Morgunn - 01.12.1945, Side 37
M 0 R G U N N
115
„Hvar eruð þér fæddur?“
— Ég er fæddur að Rauðabergi í Fljótshverfi. For-
eldrar mínir voru Gísli Magnússon póstur, og kona hans
Ragnhildur Gísladóttir. Föður minn missti ég þegar
ég var á 4. ári. Hann dó úr afleiðingum mislinga. Móðir
mín giftist aftur, og ég átti við gott atlæti að búa í
uppvexti mínurn.
„Hvenær fluttust þér að heiman?“
— Þegar ég var 18 ára, þá fluttist ég að Hlíðarenda
í Ölfusi, en árið 1906 reisti ég bú að Hialla i sömu sveit
og bjó þar um nokkurra ára skeið.
Mig minnir að það hafi verið árið 1914 að ég íluttist
til Reykjavíkur og hefi verið hér síðan. Stundaði sjó-
inn eða vann algenga daglaunavinnu í landi, og um skeið
var ég ökumaður hjá þvottahúsinu Geysi.
,,Vrar farið að bera á sjúkleika yðar þá?“
—Nei, hann kom með spænsku veikinni 1918. Það
haust var ég í fjárkaupum fyrir austan fjall. Svo var
það einu sinni að ég var með stóran rekstur, um 400
fjár, og varð að vera einn með hann frá Kolviðarhóli.
Ég liafði ágætan hest og ágætan hund, en sjálfur vaij
ég slappur og varð því slappari, sem ég nálgaðist bæ-
inn meira. Líklega hefi ég ofreynt mig. Þegar ég kom
í bæinn Iagðist ég í spænsku veikinni, og varð aldrei
heill eftir það. Það kom máttleysi í vinstri hönd og hægri
fót, sem ágerðist smám saman.
„Hvenær komuð þér á Elliheimilið?"
— Haustið 1932. Þá var ég borinn hingað á börum
úr Landakotsspítala. Var búinn að vera þar hálft annað
ár rúmfastur eftir mjaðmarskurð, sem Matthías gerði
á mér. Eftir það gekk ég við hækjur í 5 ár. En þar kom
að ég varð að sleppa annari hækjunni vegna þess hve
höndin var orðin máttlaus og öxlin aum. Eftir það staul-
aðist ég við staí’, stundum tvo stafi, en öðrum þræði
við staf og hækju.
„Þetta hefir verið orðið erfitt líf“.
8