Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.10.2010, Qupperneq 6
6 30. október 2010 LAUGARDAGUR SVÍÞJÓÐ Fyrrverandi formaður sam- takanna Heimilis og skóla í Svíþjóð, Jakob S. Jónsson, hefur verið sakað- ur um fjárdrátt. Greint var frá málinu í fréttaskýr- ingaþættinum Uppdrag og gransking í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtu- dagskvöld. Í þættinum var fullyrt að Jakob hefði misnotað aðstöðu sína og greitt fyrir ýmsa einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna á þeim tíma sem hann gegndi við for- mennsku í félaginu árið 2007. Á þeim kvittunum sem þátta- stjórnrendur hafa undir höndum er meðal annars að finna greiðslur fyrir hreindýrafile, nautasteik, skötusel, lúðu, eðalvín og líkjör. Reikningarnir sýna fram á greiðsl- ur upp á 40 þúsund sænskar krónur, eða um 670 þúsund íslenskar krón- ur. Samkvæmt sænskum fjölmiðlum fullyrðir fyrrverandi stjórnarmeð- limur Heimilis og skóla í Svíþjóð að stjórnin hafi farið nær vikulega á veitingahús og bari og greitt hafi verið með fjármunum samtakanna. Jakob sagði í samtali við þáttinn að um væri að kenna óreiðu í bók- haldi. „Enginn er fullkominn,“ sagði hann. „Ég er ekki skipulagður maður. Ég get vel séð um fjárhags- áætlanir en ég er ekki endurskoð- andi sem situr og skoðar kvittanir og annað slíkt.“ Hann sagðist jafn- framt í viðtali við sænska fjölmiðla vera afar ósáttur við umfjöllun- ina. Ekki náðist í Jakob við vinnslu fréttarinnar. - sv Ég er ekki skipulagður maður. HANS JAKOB S. JÓNSSON FV. FORMAÐUR HEIMILIS OG SKÓLA Í SVÍÞJÓÐ. Auglýsing um styrki til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra Samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eins og henni var breytt með 39. gr. laga nr. 164/2002, úthlutar umhverfisráðherra fé til rannsókna af tekjum vegna sölu veiðikorta. Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem undir áðurnefnd lög falla og heimilt er að veiða. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merktar Veiði- kortasjóður, fyrir 30. nóvember 2010. Í umsókn um styrk úr Veiðikortasjóði skal umsækjandi greina frá efni og afmörkun fyrirhugaðra rannsókna, hverjir koma að rannsóknunum, skipulagi þeirra og áætluðum tímamörkum ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri rannsóknir. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að senda inn umsóknir. Ráðuneytið mun að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og ráðgjafanefndar úthluta styrkjum eigi síðar en í janúar 2011. Umhverfisráðuneytið 29. október 2010 Eldfjörug bók um sumar á eyju, brjálaðar kríur, óþekktarorm og bréfaskriftir eftir höfund bókanna um spæjarann Fjóla Fífils. Sökktu þér í ævintýri FERÐAÞJÓNUSTA Ekki er samstaða milli Þingvallanefndar og ferða- þjónustufyrirtækja um gjaldtöku fyrir þjónustu sem þjóðgarðurinn á Þingvöllum veitir á Hakinu ofan við Almannagjá. „Okkur þykir það heldur bratt hjá þjóðgarðsverði að segja að allir hafi tekið þessu vel,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar (SAF), um þau ummæli Ólafs Arnar Haraldssonar, þjóðgarðsvarð- ar á Þingvöllum, að allir hafi tekið vel í hugmyndir um gjaldtöku á Hakinu. „Það er alveg ljóst að það eru mjög skiptar skoðanir á því hvernig eigi að fjármagna þessa uppbyggingu,“ segir Erna. „Ef selja á einhverja svona þjónustu þá eru allir í ferðaþjónustunni sam- mála um að mjög mikilvægt sé að allir þurfi að greiða. Það þarf líka að vanda sig vel. Það þýðir ekki að setja gjöld á ferðaþjónustuna fyrirvaralítið.“ Ekki liggur fyrir formlega af hálfu Þingvallanefndar hverjir eigi að greiða fyrir afnot af þjón- ustunni á Hakinu. Þjóðgarðsvörð- ur segir málið enn í skoðun en benti á það í Fréttablaðinu í gær að sérstaklega væri horft til atvinnu- fyrirtækja. Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður Framsóknar- flokks, sem situr í Þingvallanefnd er afdráttarlausari. Almenningur þurfi ekki að greiða. Annað gildi þegar um sé að ræða skipulagð- ar ferðir í því augnamiði að skapa tekjur. „Þeir sem eru þarna bara í sínum sunnudagsbíltúr hafa eðli- legan aðgang en þeir sem gera út á þetta fyrir arðsemi þurfa að gera þjónustusamning,“ útskýrir Sig- urður Ingi. Erna segir hins vegar ekki ganga upp að benda eingöngu á atvinnureksturinn varðandi gjaldtökuna. „Við myndum ekki sætta okkur við það eins og sums staðar hefur verið raun- in að það er verið að rukka ein- göngu þá sem eru í rútum. Það er auðveldara en að eltast við hina en það er mjög mikilvægt að þetta sé lágt gjald á alla – ef á annað borð er verið að leggja það á,“ segir fram- kvæmdastjóri SAF. Á vegum iðnaðarráðuneytis- ins er nú unnið að frumvarpi um gjald sem renna á í sjóð til að kosta aðstöðu við fjölsótta ferða- mannastaði á borð við Gullfoss og Geysi. Ætlunin var að leggja á svokallað gistináttagjald til að fjármagna sjóðinn en það mætti feykilegri and- stöðu. Annar möguleiki er að leggja gjald á alla sem koma til og frá landinu en því fyrirkomulagi eru sömuleiðis margir andvígir. gar@frettabladid.is Neita Þingvallagjaldi á ferðaþjónustu eina Fólk á einkabílum verður ekki rukkað fyrir að nota þjónustu á Hakinu, segir meðlimur Þingvallanefndar. Þá sætta fyrirtækin sig ekki við að greiða gjald fyrir sína viðskiptavini, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. ERNA HAUKSDÓTTIR Á ÞINGVÖLLUM Þingvallanefnd vill nýta lagaheimildir til að leggja gjald á gesti á Hak- inu ofan við Almannagjá. Ferðaþjónustan telur að langan fyrirvara þurfi á slíku og að jafnt verði yfir alla að ganga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON IÐNAÐUR „Nýsköpun er leiðin út úr kreppunni. Hún hefur nú þegar fyllt upp í hluta þess gats sem bankahrunið skildi eftir sig en það er hægt að gera miklu betur,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins. Samtökin hafa ýtt úr vör átaks- verkefninu Ár nýsköpunar og brýna með því stjórnvöld og aðra til samstarfs. „Það þarf að ryðja burtu þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir því að nýsköpunin fylli betur upp í þetta gat og þar ber skattamál, fjárfestingamál og menntamál hæst,“ segir Orri. Markmið átaksins er að kynna og efla nýsköpun og vinna að veg- vísi til framtíð- ar með verð- mætasköpun og aukinn útflutn- ing að leiðar- ljósi. Að mati sam- takanna hefur nokkuð miðað í umbótum í nýsköpunarum- hverfi fyrirtækja í kjölfar hruns- ins. Hins vegar hafi fjölmargt þyngt róðurinn, til að mynda samdráttur á flestum mörkuð- um, aukinn kostnaður við aðföng, flutninga og markaðsstarf, aukn- ar skattaálögur, gjaldeyrishöft og erfið staða á fjármagnsmarkaði. Telja þau mikilvægt að stuðn- ings- og fjármögnunarumhverfi fyrirtækja verði endurskipulagt og heita á stjórnvöld að vinna með þeim að nauðsynlegum úrbótum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi upplýsti Orri að nú hillti undir lausn verkefnis sem unnið hefði verið að í samstarfi við Seðlabankann og miðaði að því að koma aflandskrónum í vinnu í fjárfestingum hér. „Fjárfestar sem eru fastir með aflandskrón- ur í Lúxemborg hafa haft áhuga á því að koma inn í mjög spennandi verkefni á Íslandi,“ sagði hann og taldi hilla undir „mjög góða niðurstöðu“. - bþs ORRI HAUKSSON Samtök iðnaðarins blása til átaksverkefnis undir kjörorðinu Ár nýsköpunar: Nýsköpun er leiðin út úr kreppunni Íslendingur sakaður um fjármálamisferli í sænskum fréttaskýringaþætti: Ber af sér sakir um fjárdrátt SAMGÖNGUMÁL Um 50 til 70 pró- senta líkur eru á því yfir hörðustu vetrarmánuðina að áætlunarflug til og frá Ísafirði raskist. Á sama tíma eru 15 til 20 prósenta líkur á því að Flugfélag Íslands sjái sér ekki fært að fljúga yfir daginn. Þetta kemur fram í skýrslu um áhrif fyrirhugaðs niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, en tölurnar eru frá Flugfélagi Íslands. Miðað er við flug síðustu fjögur ár í útreikningunum. Í fyrra féll flug niður 74 daga og ekkert var flogið 26 daga. - þeb Oft ófært til Vestfjarða: Helmingslíkur á að flug raskist Hefur þú siglt með Herjólfi? Já 58,3% Nei 41,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt að innheimta gjald af þeim sem nota aðstöðu á Hak- inu við Almannagjá? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.