Morgunn - 01.12.1929, Síða 61
MORGUNN
187
meðal fjöídi hinna æstu afturhaldspostula og vakningar-
prédikara. Byggi þeir kenningu sína á dæmisögunni um
ríka manninn og Lázarus og orðum Krist til ræningjans:
—„í dag skaltu vera með mér í Paradís!“ — Eftir þess-
ari kenningu er æfi mannsins hinn eini náðartími og
ofseint að iðrast eftir dauðann. Er helst svo að sjá, að
vakningarpostulunum finnist að ekki þurfi annað en að
játast eins og í hvern annan pólitískan flokk, annað
hvort með guði eða djöflinum, og menn séu svo sem ekki
ofgóðir til að hafa ákveðið sig fyrir andlátið. — Já, sú
.skoðun hefir komið fram, að það væri hreinn og beinn
óréttur gegn þeim trúuðu, ef guð léti miskunsemina
hlaupa með sig og hann færi að fyrirgefa þeim synda-
selum eftir andlátið, sem ekki vildu hlýða kallinu og sjá
að sér í tíma. — Sem von er finst dr. M. L. þessi kenning
nokkuð grófgerð. Og vafalaust hefir það verið gegn þess-
ari sömu stefnu að Calvin beindi kenningu sinni um hina
fyrirhuguðu eða fyrirfram ákveðnu sælu eða vansælu
annars heims. Hann var eflaust sá mannþekkjari, að
hann hefir séð að það var hið fasta innræti mannsins
en ekki einhver játning til eða frá, sem mestu hlaut að
ráða um andlega velferð hans. En auðvitað lenti hann út
í andstæðar öfgar með það, að sælan eða vansælan þyrfti
að vera eilíf. En það má heita föst regla að öfgar í eina
att leiði af sér öfgar í andstæða átt.
Höf. bendir á hversu erfitt sé að samrýma ýmsar
kristnar kenningar innbyrðis, svo sem ]>essa kenningu um
liimnaríki eða helvíti strax eftir dauðann, kenninguna um
salarsvefninn og lireinsunareldinn og svo loks kenning-
una um hinn efsta dag, dómsdag, þegar blásið verði í
lúðurinn. Kristur birtist í skýjum himins og hinir dauðu
Vlsi UPP úr gröfum sínum, bókstaflega tekið, og fái aftur
líkama sinn. Er hann helst á ]>ví, að ]>etta beri aðeins
að skoða sem myndir sem ritningarhöfundarnir bregði
UPP eða sé brugðið upp fyrir þeim í alveg ákveðnu sam-
bandi og í sérstökum tilgangi í hvert sinn, en ekki í því