Morgunn - 01.12.1945, Page 52
130
MORGUNN
Ég skil ekki hvers vegna ég varð fyrir valinu--------
ég vona aðeins, að ég geti reynzt þess verðug.
Hun , viðurkenndi fúslega, að hún hefði ekki verið
trúlmeigðari en ungt fólk yfirleitt, og sagðist vera
„sannfærð um að sameinaðar bænir ástvina sinna hefðu
hjálpað sér“.
Hún er í söfnuði Medodista í Upper Sandusky.
Síðan skömmu eftir áfallið 1929, hefir ungfrú Cross
verið undir læknishendi Dr. W. E. Miner, chiropractor
í Upper Sandusky. sem lagt hefir stund á þær lækningar
síðastliðinn aldarfjórðung.
Dr. Miner segir, að sér beri ekki að þakka lækningu
stúlkunnar. í síðastliðnum ágústmánuði, kvaðst hann
hafa álitið að hún myndi eiga mjög skammt eftir ólifað.
Hann sagði ennfremur „Á byrjunarstigi sjúkdómsins,
sögðu sérfræðingar fré4 Columbus, Canada, Californíu
og John Hopkins stofnuninni, að stúlkan iiefði mænu-
himnubólgu og úrskurðuðu hana ólæknandi.
FrU Cross sagði einnig svo frá, að ýmsir sérfræðingar
hefðu komið til dóttur sinnar, en hún færðist undan
að skýra frá nöfnum þeirra.
„Þessi sextán og hálft ár, sem ég lá“, sagði ungfrú
Cross, „var það oft mánuðum saman, sem ég var mátt-
laus, sjónlaus og heyrnarlaus“. Móðir hennar sagði það
satt vera. „Oft og einatt nærðist hún ekki á öðru en
brauði, sem ég deif ofan í kaffi. Eða þá á ávaxtasafa.
Og i hálft annað ár fór ekkert ofan í hana annað en
ísrjómi".
Einu sinni barðist hún svo um í æðiskasti að einn
af liálsliðunum brákaðist. I annað skifti féll hún fram
úr rúminu og meiddist illa á hryggnum. Eftir það varð
hún að liggja í umbúðum í fimm mánuði.
„Og ég var enn þá í umbúðum og hryggurinn ekki
orðinn jafngóður þegar ég varð alheil á föstudaginn
var“, bætti ungfrú Cross við.
I Upper Sandusky og nágrenni er eins og vænta rnátti,