Morgunn - 01.12.1945, Page 8
86
M 0 R G U N N
borið við öll geysileg náttúruauðæfi hinna stóru landa og
álfa á mildari breiddum hnattar vors, þar sem öll skilyrði
hafa verið hagstæðari fyrir stórhuga mannsandann til þess
að framleiða og framkvæma öll hin stórkostlegu, undra-
verðu mannvirki, sem hvarvetna liggja eptir hann. og
sýna (mér liggur við að segja) hve takmarkalausu hug-
viti og hæfileikum hann er búinn.
En þrátt fyrir allt þetta, að maðurinn hefur á þessari
dásamlegu jörð nær óþrjótandi efni og frábæra vitsmuni
og snilli til að geta fært sér það í nyt sér til blessunar,
þrátt fvrir allt hefur þessi fagra jörð með hinu viti
gædda mannlífi, sem á henni er, jafnaðarlega verið köll-
uð tára- eða eymdadalur. Þrátt fyrir betta getur þó kveð-
ið við þetta neyðarkall, að „allt mannkynið hrópar á
hjálp“.
„Talið um táradalinn“ er nú að sjálfsögðu mikið öfg-
ar, risið af því, að líf flestra manna er blandað margs
konar erfiðleikum, sorgum í ýmsum myndum og þ.ján-
ingum, því að jafnframt eiga þó mennirnir yfirfljótan-
legum gæðum að fagna og við lán og farsæld að búa,
hafa getað notfært sér hæfileika sína þannig, að búa sér
úr auðæfum náttúrunnar og gjöfumGuðs sívaxandi lífs-
þægindi til þess að fegra og fullkomna líf sitt. Og vissu-
lega hafa þeir gjört það á margan hátt, og sífelt fer tækni
og hugvit mannanna vaxandi, svo að þar sézt ekki fyrir
endann á, hve langt þeir komast að skapa sér íullkomn-
ustu farsæld og útrýma skaðvænum öflum, sóttum og
sjúkdómum og sigrast á kröftum náttúrunnar, sem að
meini geta orðið.
En hvað er þá að? Hvað þarf mannkynið að hrópa á
hjálp? Er annað en hjálpa sér sjálft, halda sjálft áfram
að vinna og þroskast, þangað til maðurinn nær æöstu
fullkomnun og farsæld?
Svarið verður held ég, að það, sem er að, er ekki á
sviði efnisins eða hugvitsins, heldur á sviði, sem er ut-
an við það hvorttveggja, sviði hins siðferðilega (og trúar-