Morgunn - 01.12.1945, Side 17
M 0 R G U N N
95
ina á henni eða réttara sagt umhverfis hana undurfagran
blómagarð í yndislcgum hvannni. í hvammi þessum sá ég
lítið hús, og fannst sem það myndi vera bústaður Einars
H. Kvarans að einhverju leyti. Þangað vissi ég að förinni
var héitið. En jafnframt var mér gefið í skyn að þarna
yrði ekki dvalið til frambúðar. Ég skynjaði með einhverjum
hætti, að um leið og hún væri búin að fá þann styrk og
þá hjálp, sem hún þyrfti með til þess að geta farið að vinna
og fræðast, að þá beið hennar óumræðanlega dásamlegt
starf. Mér var nú sýnt inn á nýtt svið og sá þar allar
þúsundirnar, er hún hafði unnið við að hjálpa með manni
sínum. Ég segi þúsundirnar, vegna þess, að þrátt fyrir það,
þó að það hafi ekki skipt þúsundum, fólkið, er þau hjá’tp-
uðu hérna megin með starfi sínu, þá skiptir það þúsundum
er naut góðs af starfsemi þeirra handan við landamærin.
I þessum mikla hópi sá ég lítil börn, sem höfðu farið ung-
og verið óróleg og vegvillt í fyrstu, en öðlazt skilning og
þekkingu á ástandi sínu fyrir atbeina hennar og hans.
Nú höfðu þau náð hinum ákvarðaða þroska sínum og tjáðu
henni þakkir sínar. Þarna sá ég ennfremur konur og menn,.
er höfðu dvalið í þoku óvissu og efasemda fyrst eftir um-
skiptin votta henni þakkir fyrir veitta aðstoð, einnig menn
og konur, sem höfðu tregað ástvini sína og þráð fregnir
af þeim, bæði ykkar megin og fyrir handan, mæður og feð-
ur, sem leituðu barnanna sinna, manninn, er drykkjuskap-
arástríðan hafði orðið að fótakefli, en hafði borizt hjálp
gegnum stax-f þeirra, koma og láta þakklæti sitt í ljós.
Þetta var yndisleg og hrífandi sjón. Á meðan þetta fór
fram vij’tist mér athöfnin (í kirkjunni) iíða hjá. Með
gleði- og fagnaðartárum tók hún á móti þessum verum. Ég
skynjaði samtímis, að hún hafði aldrei til launa ætlazt,
en nú sá ég að þetta voru launin.
t helgiblandinni hrifningu sá ég hana- líta til ykkar,
sem í kirkjunni voru, eins og hún væri að brýna fyrir ykkur
og segja við ykkur: „Haldið þið áfram og hefjið rnerkið
hátt“. Inn á svið var mér sýnt, er mér virtist myndi. verða.