Morgunn - 01.12.1945, Síða 51
MORGUN N
129
Ungfrú Cross hélt svo áfram frásögn sinni með fagn-
aðarhreimi. og skýrði svo frá:
„Það var um kl. 4 árdegis, sem ég sá sýnina í þriðja
sinn---------ímynd Guðs------------hún var mjög skýr.
Hinar tvær fyrri voru ekki skýrar. Hann var í fögrum,
hvítum skrúða. Ég var svo frá mér numin, að ég get
alls ekki lýst því eins og það var — — en eitt er ég
viss um, Hann sagði: „Þú trúir og þú munt vei-ða
læknuð“.
Hin fyrrverandi örkumla manneskja, sem barðist svo
hraustlega gegn sjúkdómnum og vakti aðdáun vina sinna
og vandamanna, sagðist nú varla hafa vitað af sér um
stund.
„Ég lá grafkyrr. Allt í einu steig ég fram úr rúminu
og gekk yfir að rúmi móður minnar. Ég klappaði létt
á öxl hennar, til þess að gera henni ekki bilt við og
mig minnir að ég segði: „Mamma, reyndu að komast
ekki í geðshræringu“. Þá mun ég hafa farið að gráta.
Móðir mín þrýsti mér mjúklega að sér og sagði: „Reyndu
sjálf að komast ekki í geðshræringu““.
Ungfrú Cross sagðist hafa séð sýnina þrisvar. Fyrsta
sinn í svefndvala, sem byrjaði í miðjan ágúst og var-
aði 17 daga. Þegar hún raknaði við aftur 4. september,
sagði hún fólki sínu að hún hefði „séð mann í hvítum
skrúða. Hann sagði mér, að ég myndi sjá sig tvisvar
aftur. Sýnin var ekki mjög skýr, en hann sagði mér
margt; aðalatrið var það, að þegar trú mín væri endur-
vakin, myndi Kristur gera kraftaverk“.
„önnur sýnin var lík hinni fyrstu og ekki vel skýr.
Hún sýndist líða gegnum herbergið. Þetta var um kvöld-
ið 16. september“, sagði ungfrú Cross. „Hinn 28. sept-
ember, kl. 4 um morguninn sá ég síðustu sýnina. Hún
var mjög skýr — — — mjög skýr.
Hér er sagan öll. Ég er hamingjusömust í heimi. Ég
er ósegjanlega gagntekin af fögnuði. Sama er að segja
um fólkið mitt“.
9