Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 94

Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 94
 16. október 2010 LAUGARDAGUR62 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Bandaríkjamaðurinn John W. Henry og fjárfestingar- hópur hans, New England Sports Ventures, fögnuðu því í gær ásamt stjórnarmönnum Liverpool að enska úrvalsdeildarfélagið væri loksins komið í þeirra hendur. Stjórn Liver- pool ákvað að selja Henry félagið fyrir níu dögum en leysa þurfti úr viðamiklum lagaflækjum áður en hægt var að ganga endanlega frá sölunni. Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett Jr. gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir söluna og notuðu til þess hvert lögfræðiútspilið á fætur öðru. Það var hins vegar ljóst þegar hæsti- réttur í Bretlandi hafnaði lögbanns- kröfu þeirra hjá dómstól í Texas í Bandaríkjunum að þeir urðu að horfa á eftir félaginu, sem þeir hafa hleypt í gríðarlegar skuldir á þeim þremur árum sem þeir hafa átt það. „Eins og allir stuðningsmenn Liverpool vita reynir mest á taug- arnar að vinna leik í vítaspyrnu- keppni. En það er þess virði ef réttu úrslitin nást að lokum. Við höfum náð réttum úrslitum,“ sagði Mart- in Broughton, stjórnarformaður Liverpool. „Ég er stoltur og fullur auðmýkt- ar. Okkar bíður mikil vinna en ég get ekki lýst því hversu ánægður ég er að þetta sé loksins, loksins gengið í gegn,“ sagði John W. Henry í gær. „Við ætlum að hlusta og við vonum að aðgerðir okkar muni tala sínu máli. Við erum hingað komnir til að vinna,“ sagði Henry, sem gat ekki svarað því hvort nýr leikvang- ur yrði byggður eða ekki en benti á að fáir eigendur eyddu meiru í sitt lið í bandaríska hafnaboltanum en eigendur Boston Red Sox. Stuðningsmenn, leikmenn og stjóri Liverpool geta nú farið að einbeita sér að fullu að Merseyside-grannaslagnum á móti Everton á Goodison Park á morgun. Liðin eru í 17. og 18. sæti ensku deildarinnar og því er leikurinn upp á líf og dauða fyrir Liverpool-félögin. „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir og þetta er góður dagur fyrir klúbbinn. Það munu allir hjá félaginu bjóða nýja eigendur vel- komna,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool. „Þetta er mikill léttir því þetta hafa verið mjög erfiðar vikur,“ bætti Hodgson við. „Ég vona að nýju eigendurnir komi með stöðugleika inn í félag- ið og gefi okkur tækifæri til að einbeita okkur að fótboltanum. Það mikilvægasta er þó að losna við skuldirnar,“ sagði Hodgson, sem fær væntanlega tækifæri til að bæta við leikmannahópinn í janúarglugganum. John W. Henry ætlar ekki að mæta á Goodison Park á morgun því að hann vill að fyrsti leikurinn sinn sé á Anfield. Stuðningsmenn Liverpool fá því væntanlega tæki- færi til að taka á móti nýja eig- andanum þegar Blackburn Rov- ers kemur á Anfield 24. október næstkomandi. ooj@frettabladid.is FÓTBOLTI Árangur íslenska U-21 landsliðs karla í knattspyrnu þegar það tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM er glæsilegur en ekki einsdæmi í sögu íslenskrar knattspyrnu. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Ísland kemst í úrslit Evrópumeistaramóts í þessum aldursflokki. Alls hafa íslensk knattspyrnu- landslið fjórtán sinnum komist í úrslitakeppni Evrópumeistara- móts í öllum aldursflokkum. En þar með er ekki öll sagan sögð þar sem fyrirkomulagið á bæði undan- og úrslitakeppnum mótanna hefur breyst mikið í gegnum tíðina. U-17 lið karla hefur oftast kom- ist í úrslit EM, sjö sinnum alls. Fyrst árið 1985 og síðast 2007. Í fyrstu þrjú skiptin þurfti Ísland að spila við aðeins einn andstæð- ing í undankeppninni og tvo and- stæðinga í næstu þrjú skipti. Það var aðeins árið 2007 sem Ísland þurfti að fara í gegnum und- ankeppni eins og þekkist í öllum aldursflokkum í dag. Ísland lék í tveimur fjögurra liða riðlum í undankeppninni gegn stórþjóðum eins og Frakklandi, Portúgal og Rússlandi. U-19 lið karla hefur þrisvar komist í úrslitakeppni. Fyrstu tvö skiptin, 1973 og 1974, mætti Ísland einu liði í undankeppninni (Lúxemborg 1973 og Írlandi 1974) og komst áfram eftir samanlagð- an sigur þar sem leikið var heima og að heiman. Árið 1997 var úrslitakeppnin haldin á Íslandi og þurfti því íslenska liðið ekki að taka þátt í undankeppni. Í kvennaflokki hefur U-19 ára lið Ísland tvisvar komist í úrslit EM; árið 2007 sem gestgjafar og tveimur árum síðar í gegnum tvöfalda riðlakeppni, líkt og U- 17 lið karla gerði árið 2007. Þar höfðu íslensku stúlkurnar betur gegn stórþjóðum í kvennaknatt- spyrnu á borð við Svíþjóð og Danmörku. A-lið kvenna komst svo í úrslit EM í Finnlandi í fyrra eins og frægt er. Undankeppnin þá var með svipuðu fyrirkomulagi og hjá U-21 liði karla nú, en Ísland tók þá þátt bæði í riðlakeppni og umspili. Fyrirkomulag úrslitakeppn- innar hefur einnig breyst í gegn- um árin. Áður komust sextán lið í úrslitakeppni EM í flokki yngri landsliða karla en aðeins átta nú. Helsti munur á árangri U-21 liðsins nú og yngri karlalands- liða frá 1973 til 1998 er að undan- keppnin er orðin talsvert erfiðari, auk þess sem færri lið komast í sjálfa úrslitakeppnina. - esá Árangur U-21 landsliðs karla er ekki einsdæmi hjá íslenskum landsliðum: Fjórtán sinnum í úrslitakeppni EM KOLBEINN AFTUR Í ÚRSLITAKEPPNI Kol- beinn Sigþórsson var í U-17 liði Íslands sem keppti til úrslita á EM í Belgíu árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC KÖRFUBOLTI Örvar Þór Kristjáns- son mun taka við liði Fjölnis í Ice- land Express-deild karla af Tóm- asi Holton en Örvar hefur skrifað undir þriggja ára samning við Grafarvogsliðið. „Mér fannst vera rétti tím- inn núna til að stökkva á þetta og ákvað að henda mér út í alvöruna þegar svona gott tækifæri bauðst,“ segir Örvar sem var við þjálfun í yngri flokkum í Njarðvík. „Ég er búinn að vinna í mörg ár í yngri flokkunum í Njarðvík. Ég fékk Friðrik Ragnarsson til að taka við pjökkunum mínum, ég kem til með að sakna þeirra en skil þá eftir í góðum höndum.“ Í Fjölnisliðinu eru margir lykilmenn yngri landsliða Íslands undanfarin ár. „Þetta er rosalega spennandi lið og það hefur verið unnið gott starf í yngri flokkun- um í Grafarvogi í gegnum árin. Maður hefur alveg tekið eftir því í starfinu mínu í yngri flokkum. Þetta er mjög spennandi og krefj- andi verkefni. Markmiðssetning og annað kemur bara í ljós en næsta markmið er bara að vinna leikinn á móti Hamri á mánudag- inn,“ segir Örvar sem hefur verið í sambandi við fyrirrennara sinn. „Tómas Holtin er mikill heiðurs- maður og ég hef fengið að spjalla við hann. Hann er ekkert nema hjálpsemin uppmáluð,“ segir Örvar. Tómas Holton stjórnaði Fjölni í tveimur fyrstu leikjunum en ákvað síðan að hætta með liðið en áður hafði Bárður Eyþórs- son einnig hætt óvænt með liðið í sumar. „Ég veit að bæði Bárður Eyþórs- son og Tómas Holton eru færir og góðir þjálfarar. Auðvitað er það erfitt fyrir leikmennina að vera að breyta alltaf um þjálfara en þessir hafa skilað þessum strák- um miklu. Ég sá það bara á strák- unum á æfingu í gær að þeir eru hvergi bangnir. Núna er þetta komið í mínar hendur og það er mitt og strákanna að vinna úr því og við erum bara brattir,“ segir Örvar að lokum. - óój Örvar Þór Kristjánsson tekinn við karlaliði Fjölnis: Rosalega spennandi ÖRVAR ÞÓR KRISTJÁNSSON Mættur á fyrstu æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VALUR OG OLDENBURG mætast í Evrópukeppni kvenna í tveimur leikjum um helgina. Handknattleiks- deild Vals og Krabbameinsfélagið hafa nú tekið höndum saman til stuðnings árvekniverkefninu Bleiku slaufunni, sem snýr að baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. 10 prósent af andvirði hvers miða á leikina renna til Krabbameinsfélagsins. Leikirnir fara fram í Vodafonehöllinni, í dag klukkan 17 og á morgun klukkan 20. NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. ÚRV.D. ÚRV.D. 1. D. Arsenal - Birmingham Bolton - Stoke Fulham - Tottenham Man. Utd. - WBA Newcastle - Wigan Wolves - West Ham AIK - Gefl e Crystal P - Millwall Leicester - Hull Portsmouth - Watford QPR - Norwich Reading - Swansea Sheffi eld Utd. - Burnley 76.000.000 28.500.000 22.800.000 47.500.000 ENSKI BOLTINN 16. OKTÓBER 2010 41. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 í dag. SÖLU LÝKUR 16. OKT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS Sápuóperan er á enda Eigendur bandaríska hafnaboltaliðsins Boston Red Sox eignuðust loksins Liver- pool í gær eftir margra daga lagaflækjur í boði gömlu eigendanna. „Við erum hingað komnir til að vinna,“ sagði nýi eigandinn John W. Henry. MIKIL LÆTI Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool, og nýi eigandinn John W. Henry tala við fjölmiðlamenn. MYND/AP Saga sölunnar á Liverpool 16. apríl Hicks og Gillett setja Liverpool í sölu. 4. október Liverpool fær tvö góð tilboð frá Bandaríkjunum og Asíu. 5. október Hicks og Gillett reyna að koma Purslow og Ayre út úr stjórninni. 6. október Stjórn Liverpool ákveður að selja félagið til NESV fyrir 300 milljónir punda. 8. október Enska úrvalsdeildin sam- þykkir yfirtöku NESV. 13. otkóber Hæstiréttur í London dæmir söluna löglega. 13. október Hicks og Gillett fá lögbann á söluna hjá dómstól í Texas. 14. október Hæstiréttur dæmir lög- bann Hicks og Gillett ógilt. 15. október Hicks og Gillett draga til baka lögbannið í Texas. 15. október NESV eignast Liverpool.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.