Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Síða 13

Morgunn - 01.12.1945, Síða 13
M O R G U N N 91 reist á traustum vísindagrundvelli. Flestir (eða allir), sem á annað borð hafa fengizt til að rannsaka vandlega, hafa komizt að sömu niðurstöðu og veit ég enga undantekning frá því. Er því raunar talið svo, að sálarrannsóknirnar hafi kollvarpað kenningum efnishyggjunnar. Og þar sem efnishyggjan hefur jafnan verið kristindóminum erfið- asti andstæðingur að yfirstíga, mætti kirkjan virða spiri- tismann sem samherja, en ekki ofsækja hann sem andstæð- ing. Ég skal játa, að einnig ég var í fyrstu tortrygginn við þetta mál, og hélt það lýsa ef til vill óheilbrigðu van- trausti, að leita sannana utan viðurkenndra kenninga kirkjunnar. En þegar ég kynntist ná:nara málefni og mönnum, gat jeg ekki lengi á móti staðið. Líkt mun hafa verið ástatt með marga góða presta og vini mína, sem hafa sagt mér — til að færast undan áleitni minni — að þeir væru sannfærðir um, að lífið héldi áfram og þyrftu engar frekari sannanir. En það bjargar ekki í neyðarópi alls mannkynsins. Þótt allir prest- ar væru sannfærðir (og þó er það ekki einu sinni víst, og dæmi til, að út af hefur brugðið, þegar mest reið á) þá |eru þeir ekki nema svo lítið brot af öllu kyni manna og geta ekki huggað sig við það, að ef þeir séu á réttri leið, þá sé öllu borgið. Aðalverkefni þeirra er ekki að vera sjálfir sannfærðir, heldur að gjöra aðra það: það gjöra þeir auðvitað bezt með því að vera það sjálfir, en þegar það þó ekki tekst ( og það hefur kristindóminum ekki tekizt í 19—20 aldir, sem raun ber vitni), þá er það ekki einskis vert að renna undir hann stoðum, sem mega vera honum til styrktar. Það hlýtur að vera mik- ils vert hlutverk og vegsamlegt að fjölga þeim stoðum og styrkja þær svo, að hann geti náð takmarki sínu og til- gangi. Sálarrannsóknirnar óvirða ekki kristindóminn, heldur leggja honum til slíka höfuðstoð með því að sanna tilveru annars lífs og andaheims eins óyggjandi og að jörðin snýst. Minna dugar ekki til. Það má ekki vera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.