Fréttablaðið - 30.10.2010, Page 6

Fréttablaðið - 30.10.2010, Page 6
6 30. október 2010 LAUGARDAGUR SVÍÞJÓÐ Fyrrverandi formaður sam- takanna Heimilis og skóla í Svíþjóð, Jakob S. Jónsson, hefur verið sakað- ur um fjárdrátt. Greint var frá málinu í fréttaskýr- ingaþættinum Uppdrag og gransking í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtu- dagskvöld. Í þættinum var fullyrt að Jakob hefði misnotað aðstöðu sína og greitt fyrir ýmsa einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna á þeim tíma sem hann gegndi við for- mennsku í félaginu árið 2007. Á þeim kvittunum sem þátta- stjórnrendur hafa undir höndum er meðal annars að finna greiðslur fyrir hreindýrafile, nautasteik, skötusel, lúðu, eðalvín og líkjör. Reikningarnir sýna fram á greiðsl- ur upp á 40 þúsund sænskar krónur, eða um 670 þúsund íslenskar krón- ur. Samkvæmt sænskum fjölmiðlum fullyrðir fyrrverandi stjórnarmeð- limur Heimilis og skóla í Svíþjóð að stjórnin hafi farið nær vikulega á veitingahús og bari og greitt hafi verið með fjármunum samtakanna. Jakob sagði í samtali við þáttinn að um væri að kenna óreiðu í bók- haldi. „Enginn er fullkominn,“ sagði hann. „Ég er ekki skipulagður maður. Ég get vel séð um fjárhags- áætlanir en ég er ekki endurskoð- andi sem situr og skoðar kvittanir og annað slíkt.“ Hann sagðist jafn- framt í viðtali við sænska fjölmiðla vera afar ósáttur við umfjöllun- ina. Ekki náðist í Jakob við vinnslu fréttarinnar. - sv Ég er ekki skipulagður maður. HANS JAKOB S. JÓNSSON FV. FORMAÐUR HEIMILIS OG SKÓLA Í SVÍÞJÓÐ. Auglýsing um styrki til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra Samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eins og henni var breytt með 39. gr. laga nr. 164/2002, úthlutar umhverfisráðherra fé til rannsókna af tekjum vegna sölu veiðikorta. Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem undir áðurnefnd lög falla og heimilt er að veiða. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merktar Veiði- kortasjóður, fyrir 30. nóvember 2010. Í umsókn um styrk úr Veiðikortasjóði skal umsækjandi greina frá efni og afmörkun fyrirhugaðra rannsókna, hverjir koma að rannsóknunum, skipulagi þeirra og áætluðum tímamörkum ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri rannsóknir. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að senda inn umsóknir. Ráðuneytið mun að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og ráðgjafanefndar úthluta styrkjum eigi síðar en í janúar 2011. Umhverfisráðuneytið 29. október 2010 Eldfjörug bók um sumar á eyju, brjálaðar kríur, óþekktarorm og bréfaskriftir eftir höfund bókanna um spæjarann Fjóla Fífils. Sökktu þér í ævintýri FERÐAÞJÓNUSTA Ekki er samstaða milli Þingvallanefndar og ferða- þjónustufyrirtækja um gjaldtöku fyrir þjónustu sem þjóðgarðurinn á Þingvöllum veitir á Hakinu ofan við Almannagjá. „Okkur þykir það heldur bratt hjá þjóðgarðsverði að segja að allir hafi tekið þessu vel,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar (SAF), um þau ummæli Ólafs Arnar Haraldssonar, þjóðgarðsvarð- ar á Þingvöllum, að allir hafi tekið vel í hugmyndir um gjaldtöku á Hakinu. „Það er alveg ljóst að það eru mjög skiptar skoðanir á því hvernig eigi að fjármagna þessa uppbyggingu,“ segir Erna. „Ef selja á einhverja svona þjónustu þá eru allir í ferðaþjónustunni sam- mála um að mjög mikilvægt sé að allir þurfi að greiða. Það þarf líka að vanda sig vel. Það þýðir ekki að setja gjöld á ferðaþjónustuna fyrirvaralítið.“ Ekki liggur fyrir formlega af hálfu Þingvallanefndar hverjir eigi að greiða fyrir afnot af þjón- ustunni á Hakinu. Þjóðgarðsvörð- ur segir málið enn í skoðun en benti á það í Fréttablaðinu í gær að sérstaklega væri horft til atvinnu- fyrirtækja. Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður Framsóknar- flokks, sem situr í Þingvallanefnd er afdráttarlausari. Almenningur þurfi ekki að greiða. Annað gildi þegar um sé að ræða skipulagð- ar ferðir í því augnamiði að skapa tekjur. „Þeir sem eru þarna bara í sínum sunnudagsbíltúr hafa eðli- legan aðgang en þeir sem gera út á þetta fyrir arðsemi þurfa að gera þjónustusamning,“ útskýrir Sig- urður Ingi. Erna segir hins vegar ekki ganga upp að benda eingöngu á atvinnureksturinn varðandi gjaldtökuna. „Við myndum ekki sætta okkur við það eins og sums staðar hefur verið raun- in að það er verið að rukka ein- göngu þá sem eru í rútum. Það er auðveldara en að eltast við hina en það er mjög mikilvægt að þetta sé lágt gjald á alla – ef á annað borð er verið að leggja það á,“ segir fram- kvæmdastjóri SAF. Á vegum iðnaðarráðuneytis- ins er nú unnið að frumvarpi um gjald sem renna á í sjóð til að kosta aðstöðu við fjölsótta ferða- mannastaði á borð við Gullfoss og Geysi. Ætlunin var að leggja á svokallað gistináttagjald til að fjármagna sjóðinn en það mætti feykilegri and- stöðu. Annar möguleiki er að leggja gjald á alla sem koma til og frá landinu en því fyrirkomulagi eru sömuleiðis margir andvígir. gar@frettabladid.is Neita Þingvallagjaldi á ferðaþjónustu eina Fólk á einkabílum verður ekki rukkað fyrir að nota þjónustu á Hakinu, segir meðlimur Þingvallanefndar. Þá sætta fyrirtækin sig ekki við að greiða gjald fyrir sína viðskiptavini, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. ERNA HAUKSDÓTTIR Á ÞINGVÖLLUM Þingvallanefnd vill nýta lagaheimildir til að leggja gjald á gesti á Hak- inu ofan við Almannagjá. Ferðaþjónustan telur að langan fyrirvara þurfi á slíku og að jafnt verði yfir alla að ganga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON IÐNAÐUR „Nýsköpun er leiðin út úr kreppunni. Hún hefur nú þegar fyllt upp í hluta þess gats sem bankahrunið skildi eftir sig en það er hægt að gera miklu betur,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins. Samtökin hafa ýtt úr vör átaks- verkefninu Ár nýsköpunar og brýna með því stjórnvöld og aðra til samstarfs. „Það þarf að ryðja burtu þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir því að nýsköpunin fylli betur upp í þetta gat og þar ber skattamál, fjárfestingamál og menntamál hæst,“ segir Orri. Markmið átaksins er að kynna og efla nýsköpun og vinna að veg- vísi til framtíð- ar með verð- mætasköpun og aukinn útflutn- ing að leiðar- ljósi. Að mati sam- takanna hefur nokkuð miðað í umbótum í nýsköpunarum- hverfi fyrirtækja í kjölfar hruns- ins. Hins vegar hafi fjölmargt þyngt róðurinn, til að mynda samdráttur á flestum mörkuð- um, aukinn kostnaður við aðföng, flutninga og markaðsstarf, aukn- ar skattaálögur, gjaldeyrishöft og erfið staða á fjármagnsmarkaði. Telja þau mikilvægt að stuðn- ings- og fjármögnunarumhverfi fyrirtækja verði endurskipulagt og heita á stjórnvöld að vinna með þeim að nauðsynlegum úrbótum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi upplýsti Orri að nú hillti undir lausn verkefnis sem unnið hefði verið að í samstarfi við Seðlabankann og miðaði að því að koma aflandskrónum í vinnu í fjárfestingum hér. „Fjárfestar sem eru fastir með aflandskrón- ur í Lúxemborg hafa haft áhuga á því að koma inn í mjög spennandi verkefni á Íslandi,“ sagði hann og taldi hilla undir „mjög góða niðurstöðu“. - bþs ORRI HAUKSSON Samtök iðnaðarins blása til átaksverkefnis undir kjörorðinu Ár nýsköpunar: Nýsköpun er leiðin út úr kreppunni Íslendingur sakaður um fjármálamisferli í sænskum fréttaskýringaþætti: Ber af sér sakir um fjárdrátt SAMGÖNGUMÁL Um 50 til 70 pró- senta líkur eru á því yfir hörðustu vetrarmánuðina að áætlunarflug til og frá Ísafirði raskist. Á sama tíma eru 15 til 20 prósenta líkur á því að Flugfélag Íslands sjái sér ekki fært að fljúga yfir daginn. Þetta kemur fram í skýrslu um áhrif fyrirhugaðs niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, en tölurnar eru frá Flugfélagi Íslands. Miðað er við flug síðustu fjögur ár í útreikningunum. Í fyrra féll flug niður 74 daga og ekkert var flogið 26 daga. - þeb Oft ófært til Vestfjarða: Helmingslíkur á að flug raskist Hefur þú siglt með Herjólfi? Já 58,3% Nei 41,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt að innheimta gjald af þeim sem nota aðstöðu á Hak- inu við Almannagjá? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.