Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 35

Morgunn - 01.12.1945, Page 35
M 0 R G U N N 113 sér ógnirnar og hörmungar styrjaldarinnar, og vegna þess, að hann visi af reynslu, að dularvitneskju þeirri, sem hon- um berst, má trúa, hætti hann við, að afhenda myndina. Eimskipafélagið fékk hana aldrei. Kona hans spurði hann, þegar myndin var búin, hvers vegna hann léti hana ekki af hendi, eins og um hefði verið samið. Hann kvað sér ekki lítast á það, og þar með var það mál útkljáð. Árin liðu og styrjöldin brauzt út, tveim eða þrem árum eftir þennan atburð. Þá var málarinn einhverju sinni stadd- ur í verzluninni Málaranum. Kom þar inn maður með þá fregn, sem síðar reyndist ekki sönn, að búið væri að sökkva ,,Dettifossi“. Honum varð þá að orði við kunningja sinn þar: „Nú, það er þá komið fram“. Annars mun hann ekki hafa minnzt á þessa vissu sína við nokkurn mann, annan en mig þennan umrædda morgun. En þegar að því fór að líða, að þessi hörmulegi atburður kæmi fram, fór þetta eins og að sækja að málaranum, og það með þeim þunga, að ég sá, að honum leið illa morguninn, þegar hann sagði mér þetta fyrir. Lækningaundrið í Elliheimilinu í Reykjavík. Lesendum MORGUNS í Reykjavík mun öllum kunn- ugt um lækningaundrið, sem skeði í Elliheimilinu í Reykjavík sunnudaginn 7. október s.l., þegar sjúklingur- inn Gísli Gíslason fékk svo að segja í einu vetfangi skyndilegan bata mikilla meinsemda. Mikið hefir verið um þetta talað í bænum og auk þess birtu dagblöðin frásagnir af 'lækningunni. Mikill fjöldi fólks hefir heim- 8

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.