Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 6

Morgunn - 01.12.1945, Side 6
84 MORGUNN eins á nú kenning sálarrannsóknanna að geta verið, og verður sjálfsagt, því að hún er alveg eins vel sönnuð. Það er náttúrlega hægt að neita henni, og er af mörgum gert, en það var líka hægt að neita hinni viturlegu kenn- ing Kopernikusar eftir árið 1500, og það var einnig gjert, jafnvel af sjálfum meistaranum T. Brahe, en hún var auðvitað jafnsönn fyrir því, eins og niðurstöður sáiar- rannsóknanna eru sannar og jafnsannar, þótt margir neiti þeim og þar á meðal ýmsir, sem, eins og T. Brahe, eru í sjálfu sér vitmenn, þótt þeir af einhverjum ástæðum, sem ég ekki get og skal ekki reyna að skýra, kæmust ekki inn á þá braut, að afla sjer nauðsynlegrar þekkingar, sem til þarf til að skilja og sannfærast. Það er ekki vitanlegt að neinn, sem hefur nægilega þekking (og hún þarf ekki að vera sérlega mikil), neiti því, að jörðin gangi kringum sólina. Og það er heldur ekki vitanlegt að neinn, sem hefur nægilega, þekking (og hún þarf í rauninni heldur ekki að vera sérlega mikil), neiti því, að sannað sé, að sál manns- ins lifir yfir dauðann og getur komizt í samband við lifandi menn og sannað sig fyrir þeim. En þetta var fvrst um sinn útúrdúr. Nú vil ég betur snúamér að þessari jörð, sem Kopernicus með svo glæsilegum árangri glímdi við að reikna út, hvernig gangur hennar væri í himinrúminu. Ég segi glæsilegum árangri með það í liuga, að þótt ekki sé nema sárfáir menn, sem geta reiknað þetta, sannfært sig um að þetta sé rétt, þá vita þetta allir menn og haga sér eftir því á öllum sviðum starfs og lifnaðar- hátta. Og þótt oss sýnist jörð vor stór, feykistór, samanborið við þær mælivíddir, sem eru oss handgengnar, ef svo mætti segja, og eitthvað skiljanlegar, þá vitum við samt að hún er ein í tölu hinna smærri hnatta, sem um himin- geiminn sveima. Vér vitum lítið um hina stærri himin- hnetti, sem eru í órafjarlægð við oss, svo að jafnvel ljós- ið með feykihraða sínum er þúsundir ára að berast til

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.