Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 46

Morgunn - 01.12.1945, Side 46
124 MORGUNN „Líttu aftur á. Það er annar að koma.“ Ég gerði það, og nú sá ég andlit Ypres lávarðar myndast greinilega og glöggt. Hann horfði alvarlegur á mig, miklu alvarlegri en þegar hann kom í fyrra skiptið hjá Sir Walter. f þetta skiptið sagði hann ekkert við mig fremur en í hið fyrra. En af návist hans, og raunar af Sir Walters einnig, fylltist ég sterkri rósemi og öryggistilfinningu, og ég þóttist þess fullviss, að hin mikla reynsla Ypres lá- varð í stríðinu 1914—18 mundi gera hann færan um að verða til rnikils gagns í hinum andlega heimi, og einnig- til að hjálpa okkur í þessu stríði..... Sir Walter kom nokkurum sinnum fram á sama hátt, maður vinkonu minnar kom einnig og hafði aðra vini með sér, sem ég hafði ekki þekkt, en vinkona mín kann- aðist óðara við af lýsingum mínum. Af þessu drógum við þá ályktun, að þau væru öll að búa sig undir eitthvað, sem þau gætu ekki skýrt okkur frá, en vildu hinsvegar, að við værum við því búnar, hvað sem það kynni að vera, vær- um rólegar og staðfastar. Eufemía Waage þýddi. Fjögur högg — fjögur ár. Þorgeir Jóhannesson, bóndi að Túnsbergi í Hruna- mannahreppi, fluttist þangað vorið 1929, en þá hét bær- inn gamla nafnmu, Reykjadalskot. f Reykjadalskoti hafði búið áður um 54 ára skeið Halldór Bjaniason. Var Hall- dóri gamla jörðin hans frábærlega kær, en hann flutt- ist þaðan fyrir elli sakir, til dóttur sinnar. að Þingdal í Flóa.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.