Við vorum þá búin að eignast okkar þriðja barn, þetta var fjárhagslega erfiður tími þó að við höfum þraukað það. En við sem sagt ákváðum að við vildum ekki eignast fleiri börn og ég sé alls ekki eftir því,“ segir Einar Halldór Jónsson. „Auðvitað varð ég að hugsa þetta alveg til enda og ég gerði það, ég settist niður með sjálfum mér og hugsaði: ég á þessi þrjú börn og hvað er það versta sem getur gerst? Ég er ekki það barnalegur að ég haldi að það sé tryggt að ég verði með konunni minni það sem eftir er ævinnar. En ég hugsaði með mér, hvað er það versta sem getur gerst? Jú, það að hún hendi mér út. Er þá það fyrsta sem ég ætla að gera að eignast ný börn með nýrri konu? Ég velti þessu fyrir mér og komst að því að ég ætlaði ekki að hafa áhyggjur af því. Sama hvað gerist þá á ég alltaf þessi börn og þarf ekki að eignast fleiri. Og þannig er þetta líka mjög rómantísk ákvörðun, ég er með þessu að segja að ég ætli bara að eignast þessi börn sem við eigum saman. Svona aðgerð hefur líka góð áhrif á kynlífið, það þarf ekki að hugsa frekar um getnaðarvarnir en konan þoldi illa pilluna.“ Einar Halldór segir það ekki hafa komið til greina á sínum tíma að konan hans færi í ófrjósemisaðgerð til að koma í veg fyrir frekari barneignir. „Aðgerðin á konum er erfiðari og svo var hún nýbúin í erfiðri nýrnaaðgerð. En aðgerðin tók enga stund og ég fór heim samdægurs, þetta snýst aðallega um að taka ákvörð- unina,“ segir Einar Halldór, sem segist aldrei hafa séð eftir henni. Þó hafi hann slegið á þráðinn til læknis nýverið til að fá upplýsingar um líkurnar á því að hann gæti eignast barn. Þau hjónin hafi fengið smá fiðring, en þegar þau hafi sest niður og skoðað málið þá hafi þau afráðið að bæta ekki við fjórða barninu. „Við eigum þrjú börn, 12, 15 og 19 ára gömul og þau þurfa á okkur að halda í dag, sambandið breytist þegar börnin eldast en þau þurfa samt á manni að halda. Svo þarf líka að hugsa um fjárhagslegu hliðina þegar barneignir eru íhugaðar.“ Einar Halldór hefur verið opinskár um þessa ákvörðun sína frá fyrstu tíð. „Þetta er ekkert feimnismál þó að það hafi oft vakið hlátur til að byrja með að ég hafi farið í ófrjósemisaðgerð. Ég hef oft verið kallaður Einar grjónapungur af vinum mínum,“ segir Einar Halldór og hlær. „En ég sé alls ekki eftir þessu og hef oft sagt við vini mína: if you got the balls to do it then do it.“ GÓÐ ÁHRIF Á KYNLÍFIÐ 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 700 600 500 400 300 200 100 0 ÓFRJÓSEMISAÐGERÐIR 1995 - 2009 Á sama tíma og ófrjósemisaðgerðum karla hefur fjölgað hefur ófrjósemis- aðgerðum kvenna fækkað mikið. Að mati Reynis Tómasar Geirssonar, yfir- læknis á kvennadeild Landspítalans, er vitaskuld samhengi þar á milli. Hann segir viðhorf karlanna greinilega hafa breyst mjög mikið. Þeir taki meiri þátt í fjölskyldulífinu en fyrr og óttist ekki lengur að ófrjósemisaðgerð dragi úr karlmennsku þeirra. Aðgerðin á konunum sé vissulega meira mál, en á það beri einnig að líta að til séu betri getnaðarvarnir nú fyrir konur á seinni hluta fæðingaraldurs, til að mynda hormónalykkjan, sem sé getnaðarvörn sem dugar í fimm ár eftir að hún hefur verið sett í. Hann bendir einnig á að eftir að fæðingar- aldur kvenna hækkaði þá þurfi konur síður á ófrjósemisaðgerð að halda. FLEIRI KARLAR OG FÆRRI KONUR Karlar Konur FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is KAFFIVÉLAKYNNING Þér er boðið í kaffi í dag frá kl 11:00 til kl 15:00 Jura kaffivélar fyrir alla sem elska kaffi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.