Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 27

Morgunn - 01.12.1945, Side 27
MORGUNN 105 rannsóknafélaginu í Varsjá í Póllandi, löngu áður en spá- dómarnir rættust. Spádómana og uppfylling þeirra hefir dr. Osty látið prenta í hliðstæðum dálkum og verður því haldið hér, en sú aðferð hjálpar til að gera lesandanum málið ljóst. Fyrsta þætti spádómsins var tekið með fullkomnum efasemdum og raunar lagði enginn trúnað á hann, þegar Madame Przybylska kom fram með hann 10. júní 1920, því að þá sýndist algjörlega öruggt u.m algeran sigur Pól- verja yfir hersveitum bolsjevikka, sem hvarvetna voru á skipulagslausu undanhaldi og voru búnar að rýma víð- áttumikil rússnesk landssvæði, sem voru í höndum Pól- verja. Fyrsti hluti spádómsins var þessi: „Ráðuneytið er enn ekki komið í fastar skorður, en síðar munuð þið heyra talað um Witos. Hvílík óhamingja! Hví- líkar hörmungar! Á vígvöllunum iiggur fjöldi dauðra manna. Herdeildir ykkar verða fyrir ægilegum búsifjum. 1 þessum mánuði verður stórfelld breyting á ráðuneytinu, Witos verður forsætisráðherra. Maður, sem er meiri maður en ráðherrarnir ykkar, muu koma og veita ykkur hjálp. í ágústmánuði mun allt breytast. Ókunnur maður mun koma fram á sjónarsviðið og Pilsudski mun ráðfæra sig við hann. Hann mun fá mikil völd í hendur. Hin kerfisbundnu verkföll (the syste- matic strikes will come to an end) munu taka enda. Um miðjan ágúst mun verða breyting til batnaðar á óhöppum ykkar, en þangað til elta ykkur eintóm óhöpp.“ (Að hér er er talað um „ykkur“, þótt Przybylska sé sjálf pólsk kona, stafar af því, að hún „heyrir“ rödd boða sér spádóminn, og rödd einhverrar veru, sem ekki telur sig til Pólverja. J. A.i Þegar Madame Przybylska heyrði þenna spádóm í dul- ■ heyrn, var ekkert ólíklegra en að hann myndi í’ætast. Ná- kvæmlega mánuði síðar rættist fyrsta atriðið og þannig gekk, unz þau komu öll fram. Þá hélt spádómunum áfram á þessa leið:

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.