Morgunn - 01.12.1945, Síða 20
98
M O R G U N N
svo mikið, að þeir megi teljast dómbærir um þá, staðhæfa,
að bæði séu forspárnar, sem fram hafa komið, svo margar
og svo nákvæmar í öllum atriðum, að enginn viti borinn
maður láti sér detta í hug neinar tilviljanir í þeim efnum.
Mig langar til að segja yður nokkur dæmi forspáuna,
sem alkunn eru orðin og svo vel vottfest, sem verða má.
Það er áberandi einkenni forspánna, að þær eru engu
síður nákvæmar, þegar um ómerkilega hluti er að ræða,
en merkilega. Það verður ljóst af frásögninni, sem ég vil
leyfa mér að kynna yður fyrst, en hana birti ítalski vís-
indamaðurinn E. Bozzano.
„11. des. 1901 skrifuðust hjá miðlinum frú Verrall með
ósjálfráðri skrift þessi orðsending: „Gefið gaum að öllu.
Hin lítilfjörlegustu atriði kunna að verða að miklu gagni.
Verið vongóð........Kuldinn var ægilegur og eitt kerti
bar daufa birtu. Hann lá á legubekknum eða í rúmi og var
að lesa Marmontel við birtuna af einu kerti. Hún (hér var
átt við konu eina, frú Sidgewick,) man, að bókina hafði
hann fengið að láni, hann átti hana ekki.“
17. des. skrifaðist aftur hjá frú Verrall: „Nafnið Mar-
montel er rétt......frönsk bók, ég hygg endurminningar
hans. Nafnið Passy mun hjálpa honum til þess að muna.
Passy eða Fleury. Bókin var í tveim bindum og bandið
gamalt, hann hafði fengið hana að láni. Nafn Marmontels
var ekki á kápunni.“
Síðar kom í ljós, að tveim mánuðum eftir að þessar orð-
sendingar, sem enginn botnaði í, skrifuðust hjá frú Verrall,
bar svo við, að einn af kunningjum hennar, herra Marsh,
sem var í Parísarborg, las raunverulega endurminníngar
Marmontels að kvöldlagi í miklum kulda við birtuna af
einu kerti, einu sinni liggjandi í rúmi sínu, öðru sinni liggj-
andi í tveim stólum. Bókin var í þrem bindum og tvö þeirra
hafði hann fengið að láni í Lundúna-bókasafninu. I síðara
skifti sem hann las, hafði hann lesið kaflann, er segir i'rá
því, hvernig mynd Passys finnst, en Fleury stóð í sam-
bandi við fundinn.