Morgunn - 01.12.1945, Page 48
126
M ORGU NN
Ekki reyndist svo.
En svo bar til fjórum árum síðar, að 4. febrúar vilcli
svo til, að Þorgeir tók gröf Halldórs í Hruna-kirkju-
garði.
Höggin voru fjögur. Draumurinn átti sér fjögurra
ára aldur.
Reykjavík 1. desember 1944.
Jón Auðuns.
Rétt skrifað eftir frásögn minni.
Þorgeir Jóhannesson (sign).
Ljósbaugurinn í Melstaðarkirkju.
Eins og flestum er kunnugt, fauk kirkjan á Melstaö
í Miðfirði 15. ianúar 1942. Fyrir áramótin 1944—15 var
steinkirkja þai’ komin undir þak en að mestu ógert innan
um hana.
Á gamlaársciag 1944 var haldin guðsþjónusta í kirkj-
unni. Veðri var svo háttað þann dag, að sunnanátt var
með þíðvirðri, mjög þungbúið loft og fremur dauf birta.
1 kirkjukórnum var altari úr gömlu kirkjunni og logaði
þar á tveim kertum. Á tveim öðrum kertum logaði fram-
ar í kirkjunni, stóðu þau á borði, sem var sveeipað
íslenzka fánanum. Auk þess var ljós á fimm kertum
á orgelinu, sem var sunnanvert í kirkjunni, en að norð-#
anverðu voru kirkjugestirnir.
Þegar sunginn var fyrsti sálmurinn, fannst mér að
um kirkjuna færi einkennileg birta. Fyrst var hún ekki
mjög skær, en allsstaðar jafnsterk, hvar sem litið var,
fram að dyrum eða inn að kór. Þessi birta varð æ skær-
ari eftir því, sem á leið guðsþjónustuna. Áður en prest-