Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Síða 47

Morgunn - 01.12.1945, Síða 47
MORGUNN 125 4. febrúar var það, síðari hluta nætur, að Þorgeir, sem svaf við baðsofustafninn, hrökk upp af svefni við það, að barin voru í stafninn, við höfðalag hans, fjögur högg, bæði þung og hvell. Var hávaðinn lík- astur því, sem barið væri með svipuhún í járnklætt baðstofuþilið. Af fullorðnu fólki svaf ennfremur í bað- stofunni kona Þorgeirs, Sigríður Eiríksdóttir, og vinnu- stúlka þeirra, María Gísladóttir, sem nú er gift kona og býr í Laufási á Stokkseyri. Þær hrukku einnig báðar upp við höggin, og hafði einkum María orð á því, að óvenjulega þungt væri barið. Þetta var að næturlagi um hávetur og hugsaði Þorgeir bóndi með sér, að komumaður mundi berja í annað sinn, en svo kynlega brá við, að ekki var barið aftur. Bóndi fór á fætur á venjulegum tíma um sjö-leytið. Blæjalogn var og nýfallinn snjór á jörðu, þó fullyrðir Þorgeir bóndi, sem ekki sofnaði eftir að höggin heyrð- ust og lá við stafnglugga, að ekki hafi fallið snjór eftir kl. 4, þegar barið var. Óðara og Þargeir kom á fætur, gætti hann að, hvort spor sæjust í snjónum að baðstofu- stafninum, en svo reyndist ekki og engin spor sáust í lausamjöllinni heim að bænum. Þangað hafði bersýni- lega cnginn maður komið um nóttina. Þorgeir fór nú að leiða með sjálfum sér getur að, hverju þetta mundi gegna, og þar sem hann þekkti órofa tryggða Halldórs gamla til bæjarins, þar sem hanu hafði átt heima í meira en hálfa öld, gat sér þess nu til, að hann mundi vera látinn, og hefði honum fyrst orðið fyrir, að reika til þeirrá stöðva, sem honum voru kæi'astar. Hann gat þess við konurnar, þegar hann kom inn í bæinn. Svo reyndist þó ekki, því að skömmu síðar fréttu þau neðan úr Flóa, að Halldór væri við góða heilsu. En Þorgeir, sem vissi, að höggin fjögur hefðu ekki staf- að af mannavöldum, einsetti sér að taka eftir, hvort nokkuð gerðist 4. febrúar næsta ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.