Morgunn - 01.12.1945, Page 41
MORGUNN
119
hvaðan hann hefði þetta, því að maðurinn hafði hvorki
fengið bréf né ferðazt fr'áj bænum, segir hann, að Krist-
mundur heitinn Guðjónsson læknir hafi sagt sér þetta
fyrir þó nokkru og segist hafa læknað þennan mann.
„Því praktiserið þið þetta ekki við fleiri?“ segist Torfi
þá hafa spurt Kristmund lækni.
Vegna þess, að þeir hafa svo sjaldan það rétta hugar-
far, svo að við komumst ekki að þeim, segir Torfi, að
Kristmundur hafi þá sagt. Torfi fullyrðir, að hann hafi
verið vakandi í rúmi sínu undir þessum hugræðum við
Kristmund. Daginn eftir koln svo Vísir, Vesturland,
Moi-gunblaðið og fleiri blöð með alla fréttina. þegar
Djúpbáturinn kom hér í áætlunarferð. Þar gátum við
lesið það svart á hvítu, að það stóð heima, sem Torfi
hafði sagt okkur og kvaðst vita úr samtali sinu við
Kristmund heitinn lækni.
Maðurinn gat ekki vitað þetta á neinn venjulegan
hátt, en þar sem Gísli er þess fullviss, að það hafi verið
sjálfur Kristur, sem læknaði hann, þá vil ég ekki rengja
það, en gæti getið þess til, með tilliti til þess, að ritn-
ingin t. d. talar oft í líkingamáli, að nafnið Kristmundur
væri hér notað sem líking, mund Krists væri sama og
hönd Krists. — En kraftaverk er þetta óneitanlega á
Gísla gamla. hver sem framið hefir“. Héi’ líkur kafl-
anum í bréfi Sigurðav, sem fjallar um „undrin á Elli-
heimilinu”.
Ég hef ekki miklu við bréf Sigurðar að bæta. Ég rengi
hann ekki, efast ekki um það, að han segi rétt og greini-
lega frá þessu máli, eins og það horfir við frá hans
hlið. Hvaðan var Torfa komin vitneskja hans? Því ætla
ég ekki að reyna að svara. Ég hefi aldrei lagt mig
eftir því að ráða slíkar gátur. Það verða þeir að gera,
sem getuna hafa til þess.
En að lokum ætla ég að leysa úr spurningu, sem ég
veit, að ýmsir hafa verið að velta fyrir sér við lestur-
inn á bréfi Sigurðar: Hver var Kristmundur Guðjóns-