Morgunn - 01.12.1945, Síða 54
132
MORGUNN
Þrautir hennar voru svo miklar, að þær hefðu riðið
að fullu hverjum, sem ekki hefði átt hennar fitálbæra
hugrekki og óbugandi vilja til að lifa“.
„Hið eina, sem mætti þakka mér, ef á annað borð
menn eiga nokkrar þakkir skilið, er það, að þessi sextán
ár reyndi ég allt, sem ég gat, til þess að halda í henni
lífinu“.
Ungfrú Cross hafði lokið prófi við uppeidisdeild há-
skólans í Bowling Green. Hún kenndi mörg ár í Port
Clinton, og nærri eitt ár í unglingaskóla Upper Sandusky,
áður en hún missti heilsuna.
„Ef pabbi ætti nú kost á að sjá mig“, sagði hún.
„Hann, sem fórnaði svo miklu til þess að ég næði heilsu
aftur, en varð að kveðja okkur fyrr en varði“.
Faðir hennar, Andrew Cross, var þrjátíu og níu ár
umsjónarmaður kirkjugarðsins í Oak Hill. Hann lézt
í september 1944. Ungfrú Cross á þrjár systur, Mrs.
Sylvia Buckenham í Milon, Ohio. Miss Bernace Cross
í 'Oceola og mrs. Erma Loveridge, Findlay.
Þ. Óf. þýddi.