Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 40

Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 40
heimili&hönnun4 Kristján leitaði fanga í Góða hirðinum og fékk hægindastólinn fyrir slikk. Kristján smíðaði borðstofu- borð fyrir heimilið. Stólarnir leyndust á smíðaverkstæði frænda Kristjáns og reyndust í hinu besta ástandi. Kristján smíðaði náttborðið úr afgangs eikarparketti. Borðið er á þremur fótum en Kristján hefur gaman af hlutum sem fá áhorfandann til að efast um að þeir geti staðið. Kertastjakann keyptu Kristján og Erla í Epal. Kristján Brynjar Bjarnason er ný- fluttur inn í nýtt hús við Laugaveg ásamt unnustu sinni Björgu Val- geirsdóttur. Þrátt fyrir staðsetn- inguna segir Kristján rólegt í hús- inu. „Við þekkjum bæði miðbæjar- skarkalann en við verðum ekki vör við neitt, þetta er eins og að búa uppi í sveit,“ segir Kristj- án. Beðinn um að lýsa heimilinu segir hann stílinn blöndu af nýju og gömlu. Leitað hafi verið fanga í Góða hirðinum en heimilið prýða einnig húsgögn eftir Kristján sjálf- an, sem er húsasmiður að mennt. „Borðstofuborðið smíðaði ég því mér blöskraði verðlagið á borð- stofuborðum á markaðnum. Þetta er mdf-plata lökkuð með bílalakki en grindina og fæturna smíðaði ég úr tekkstaur sem ég fékk ódýrt og þurrkaði upp. Ég nýtti afgang- inn af honum í litla drauga sem ég hef í gluggakistunni,“ segir Kristj- án þar sem hann situr við glugg- ann í gömlum stól úr Góða hirðin- um. Stólana við borðstofuborðið sá Kristján á smíðaverkstæði hjá frænda sínum sem hann vann hjá um tíma. Hann hafði lengi auga- stað á þeim áður en hann fékk þá gefins. „Stólarnir eru í fínu ástandi. Við vitum ekki alveg upp- runa þeirra, hvort þeir eru íslensk sjóræningjaútgáfa af stólum Hans J. Wegner eða hvort þeir eru eftir hann sjálfan, en við erum mjög ánægð með þá. Skenkinn fengum við líka í Góða hirðinum. Hann var illa farinn svo ég sparslaði hann upp og málaði. Björg hefur gaman af styttum héðan og þaðan og gylltu ugluna á skenknum fékk hún að gjöf frá ömmu sinni. Í skál- inni býr síðan gullfiskurinn okkar, hún Gerður.“ Smíðaði eigið borðstofuborð ● Heimili Kristjáns Brynjars Bjarnasonar og Erlu Bjargar Valgeirsdóttur prýða heimasmíðuð húsgögn í bland við gamalt og nýtt. Skenkinn gerði Kristján upp en hann var illa farinn. Gylltu ugluna fékk húsmóðirin frá ömmu sinni og bak við hana syndir gull- fiskurinn Gerður í hringi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● HÚSRÁÐ KRISTJÁNS Ef bruna- blettur kemur í tekk hef ég heyrt að gott sé að láta majónes liggja á blettinum, þá eigi hann að hverfa. Ég hef reyndar ekki prófað þetta sjálfur. Gamla mublu úr tekki má pússa upp með sandpappír, þannig nást öll óhreinindi og blettir úr viðnum. Pússa olíu ofan í viðinn með sandpappírnum. Best er að nota rétta olíu eða þar til gerða tekkolíu. Láta olí- una liggja og þurrka svo olíuna sem ekki dregst inn í viðinn af með þurrum klút. Ekki maka of oft á tekk, viðurinn á ekki að verða gegnsósa af olíu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.