Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 90

Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 90
58 16. október 2010 LAUGARDAGUR Vinskapurinn milli söngkonunnar Jessicu Simpson og hárgreiðslumannsins Kens Paves hefur runnið sitt skeið ef marka má sögusagnir vestan hafs. Simpson og Paves voru óaðskiljanleg í langan tíma en hafa ekki talast við frá því að Simpson fann sér kærasta. „Jessica hafði bara tíma fyrir Ken þegar hún var á lausu. Ef hún átti kærasta þá heyrðist ekk- ert í henni, ekki fyrr en sambandinu lauk,“ var haft eftir sameiginlegum vini þeirra. Í nýlegu viðtali viðurkenndi Paves að hann væri ekki lengur hárgreiðslumaður Simpson en sagði þau enn vini. „Við Jessica höfum verið vinir í tólf ár og vináttan mun ávallt vera til staðar. Ég hef verið mjög upptekinn og hún sömuleiðis þannig að við höfum lítið sést undanfarið.“ Vináttan brostin HÆTT AÐ HITTAST Jessica Simpson og Ken Paves hafa ekki átt góða vinastund í langan tíma. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Colin Farrell er hættur með kærustu sinni og barnsmóður, Alicja Bachleda- Curus. Farrell kynntist Bachleda- Curus fyrir tveim- ur árum og eiga þau saman eins árs gamlan son. Á hún að hafa fengið nóg þegar henni varð ljóst að leikarinn mundi aldrei festa ráð sitt. Farrell er annálaður kvenna- maður og partíljón og virðist það engan endi ætla að taka. Fyrir stuttu sást hann á lífinu með ofurfyrirsætunni Agyness Deyn. Partíljón á lausu COLIN FARRELL Enski tenórinn Paul Potts syngur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í desember. Potts ræddi við Fréttablaðið um feril sinn, nýja plötu og förina til Íslands. „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands í desember. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem þangað og það er alltaf gaman að heimsækja nýja staði,“ segir enski tenórinn Paul Potts sem verður meðal góðra gesta á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „En ég býst við að það verði mjög kalt, þannig að ég verð örugglega vel búinn.“ Potts sló í gegn fyrir þremur árum er hann sigraði í raunveruleikaþætt- inum Britain ś Got Talent. Flutning- ur hans á laginu Nessun dorma eftir tónskáldið Puccini snerti taugar Simons Cowell og félaganna í dóm- nefndinni rétt eins og hjá áhorfend- um um allan heim. Til marks um það hafa tæplega sjötíu milljónir manna skoðað myndband af frammistöðu hans á Youtube. Potts býst fastlega við því að syngja Nessun dorma á Íslandi. „Ég syng það á flestum tónleikum en ég reyni að hafa það aðeins öðruvísi í hvert sinn. Ég hef misst töluna á þeim skiptum sem ég hef sungið lagið en það er engu að síður stór ástæða fyrir því að ég er að gera það sem ég geri núna og ég verð ekkert leiður á því að syngja það.“ Potts var áhugasöngvari og seldi farsíma hjá Carphone Warehouse í Wales áður en hann sló í gegn. Núna er hann eftirsóttur söngvari víða um heim og hefur selt tvær fyrstu plötur sínar í milljónum eintaka. Hann er þessa dagana á ferðalagi um heiminn til að kynna sína þriðju plötu, Cinema Paradiso, sem hefur að geyma þekkta kvikmyndatón- list, eða lög á borð við Moon River, Wonderful World og þemalögin úr Godfather-myndunum og Gladiator. Upptökustjóri var Simon Franglen sem hefur starfað við stórmynd- irnar Titanic og Avatar. „Það er frábært að vinna með náunga eins og honum og ég er mjög ánægður með þessa plötu,“ segir Potts, sem er sjálfur mikill kvikmyndaáhuga- maður. „Það voru kvikmyndir sem vöktu fyrst áhuga minn á sígildri tónlist,“ segir hann og nefnir til sögunnar myndirnar E.T. og Star Wars. Söngvarinn er afar þakklátur fyrir frama sinn í tónlistarheimin- um en viðurkennir að þessi skyndi- lega frægð sem hann hlaut hafi verið mikil viðbrigði. „Ef þú tekur hlutunum eins og þeir eru og lætur þá ekki hafa áhrif á þig er þetta allt í lagi. Það hefur verið frábært að hitta sumt af því fræga fólki sem ég hef hitt en það skemmtilegasta er að geta gert það sem ég elska að gera og heimsækja yndislega staði,“ segir hann og er sérstaklega hrif- inn af ferðalögum sínum til Asíu. Spurður hvar hafi verið skemmti- legast að syngja segir söngvar- inn: „Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að syngja í óperuhúsinu í Sydney og í Royal Albert Hall. Þetta eru tvö af frægustu tónleika- höllum í heimi og að syngja þar hafa ekki margir tækifæri til að gera. Fólk hefði haldið að ég væri brjálaður ef ég hefði sagt því frá þessu fyrir fjórum árum. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta.“ Potts hlustar á alls konar tónlist, ekki bara óperutónlist heldur einn- ig popp og rokk. Þar eru Genesis, Dire Straits, Queen og Phil Coll- ins í mestu uppáhaldi. Eurovision- söngvararnir Alexander Ryback og Jóhanna Guðrún verða á meðal gesta á jólatónleikunum. Potts seg- ist lítið hafa fylgst með Eurovision- keppninni í gegnum tíðina, enda nýtur keppnin takmarkaðra vin- sælda í Bretlandi. „Ég hef kynnst Eurovision töluvert á ferðalögum mínum en því miður er keppnin ekki tekin mjög alvarlega í Bret- landi. Við höfum ekki náð góðum árangri og það er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Bretar taka hana ekki alvarlega,“ segir hann. Potts hélt upp á fertugsafmælið sitt 13. október síðastliðinn en náði ekki að halda upp á það að ráði vegna þess að hann þurfti að mæta í morgunsjónvarp í Þýska- landi daginn eftir. Hvernig líður honum, kominn á fimmtugsaldur- inn? „Mér líður eins og ég sé mjög gamall. Þeir segja að lífið byrji þegar maður verður fertugur en ég myndi frekar vilja fara aftur til baka í tímann,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is Ég er þakklátur fyrir að vera þar sem ég er í dag PAUL POTTS Söngvarinn syngur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í desember. NORDICPHOTOS/GETTY Það skemmtilegasta er að geta gert það sem ég elska að gera og heimsækja yndislega staði. PAUL POTTS Breska söngkonan Cheryl Cole gerði erfðaskrá þegar hún glímdi við alvarleg veikindi í sumar. Cole greindist með malaríu eftir að það leið yfir hana í myndatöku og segist hún sjálf hafa haldið að hún mundi deyja. „Mér var svo illt að ég hugsaði að ef ég ætti að deyja vildi ég gera það fljótt,“ sagði Cole í opin- skáu viðtali við breska sjónvarps- manninn Piers Morgan. Ákvað söngkonan því að gera erfðaskrá þar sem hún deildi eigum sínum og auði milli vina og vandamanna. Í viðtalinu gerir Cole einnig upp hjónabandið við fótboltamanninn Ashley Cole en þau skildu á árinu eftir framhjáhald hans. Bjó sig undir hið versta VILDI DEYJA Cheryl Cole hélt að hún mundi deyja úr malaríu sjúkdómnum sem hún smitaðist af í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.