Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 29

Morgunn - 01.12.1945, Side 29
MORGUNN 107 Meginstyrkur ykkar verður í sigrinum við Kowel og Kovno. Ósamkomulag milli foringja bolsjevikka, og þá kemur mikil og óvænt breyting. Þið munuð ná aftur landinu, sem þið töpuðuð, á skemmri tíma en þið misstuð það. Mikill sigur á leiðinni til Vilna og Lida. Herir ykkar munu taka Vilna á skemmri tíma en þeir töpuðu henni.“ komu sigrarnir við Kowel, Kovno, Vilna og Lida. Tvístrun bolsjevikkahersins var fullkomin, þeir misstu mestallt stórskotalið sitt og 100.000 fanga. Hraðinn á sigurför Pólverja er hér sagður nákvæmlega fyrir, þótt ekkert sýndist ólíklegra frá hernaðarlegu sjónar- miði, þegar Madame Przy- bylska kom fram með þenna spádóm Þannig var spádómunum haldið áfram, hér ekki sagt frá helmingi þeirra. Sögð var fyrir hin örvæntingarfulla vörn Varsjáar-borgar, örvæntingin inni í borginni og hjálpin frá Frakklandi og fjöldi af merkustu atburðum ófriðarins með staðanöfnum og nákvæmum tímaákvörð- unum. Hér er vissulega ekki um neitt að villast, menn geta borið saman spádómana, eins og þeir eru birtir og rás viðburðanna, eins og frá þeim var greint í opinberum skýrslum jafnóðum og þeir gerðust. Hinn merki höfundur H. P. Battersby segir: ,,Það hefði ekk; verið unnt að semja nákvæmari skýrslu um þessa mikilsverðu atburði, þótt skýrslan hefði verið samin eftir að atburðirnir gerðust, en hér voru atburðirnir sagðir fyrir mánuði áður en þeir gerðust, og sagðir fyrir þvert ofan í það, sem nokkur skyn- samleg ástæða virtist fyrir að ætla." Það er ekki hægt að komast fram hjá því, að hér voru sagðar fyrir sögulegar staðreyndir ,með undraverðri ná- kvæmni, nema menn vilji geta sér þess til, að nítján merkir og kunnir pólskir borgarar í Varsjá hafi tekið sig saman um þessi svik, og hvað gat þeim gengið til þess? Að atburðir, sem mikla sögulega þýðingu höfðu, hafa

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.